Ég er búin að hafa það mjög gott í páskafríinu, liggja í leti að mestu og ná að hvílast heilmikið. Hef verið að dúlla aðeins með Heklu fórum að föndra eins og við erum vanar og sauma.
Stórfjölskyldan kom svo hingað í mat á föstudaginn langa. Það var ansi notarlegt að fá þau öll til sín, það er að segja þau sem eru á landinu við áttum góða stund saman. En sökum anna í leiklistinni hefur maður ekki sinnt fjölskyldunni sem skildi það sem af er árs.
Í dag förum við svo í páskalamb til Steina mágs þar sem við hittum svo fjöldkyldu Ödda alla. Þannig að þetta verða miklir fjölskyldupáskar.
Vinirnir hafa svo verið að detta inn einn og einn í kaffi og spjall þannig að þetta er ekkert annað en æðislegt frí.
Á fimmtudaginn kom gagnrýnin á Kirsuberjagarðinn loksins í Mogganum og var ég mjög ánægð með hana. Maður var orðinn skíthræddur þar sem birting hennar dróst svona en ég brosi bara hringinn.
Ekki hef ég snert við heimalærdómi allt fríið en það stendur nú til bóta.
Í morgun fékk ég æðislegt símtal frá Noregi Heiða frænka mín hringdi til að leita frétta og mynda af fjölskyldunni. Það símtal gladdi mig mjög mikið við erum systkinabörn og jafngamlar en hún búið lengi í Noregi. Eftir að foreldrar mínir féllu frá þá hefur einhverra hluta vegna rofnað sambandið við þennan anga stórfjöldkyldunnar nú kom hún á sambandi sem við ætlum að reyna að rækta.
Takk fyrir að hringja Heiða :-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli