30.6.06
Fleiri gamlar myndir
Hér er pabbi 1951 meðan hann var í hernum.
Stebbi bróðir sennilega um jólin 1955 með dúkkunni hennar Sigrúnar Jónu sem enn er til.
Þetta er 1957 ég nýfædd með systkinum mínum Stebba og Sigrúnu Jónu sýnist ég vera skíthrædd við stóru systur !!! Þessi peysa sem Sigrún er í er algert konfekt prjónuð af Sveinsínu ömmu hennar sem var mikil prjónakona og prjónaði á alla svona eðalfínar peysur með miklu mynstri úr örfínu garni. Hún varð fjörgömul og prjónaði fram til dauðadags þó hún væri orðin blind.
Her er svo Dóra frænka, ég og Stebbi hlýtur að vera 1958, takið eftir gúmmídúkkunum.
29.6.06
Gamlar myndir
Var einhver að biðja um gamlar myndir? Hér koma nokkrar
Sigurður Hjálmarsson tengdafaðir minn heitinn
Svavar mágur, Olla mágkona og tengdpabbi eða þau voru hér inni en var tekin út þar sem ég frétti af æfareiðri mágkonu í Breiðholtinu yfir myndbirtingu. Sumir eru viðkvæmari fyrir gömlum myndum en aðrir og sjálfsögðu var myndin þá bara tekin niður. Eins og hún er nú skemmtileg.
Garðar mágur heitinn, ég og tengdapabbi 1980
Fleiri myndir á næstunni :-)
Sigurður Hjálmarsson tengdafaðir minn heitinn
Svavar mágur, Olla mágkona og tengdpabbi eða þau voru hér inni en var tekin út þar sem ég frétti af æfareiðri mágkonu í Breiðholtinu yfir myndbirtingu. Sumir eru viðkvæmari fyrir gömlum myndum en aðrir og sjálfsögðu var myndin þá bara tekin niður. Eins og hún er nú skemmtileg.
Garðar mágur heitinn, ég og tengdapabbi 1980
Fleiri myndir á næstunni :-)
28.6.06
Undarleg flensa
Minn heittelskaði er búinn að liggja í flensu þessa vikuna. Mjög undarleg afbrigði. Hann er fárveikur á morgnana en verður svo ofvirkur þegar líður á daginn.
Nú er hann í dag búinn að taka svo svakalega til í vinnurýminu sínu að ruslapokarnir eru orðnir 4 eða 5 veit ekki hvar þetta endar eiginlega.
Á sama tíma hleðst upp ruslið á skrifborðinu mínu jú líka öllu vinnuherberginu skil ekkert í þessu eins og það er nú orðið opinberlega rólegt hjá mér.
Er að hugsa um að læsa vinnuherberginu mínu þegar ég fer í sjúkraþjálfun og sjálfboðavinnuna á morgun svo hann komist ekki í pappírshlaðana og allt dótið mitt.
Já verð víst að viðurkenna að mér er ferlega illa við að henda er safnari í mér. En kannski tek ég smá til á yfirborðinu til að friða kallinn.
Annars er Viktoría komin til heilsu fékk nýja rafgeyma í dag svo kannski fara þau bara saman út.
Kannski er orsökin sú að hann hefur verið tölvulaus síðan fyrir helgi.........
Ekki það að það séu ekki nægar tölvur á heimilinu en talva er ekki sama og talva :-)
Nú er hann í dag búinn að taka svo svakalega til í vinnurýminu sínu að ruslapokarnir eru orðnir 4 eða 5 veit ekki hvar þetta endar eiginlega.
Á sama tíma hleðst upp ruslið á skrifborðinu mínu jú líka öllu vinnuherberginu skil ekkert í þessu eins og það er nú orðið opinberlega rólegt hjá mér.
Er að hugsa um að læsa vinnuherberginu mínu þegar ég fer í sjúkraþjálfun og sjálfboðavinnuna á morgun svo hann komist ekki í pappírshlaðana og allt dótið mitt.
Já verð víst að viðurkenna að mér er ferlega illa við að henda er safnari í mér. En kannski tek ég smá til á yfirborðinu til að friða kallinn.
Annars er Viktoría komin til heilsu fékk nýja rafgeyma í dag svo kannski fara þau bara saman út.
Kannski er orsökin sú að hann hefur verið tölvulaus síðan fyrir helgi.........
Ekki það að það séu ekki nægar tölvur á heimilinu en talva er ekki sama og talva :-)
27.6.06
Til hamingju Ísland
Í dag var merkilegur áfangi í Íslandsögunni þegar ný lög tóku gildi sem jafna rétt þegna landsins. Nú fá samkynhneigðir sömu réttindi og aðrir þegnar landsins til að skrá sig í sambúð með öllum þeim réttarbótum sem því fylgir, einnig rétt til tæknifrjóvgunar, frumættleiðingar ofl. ofl.
Fyrir mig hefur þetta mikið gildi og fagna ég ákaft. Í minni fjölskyldu og vinahóp eru nokkrir samkynhneigðir einstaklingar og því brennur þetta á mér en líka finnst mér þetta bara svo mikið jafnréttismál en þau hafa alltaf togað í taugarnar á mér. Þoli ekki mismunun á hvaða grunni sem er.
Skil samt ekki umræðuna sem gaus upp enn einu sinni nú í kringum sveitastjórnarkosningarnar. Þar sem skammast er endalaust yfir að konur séu ekki í 50% stöðum. Bull og vitleysa eru við ekki jöfn og er það ekki bara okkur konum að kenna að við sitjum ekki á fleiri háum stöðum. Eins og það sé einhver nafli alheimsins.
Mér finnst það ekkert jafnrétti ef sonur minn væri í framboði og næði langt en kæmist ekki að vegna þess eins að hann væri með typpi, helur ýtt til hliðar á forsendum % reglu milli kynja. Bull og þvæla.
Mér finnst að eigi að meta hvern einstakling af verkum hans og hæfileikum en ekki kyni, kynhneigð, litarhætti, ættartré eða slíku.
Já og takk fyrir kommentin María og Gugga, er samt hálffúl Gugga mín yfir að þú skildir ekki bjalla í mig meðan þú varst á svæðinu, hefði nú alveg getað hitt þig. Allavega sakna þín og ykkar allra vonandi hittumst við næst þegar þú kemur suður. Örn treystir sér ekki vestur þetta árið.
26.6.06
Stiklur
Er orðin smá brún í framan og á framanverðum handleggjunum :-)
Mundi eftir gönguhópnum í dag í rigningunni og hún var góð
Keppti í fótbolta um helgina í fyrsta sinn á ævinni og mitt lið vann
Sjúkraþjálfarinn minn vill að ég vandi mig betur við að anda.....
Örn er kominn með flensuna
Hef ekki komið í Krika í rúma 3 sólahringa og er komin með fráhvörf
Lopapeysan mjakast en ermalengdin vefst mikið fyrir mér
Fór á fjölskyldumót í Alviðru með fjölskyldu Frosta
Keyfti vitlausan Örn
Þvottavélin og þurrkarinn ganga hratt í dag
Hélt smá fyrirlestur á Kleppi í dag
Verð upptekin alla þriðjudaga í júlí í sumar
Sonurinn er ekki nógu mikill NÖRD til að taka þátt í raunveruleikaþætti
Fór á Þingvelli og villtist á Hengilsvæðinu á sunnudaginn
Viktoría er biluð
Kjúklingur í matinn í kvöld
Hverjir lesa þetta rugl ?
Mundi eftir gönguhópnum í dag í rigningunni og hún var góð
Keppti í fótbolta um helgina í fyrsta sinn á ævinni og mitt lið vann
Sjúkraþjálfarinn minn vill að ég vandi mig betur við að anda.....
Örn er kominn með flensuna
Hef ekki komið í Krika í rúma 3 sólahringa og er komin með fráhvörf
Lopapeysan mjakast en ermalengdin vefst mikið fyrir mér
Fór á fjölskyldumót í Alviðru með fjölskyldu Frosta
Keyfti vitlausan Örn
Þvottavélin og þurrkarinn ganga hratt í dag
Hélt smá fyrirlestur á Kleppi í dag
Verð upptekin alla þriðjudaga í júlí í sumar
Sonurinn er ekki nógu mikill NÖRD til að taka þátt í raunveruleikaþætti
Fór á Þingvelli og villtist á Hengilsvæðinu á sunnudaginn
Viktoría er biluð
Kjúklingur í matinn í kvöld
Hverjir lesa þetta rugl ?
17.6.06
Gleðilega Þjóðhátíð
Þessi skemmtileg mynd var tekin af okkur systkinunum Villa, Palla og mér 17. júní 1965. Á þeim árum vorum við alltaf dubbuð upp á sunnudögum og sett í þjóðlega búninga á 17. júní og svo skundað í bæinn.
Merkilegt hvernig við horfum öll upp í himinninn, þori að veðja að það hefur komið flugvél og flogið yfir. Enda bjuggum við í aðflugslínu á hæsta punkti. Sem skýrir svo af hverju ég vil flugvöllin burt úr borginni. Maður lifði við það sem barn að horfa á flugvélarnar nánast strjúka þakið og horfa á þær út um þakgluggann á morgnana áður en maður fór á fætur og var stundum ekki alveg sama.
Tókum þennan þjóðhátíðardag rólega. Vöknuðum reyndar snemma með Heklu og fórum í langan göngutúr í Fossvogskirkjugarðinn, það er að segja ég gekk, Hekla hjólaði og Örn var á Viktoríu. Visitereðum svo fjölskylduna í Kleifarselinu og stefnum á grill í kvöld og áframhaldandi rólegheit. Sleppum alveg að taka þátt í hefðbundnum hátíðarhöldum nema í gegnum fjölmiðla þetta árið.
Á morgun er svo stór dagur Haladagur í Krikanum svo eitthvað verðum við vonandi fjörugri þá. Vonandi mæta bara sem flestir.
14.6.06
Góð og léleg þjónusta
Fór í dag með dóttur minni í búðarráp með það að markmiði að finna nýja stafræna myndavél. Við vorum búnar að googla í nokkra daga og komnar að ákveðinni niðurstöðu 3 - 4 vélar heitari en aðrar. Ákváðum að kíkja á gripina og fá að máta þær í lófa og sjá hvort sérfræðingarnir í þessum sérhæfðu búðum gætu ekki hjálpað okkur að gera upp á milli.
Byrjuðum í Ljósmyndavörum þar sem Fuji hefur alltaf verið hátt skrifað merki í okkar fjölskyldu og mikil og góð reynsla af þeim vélum. Vorum með tvær vélar í huga sérstaklega en opnar fyrir öllu. Lélegri þjónustu hef ég ekki fengið í sérvörubúð. Afgreiðslustúlkan vissi minna en ekki neitt um vélarnar og gat heldur ekki flett því upp sem við spurðum um. Að lokum kallaði hún í annan afgreiðslumann sem grúfði sig ákafur bak við tölvuskjá. Hann kom þó og svaraði fyrstu spurningunni og hvarf svo. Við vildum vita meira aftur var kallað í hann og hann svaraði með fílusvip og hvarf aftur um hæl. Svona gekk þetta í nokkur skifti. Við vorum nú ekki tilbúnar að láta koma svona fram við okkur þar sem þessar vélar 2 sem við höfðum mikinnn áhuga á voru mjög heitar hjá okkur.
Í síðasta skifti sem hann kom þá spurðum við hann hver væri raunverulegi munurinn á vélunum annar er 8000 kr verðmunur. Ekki fengum við nein svör við því en hann benti okkur þó fílulega á vefslóð sem við gætum slegið upp þegar heim kæmi ef við virkilega vildum vita þetta.
Þrátt fyrir þessa hrikalega lélegu þjónustu hjá Ljósmyndavörum áræddi ég að spyrja um verð á nýju batterí í gömlu góðu fuji vélina mína. Þá tók nú ekki betra við, þar sem ég var ekki með vélina vildi afgreiðslustúlkan fyrst að ég færi heim og næði í vélina til að sjá hvernig batterí væri í henni. Þá var mín nú orðin stúrin og bað hana vinsamlegast bara að flétta því upp, enda vélin frá þeim. Jú hafði það í gegn en þá þurfti 4 starfsmenn til að finna út úr því....... Segi ekki meir um þessa verslun en mæli alls ekki með henni þó ég mæli hiklaust með Fuji vélunum.
Fórum svo í Sjónvarpsmiðstöðina, Heimilistæki og bræðurna Ormson. Fengum fína þjónustu þó afgreiðslumennirnir væru misvel að sér þá voru þeir kurteisir og svöruðu flóknum spurningum okkar mæðgnanna eins vel og þeir gátu.
Komumst að því að vél sem var no. 2 hjá okkur í upphafi væri vænlegasti kosturinn. Miklar breytingar hafa verið á vélunum sl. ár og að mikið er lagt á sum nöfn í bransanum. Googluðum svo meir þegar heim kom og vélin sem var komin í 1 sæti er ódýrust í Elko svo þangað verður farið á morgun.
Merkilegt hún er eiginlega ódýrari þar en í fríhöfninni. Svo Palli þú sleppur við myndavélakaup á heimleiðinn frá Kína en mættir alveg kíkja eftir batterí í mína ;-)
Byrjuðum í Ljósmyndavörum þar sem Fuji hefur alltaf verið hátt skrifað merki í okkar fjölskyldu og mikil og góð reynsla af þeim vélum. Vorum með tvær vélar í huga sérstaklega en opnar fyrir öllu. Lélegri þjónustu hef ég ekki fengið í sérvörubúð. Afgreiðslustúlkan vissi minna en ekki neitt um vélarnar og gat heldur ekki flett því upp sem við spurðum um. Að lokum kallaði hún í annan afgreiðslumann sem grúfði sig ákafur bak við tölvuskjá. Hann kom þó og svaraði fyrstu spurningunni og hvarf svo. Við vildum vita meira aftur var kallað í hann og hann svaraði með fílusvip og hvarf aftur um hæl. Svona gekk þetta í nokkur skifti. Við vorum nú ekki tilbúnar að láta koma svona fram við okkur þar sem þessar vélar 2 sem við höfðum mikinnn áhuga á voru mjög heitar hjá okkur.
Í síðasta skifti sem hann kom þá spurðum við hann hver væri raunverulegi munurinn á vélunum annar er 8000 kr verðmunur. Ekki fengum við nein svör við því en hann benti okkur þó fílulega á vefslóð sem við gætum slegið upp þegar heim kæmi ef við virkilega vildum vita þetta.
Þrátt fyrir þessa hrikalega lélegu þjónustu hjá Ljósmyndavörum áræddi ég að spyrja um verð á nýju batterí í gömlu góðu fuji vélina mína. Þá tók nú ekki betra við, þar sem ég var ekki með vélina vildi afgreiðslustúlkan fyrst að ég færi heim og næði í vélina til að sjá hvernig batterí væri í henni. Þá var mín nú orðin stúrin og bað hana vinsamlegast bara að flétta því upp, enda vélin frá þeim. Jú hafði það í gegn en þá þurfti 4 starfsmenn til að finna út úr því....... Segi ekki meir um þessa verslun en mæli alls ekki með henni þó ég mæli hiklaust með Fuji vélunum.
Fórum svo í Sjónvarpsmiðstöðina, Heimilistæki og bræðurna Ormson. Fengum fína þjónustu þó afgreiðslumennirnir væru misvel að sér þá voru þeir kurteisir og svöruðu flóknum spurningum okkar mæðgnanna eins vel og þeir gátu.
Komumst að því að vél sem var no. 2 hjá okkur í upphafi væri vænlegasti kosturinn. Miklar breytingar hafa verið á vélunum sl. ár og að mikið er lagt á sum nöfn í bransanum. Googluðum svo meir þegar heim kom og vélin sem var komin í 1 sæti er ódýrust í Elko svo þangað verður farið á morgun.
Merkilegt hún er eiginlega ódýrari þar en í fríhöfninni. Svo Palli þú sleppur við myndavélakaup á heimleiðinn frá Kína en mættir alveg kíkja eftir batterí í mína ;-)
Enn á lífi
já já allt í sóma hér á bæ bara leti eða á maður að segja notarlegheit.
Ferðin norður var stórskemmtileg. Samnemendur mínir voru mis miðaldra en allir stór skemmtilegir, maður hitti fullt af fólki sem maður var búinn að gleyma og endurnýjaði kynnin. Skipulagningin gekk öll upp og veðurguðirnir léku vel við okkur logn í Hrútafirði allan tímann og stuttermaveður. Set inn myndir fljótlega.
Hef annars verið mest að dunda mér við prjónaskap og smá fundarstúss auk Krikans. Er frekar niðurdregin en það á sér sínar skýringar, dauðsföll í kringum mig og jarðaför á morgun önnur á laugardaginn sem ég komst ekki á. Maður er alltof oft minntur á hvað lífið getur orðið óútreiknanlegt. En það leggur líka á mann þær skyldur að njóta þess í botn, meðan maður á þess kost.
Ferðin norður var stórskemmtileg. Samnemendur mínir voru mis miðaldra en allir stór skemmtilegir, maður hitti fullt af fólki sem maður var búinn að gleyma og endurnýjaði kynnin. Skipulagningin gekk öll upp og veðurguðirnir léku vel við okkur logn í Hrútafirði allan tímann og stuttermaveður. Set inn myndir fljótlega.
Hef annars verið mest að dunda mér við prjónaskap og smá fundarstúss auk Krikans. Er frekar niðurdregin en það á sér sínar skýringar, dauðsföll í kringum mig og jarðaför á morgun önnur á laugardaginn sem ég komst ekki á. Maður er alltof oft minntur á hvað lífið getur orðið óútreiknanlegt. En það leggur líka á mann þær skyldur að njóta þess í botn, meðan maður á þess kost.
9.6.06
Talnaspeki
Fór aðeins að vafra og datt þá inn á www.zedrus.is og fékk þessa talnaspá. Sumt finnst mér passa vel annað ekki allavega stórsniðugt. Ætla að deila spádómnum mínum með ykkur:
Persónutala: 2
Áhrif þessarar tölu auka mjög rómantískar hneigðir og vekja ástúðlegar tilfinningar. Hún er hliðholl í ástamálum, æði oft, þegar andlega hliðin ræður. Hún eykur viðræðuhæfileikann og gerir menn viðfelldna og vingjarnlega. Hún dregur að vini, því að hún skapar kurteisi og góðvild og dregur úr þrætugirni og slúðurgirni. Hún gerir þá, sem hún orkar á, mjög næma á gagnrýni og yfirleitt er endurskin hennar háttvísi og vinaþel.
Köllunartala: 8
Þessi tala leggur lið sitt öllum framkvæmdastörfum. Áhrif hennar styrkja þá, sem stjórna verslunarfyrirtækjum, iðnaðarreksti eða fjármálum, og hún er sérstaklega hliðholl þeim, sem setja sér það markmið að vinna sér stöðu, auðæfi og völd, þótt við ofurefli sé að etja. Hún veitir stefnufestu og hagsýni. En þótt hún lofi ríkulegum launum að lokum, þá er hún ekki tala skjótra og auðunninna sigra. Talan 8 táknar erfitt starf og mörg vonbriði, en sigurvonir eftir margra ára harða baráttu. Þeir, sem láta fljótt bugast, meiga ekki vænta mikils af henni, því að hún gæti orðið til þess eins, að auka áhyggjur þeirra og mistök, þegar aðrir, sem gæddir eru meiri viljaþreki, halda leið sína, þrátt fyrir öll vonbrigði og alls konar öfugsteymi.
Örlagartala: 9
Þessi tala er kjörin fyrir þann sem er viðurkenndur foringi félaga sinna. Sveiflur tölunnar 9 eru einkar kraftmiklar, og þeir, sem eru undir áhrifum hennar, eru gæddir þrotlausum dugnaði og hugkvæmni. Þeim líður best, þegar þeir eru að gera stórfelldar áætlanir og taka ákvarðanir, sem valda miklu um velferð margra manna. Þetta er ekki tala þeirra, sem “fara hjá sér” í fjölmenni eða kjósa heldur frið og kyrrlátt heimilislíf en hinn sífellda eril og æsingu þjóðmálanna. Þess háttar mönnum veldur talan 9 einungis vanlíðanar.
Andlegatala: 4 Þessi tala bendir á rótgróna löngun til þess að hafa allt í röð og reglu. Þú hefir lofsverða ábyrgðartilfinningu og meðfædda starfsgleði, svo fremi að vinnan falli þér í geð. Hins vegar gætir nokkurrar vöntunar á ímyndurnarafli, en hún getur valdið hindrunum á framförum og afrekum. Þú verður að vera á verði gegn meðfæddri hneigð til lognmollu-öryggis eða innilokunarstrits. Hræðslan við stöðumissi eða tignartap gæti orðið fjötur um fót þeim manni, sem að öðrum kosti myndi koma miklu til leiðar. Tölurnar í nafninu geta breytt þessum skapeinkennum, eða unnið gegn þeim, en þau eru eftir sem áður til í eðlinu.
Dulartala: 42 Þú átt ferðalög fyrir höndum. Margar ferðir virðast bíða þín. Ein verður á landi, önnur á sjó og sú þriðja annað hvort, og hún getur endað með sorg eða mikilli gleði. Í heild munu þessi ferðalög verða þér ávinningur, og þú munt njóta mikillar hamingju meðal vina og frændaliðs.
Persónutala: 2
Áhrif þessarar tölu auka mjög rómantískar hneigðir og vekja ástúðlegar tilfinningar. Hún er hliðholl í ástamálum, æði oft, þegar andlega hliðin ræður. Hún eykur viðræðuhæfileikann og gerir menn viðfelldna og vingjarnlega. Hún dregur að vini, því að hún skapar kurteisi og góðvild og dregur úr þrætugirni og slúðurgirni. Hún gerir þá, sem hún orkar á, mjög næma á gagnrýni og yfirleitt er endurskin hennar háttvísi og vinaþel.
Köllunartala: 8
Þessi tala leggur lið sitt öllum framkvæmdastörfum. Áhrif hennar styrkja þá, sem stjórna verslunarfyrirtækjum, iðnaðarreksti eða fjármálum, og hún er sérstaklega hliðholl þeim, sem setja sér það markmið að vinna sér stöðu, auðæfi og völd, þótt við ofurefli sé að etja. Hún veitir stefnufestu og hagsýni. En þótt hún lofi ríkulegum launum að lokum, þá er hún ekki tala skjótra og auðunninna sigra. Talan 8 táknar erfitt starf og mörg vonbriði, en sigurvonir eftir margra ára harða baráttu. Þeir, sem láta fljótt bugast, meiga ekki vænta mikils af henni, því að hún gæti orðið til þess eins, að auka áhyggjur þeirra og mistök, þegar aðrir, sem gæddir eru meiri viljaþreki, halda leið sína, þrátt fyrir öll vonbrigði og alls konar öfugsteymi.
Örlagartala: 9
Þessi tala er kjörin fyrir þann sem er viðurkenndur foringi félaga sinna. Sveiflur tölunnar 9 eru einkar kraftmiklar, og þeir, sem eru undir áhrifum hennar, eru gæddir þrotlausum dugnaði og hugkvæmni. Þeim líður best, þegar þeir eru að gera stórfelldar áætlanir og taka ákvarðanir, sem valda miklu um velferð margra manna. Þetta er ekki tala þeirra, sem “fara hjá sér” í fjölmenni eða kjósa heldur frið og kyrrlátt heimilislíf en hinn sífellda eril og æsingu þjóðmálanna. Þess háttar mönnum veldur talan 9 einungis vanlíðanar.
Andlegatala: 4 Þessi tala bendir á rótgróna löngun til þess að hafa allt í röð og reglu. Þú hefir lofsverða ábyrgðartilfinningu og meðfædda starfsgleði, svo fremi að vinnan falli þér í geð. Hins vegar gætir nokkurrar vöntunar á ímyndurnarafli, en hún getur valdið hindrunum á framförum og afrekum. Þú verður að vera á verði gegn meðfæddri hneigð til lognmollu-öryggis eða innilokunarstrits. Hræðslan við stöðumissi eða tignartap gæti orðið fjötur um fót þeim manni, sem að öðrum kosti myndi koma miklu til leiðar. Tölurnar í nafninu geta breytt þessum skapeinkennum, eða unnið gegn þeim, en þau eru eftir sem áður til í eðlinu.
Dulartala: 42 Þú átt ferðalög fyrir höndum. Margar ferðir virðast bíða þín. Ein verður á landi, önnur á sjó og sú þriðja annað hvort, og hún getur endað með sorg eða mikilli gleði. Í heild munu þessi ferðalög verða þér ávinningur, og þú munt njóta mikillar hamingju meðal vina og frændaliðs.
Miðaldrakreppa ?
Það mætti halda það alla vega. Þetta er svona fílingur þegar maður er að fara á reunion eftir 30 ár og fer að hugsa til baka. Það er svo ferlega langt síðan. Ég er sem sagt á leið í Reykjaskóla í Hrútafirði þar sem ég var veturinn 1974 - 1975 tók þar gagnfræðapróf sem þótti ansi góð menntun í þá daga. Tók líka bílpróf þann vetur og keyrði aldrei á malbiki eða sá umferðarskilti. Margt var brallað þann vetur en ekki ætla ég að tíunda það hér að sinni.
Þetta var sumarið eftir 1000 ára afmæli Íslandsbyggðar, það var áður en ártölin fóru í rugl vegna fræðimennsku. Mikil hátið sem var í Kirkjuhvammi á Hvammstanga og mikið stuð. Þetta ár fór ég líka í Húsafell á útihátíð og lenti á bömmer, já og árið sem ég keppti í spjótkasti fyrir hönd USAH á landsmóti ungmennafélaga á Akranes, en ekki orð um það meir.
Já 30 ár eru fljót að líða í raun. En þetta með miðaldrakreppuna er svosem afstætt. Fór í partý áðan þar sem veigar voru góðar, nennti ekki að detta í það !!! Já og var með þeim elstu í teytinu sem var ansi glæsilegt hjá Götuhernaðinum. Endilega kíkið á og fylgist með þeim kröftugu og skemmtilegu piltum á slóðinni www.oryrki.net
Farin í Hrútafjörðinn að hitta fullt af miðaldra liði :-)
Þetta var sumarið eftir 1000 ára afmæli Íslandsbyggðar, það var áður en ártölin fóru í rugl vegna fræðimennsku. Mikil hátið sem var í Kirkjuhvammi á Hvammstanga og mikið stuð. Þetta ár fór ég líka í Húsafell á útihátíð og lenti á bömmer, já og árið sem ég keppti í spjótkasti fyrir hönd USAH á landsmóti ungmennafélaga á Akranes, en ekki orð um það meir.
Já 30 ár eru fljót að líða í raun. En þetta með miðaldrakreppuna er svosem afstætt. Fór í partý áðan þar sem veigar voru góðar, nennti ekki að detta í það !!! Já og var með þeim elstu í teytinu sem var ansi glæsilegt hjá Götuhernaðinum. Endilega kíkið á og fylgist með þeim kröftugu og skemmtilegu piltum á slóðinni www.oryrki.net
Farin í Hrútafjörðinn að hitta fullt af miðaldra liði :-)
4.6.06
Lífið er ljúft
Þessi helgi hefur verið alveg dásamleg. Hef getað gert það sem mér finnst best og notið þess í góðum félagsskap :-)
Kriki klikkar ekki frekar en fyrri daginn, sólin lét sjá sig og nefbroddurinn á mér er orðinn rauður.
Sá tvær leiksýningar það sem af er helginni og var næstum farin á þá þriðju í kvöld en henni var aflýst vegna veikinda hjá leikurum.
Sá áhugavarðustu áhugaleiksýninguna í gær í Kassanum. Já hissa var ég ekki það að sýningin væri ekki góð, jú jú en hún kannski höfðaði ekki til mín efnislega eins og ég er nú hrifin af öllu gömlu og góðu. En ég sá allavega 2 sýningar í vetur sem skara langt framúr verðlaunasýningunni í gæðum. En svona er nú mat manna misjafn. Leikararnir stóðu sig prýðislega flestir hverjir og tækniaðriði og öll umgerð var til mikillar fyrirmyndar. En eitthvað er það við leikstjórnarstílinn held ég sem gerði það að verkum að ekki skilaði sér textinn vel til áhorfendanna, ýktur sunnlenskur framburður þröngvað upp á annars skýrmælta leikara. Það var ekki alveg að virka og dró sýninguna mikið niður.
Kassinn jú þessi nýji salur Þjóðarleikhússinns alveg til skammar með aðgengið þar, fyrst verið var að taka í gegn og opna "nýjan" sal. Af hverju eru þá aðgengismálin látin sitja á hakanum. Þetta er alltaf sama sagan. En Þjóðleikhússtjóri stóð á tröppunum einmitt þegar mitt fólk skrönglaðist upp á hækjunum með bros og vör en stjórinn fór fannst mér hálf hjá sér. Ekki það að Tinna er búin að lyfta grettistaki í aðgengismálum í Þjóðleikhúsinu og á hún mikið hrós fyrir. Gaman var að sjá skömmustusvipinn á sumum þegar formaður vor og fleiri klöngruðust líka upp á 7 bekk í hanabjálkastiganum þau gersamlega áttu salinn eins og góðum leikurum sæmir.
Um miðjan dag í dag skelltum við María okkur svo á listahátið á Grand rokk þar sem Guðjón vinur okkar og fyrrum leikstjóri var að setja á svið barperu. Villi líka vinur og fyrrum leikstjóri og Gunnsó voru að leika í stykkinu ásamt fleira góðu fólki. Þetta var hin besta skemmtun og stóðu þau sig afbragðs vel. Skemmtilegt að stinga sér inn á sóðapöbb um miðjan dag í glaða sólskini á leiksýningu. Þetta var bara eins og maður væri á leiklistarhátíð. Leikruinn verkið og umgerðin var frábær og meira að segja jólasería ;-) skilja þeir sem þekkja. Mest á óvart kom mér samt hvað hann Villi minn ljósálfur gat sungið. Til hamingju kappar með fína sýningu.
Aðgengi á Grandrokk er ekki í lagi uppi en fínt niðri. Annað fannst mér merkilegt en er það nú samt ekki upplifunin af því að sjá fleiri tugi langdrukkinna miðaldra manna.......
Grilluðum svo í góðra vina hóp í Krikanum og slúttuðum góðum degi fyrir framan sjónvarpið eins og miðaldra fólki sæmir eða hvað ........
Kriki klikkar ekki frekar en fyrri daginn, sólin lét sjá sig og nefbroddurinn á mér er orðinn rauður.
Sá tvær leiksýningar það sem af er helginni og var næstum farin á þá þriðju í kvöld en henni var aflýst vegna veikinda hjá leikurum.
Sá áhugavarðustu áhugaleiksýninguna í gær í Kassanum. Já hissa var ég ekki það að sýningin væri ekki góð, jú jú en hún kannski höfðaði ekki til mín efnislega eins og ég er nú hrifin af öllu gömlu og góðu. En ég sá allavega 2 sýningar í vetur sem skara langt framúr verðlaunasýningunni í gæðum. En svona er nú mat manna misjafn. Leikararnir stóðu sig prýðislega flestir hverjir og tækniaðriði og öll umgerð var til mikillar fyrirmyndar. En eitthvað er það við leikstjórnarstílinn held ég sem gerði það að verkum að ekki skilaði sér textinn vel til áhorfendanna, ýktur sunnlenskur framburður þröngvað upp á annars skýrmælta leikara. Það var ekki alveg að virka og dró sýninguna mikið niður.
Kassinn jú þessi nýji salur Þjóðarleikhússinns alveg til skammar með aðgengið þar, fyrst verið var að taka í gegn og opna "nýjan" sal. Af hverju eru þá aðgengismálin látin sitja á hakanum. Þetta er alltaf sama sagan. En Þjóðleikhússtjóri stóð á tröppunum einmitt þegar mitt fólk skrönglaðist upp á hækjunum með bros og vör en stjórinn fór fannst mér hálf hjá sér. Ekki það að Tinna er búin að lyfta grettistaki í aðgengismálum í Þjóðleikhúsinu og á hún mikið hrós fyrir. Gaman var að sjá skömmustusvipinn á sumum þegar formaður vor og fleiri klöngruðust líka upp á 7 bekk í hanabjálkastiganum þau gersamlega áttu salinn eins og góðum leikurum sæmir.
Um miðjan dag í dag skelltum við María okkur svo á listahátið á Grand rokk þar sem Guðjón vinur okkar og fyrrum leikstjóri var að setja á svið barperu. Villi líka vinur og fyrrum leikstjóri og Gunnsó voru að leika í stykkinu ásamt fleira góðu fólki. Þetta var hin besta skemmtun og stóðu þau sig afbragðs vel. Skemmtilegt að stinga sér inn á sóðapöbb um miðjan dag í glaða sólskini á leiksýningu. Þetta var bara eins og maður væri á leiklistarhátíð. Leikruinn verkið og umgerðin var frábær og meira að segja jólasería ;-) skilja þeir sem þekkja. Mest á óvart kom mér samt hvað hann Villi minn ljósálfur gat sungið. Til hamingju kappar með fína sýningu.
Aðgengi á Grandrokk er ekki í lagi uppi en fínt niðri. Annað fannst mér merkilegt en er það nú samt ekki upplifunin af því að sjá fleiri tugi langdrukkinna miðaldra manna.......
Grilluðum svo í góðra vina hóp í Krikanum og slúttuðum góðum degi fyrir framan sjónvarpið eins og miðaldra fólki sæmir eða hvað ........
2.6.06
Rígmontin amma :-)
Prinsessan mín hún Hekla var að fá einkunnirnar sínar í gær. Og ég get ekki annað en verið stolt af minni ömmustúlku.
Íslenska 9,5
Lestur 7,8 (af 8 mögulegum)- Lesskilningur mjög góður
Skrift 7,5
Stærðfræði 8,5
Heimilisfræði, vinnubrögð til fyrirmyndar
Hönnun-smíði - Góð
Textílmennt - Mjög gott
Myndmennt - Mjög gott
Íþróttir 8,0
Sund 3. stig - Gott
Tónmennt 9,0 - Nemandi er vinnusamur, samviskusamur og áhugasamur
Dans - mjög gott - Nemandi er vinnusamur, samviskusamur og áhugasamur
Umsögn kennara:
Nemandi er vinnusamur, jákvæður, samviskusamur og áhugasamur. Vinnubrögð til fyrirmynda. Stendur sig mjög vel í náminu.
Sú stutta fær auðvitað eitthvað fyrir sinn snúð nú eru afi og amma að búa sig í sparifötin og fara með hana í Smáralindina en þar eigum við 3 saman uppáhaldskaffihús sem við förum á til aðhalda uppá þennan stórglæsilega árangur.
Til Hamingju Hekla mín og líka til hamingju Sigrún Ósk og Bjarni
Lestur 7,8 (af 8 mögulegum)- Lesskilningur mjög góður
Skrift 7,5
Stærðfræði 8,5
Heimilisfræði, vinnubrögð til fyrirmyndar
Hönnun-smíði - Góð
Textílmennt - Mjög gott
Myndmennt - Mjög gott
Íþróttir 8,0
Sund 3. stig - Gott
Tónmennt 9,0 - Nemandi er vinnusamur, samviskusamur og áhugasamur
Dans - mjög gott - Nemandi er vinnusamur, samviskusamur og áhugasamur
Umsögn kennara:
Nemandi er vinnusamur, jákvæður, samviskusamur og áhugasamur. Vinnubrögð til fyrirmynda. Stendur sig mjög vel í náminu.
Sú stutta fær auðvitað eitthvað fyrir sinn snúð nú eru afi og amma að búa sig í sparifötin og fara með hana í Smáralindina en þar eigum við 3 saman uppáhaldskaffihús sem við förum á til aðhalda uppá þennan stórglæsilega árangur.
Til Hamingju Hekla mín og líka til hamingju Sigrún Ósk og Bjarni
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)