Fordómar og ekki fordómar. Mikið er talað um kynþáttafordóma í fjölmiðlum þessa dagana og hvernig sé alið á þeim. Ekki ætla ég nú að blanda mér í þá umræðu mikið en.
Fordómar spretta ekki af neinu nema vanþekkingu svo mörg voru þau orð.
Ég ætlaði að lesa Moggann áðan í rólegheitum og slappa aðeins af eftir að vera búin að vera mjög dugleg í dag setti tvo nýja vefi upp í skólanum i dag slóðirnar eru hér ef einhver hefur áhuga Litaverkefni og Siðfræðivefur
Þegar ég kom að bls. 7 þá blasti við mér þessi fyrirsögn Öryrkjum fjölgaði um 812 á síðasta ári og ég fékk reiðikast veit ekki af hverju. Það fer ferlega í taugarnar á mér þessi eilífa tilkynningaskylda og fréttaflutningur af því hversu mikið ríkið þarf að greiða öryrkjum. Og hversu mikið það hefur hækkað milli ára.
Mér finnst vera alið á fordómum gegn öryrkjum með þessu. Nóg er staða þeirra slæm í okkar velferðarþjóðfélagi okkar.
Fyrir þá sem ekki vita þá er ég öryrki og fæ frá ríkinu 59.980- kr á mánuði í laun og 8.153- kr. frá lífeyrissjóðnum mínum. Þetta eru nú öll ósköpin sem eru að setja ríkið á hausinn.
Ekki veit ég um marga sem geta lifað á þessu en víst er að ekki deyr maður af þessu. Ekki það að ég sé neitt að kvarta bara þoli ekki þessa fordóma sem mér finnst birtast í þessum eilífa fréttaflutningi úr hagtölum Tryggingastofnunar.
Það að vera öryrki er eitthvað sem enginn kýs sér svo mikið er víst. Enginn fer heldur á örorku nema að undangengnu örorkumati oft hjá mörgum læknum áður en endanleg niðurstaða fæst. Fyrir fólk eins og mig sem er ekki fætt með fötlun þarf líka að fara í reglulegt endurmat sem tryggir að enginn sem nær heilsu festist inní kerfinu.
Ég mæti oft fordómum bæði vegna þess að fötlun mín er sjaldnast sýnileg og heilsa mín mismunandi milli ára. Oft heyri ég hvers vegna ert þú ekki að vinna þú sem getur...
Eins þar sem ég hef margsinnis komið fram opinberlega og rætt eina af mínum fötlunum geðfötlunina. Þá heyri ég oft maður talar nú ekki um þetta svona.
Fyrir mér er þetta ekkert feimnismál ég er bara svona og fæ því ekki breytt. Hvers vegna þá ekki að lifa bara sátt við sitt hlutskipti og brosa í lífsins ólgu sjó.
31.3.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli