Loksins kom langþráð stund upp á föstudagskvöldið Kirsuberjagarðurinn var frumsýndur með tilheyrandi taugatitringi. Allt gekk mjög vel og leikarar og aðrir sem að sýningunni komu stóðu sig með mikilli prýði. Nú bíður maður bara spenntur eftir að lesa gagnrýnini um sýninguna. Ágæt stemming var í sal þó svo að rúmlega helmingur boðsgesta mættu ekki á svæðið.
Auðvita var svo mikið frumsýningarpartý að hætti Halanna. Þar var mikið skrafað og skeggrætt til morguns. Gaman gaman.
Í gærkvöldi var svo önnur sýning og eins merkilegt og það er þá er gömul álög á Halaleikhópnum að sú sýning gangi ver en aðrar. Í fyrra gekk sú sýning vel þannig að við treystum því að nú færi svo aftur.
Jú nokkrir hnökrar voru en þessu yndislega leikarar björguðu sér alltaf og hvor öðrum. Þannig að það sem ekki var eins og það átti að vera var ekki áhorfendum ljóst. Svo lentum við í miklu basli með loftræstinguna þannið að það var næstum liðið yfir tvo leikara sem er alls ekki gott. En hetjan okkar í gær var Kristin Guðjónsson hann lék fulla sýningu og ekki í neitt litlu hlutverki þrátt fyrir að eiga vera inn á sjúkrahúsi vegna bráða sýkingar sem hann fékk, var bara á sprautum. Já ef hann er ekki hetja þá veit ég ekki hvað.
Ég held ég sé ekki enn komin í spennufall eftir öll þessi ósköp en nú tekur alvara lífsins við fyrsta fríkvöld í margar vikur framundan eftir strangan skóladag.
Næstu sýningar á Kirsuberjagarðinum eftir Anton Tsjekhov í flutningi Halaleikhópsins er sunnudaginn 13. mars nk. Miðasölu síminn er 552-9188. Skora ég nú á alla bloggara að fjölmenna á þessa stórkostlegu sýningu.
7.3.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli