Minn heittelskaði er búinn að liggja í flensu þessa vikuna. Mjög undarleg afbrigði. Hann er fárveikur á morgnana en verður svo ofvirkur þegar líður á daginn.
Nú er hann í dag búinn að taka svo svakalega til í vinnurýminu sínu að ruslapokarnir eru orðnir 4 eða 5 veit ekki hvar þetta endar eiginlega.
Á sama tíma hleðst upp ruslið á skrifborðinu mínu jú líka öllu vinnuherberginu skil ekkert í þessu eins og það er nú orðið opinberlega rólegt hjá mér.
Er að hugsa um að læsa vinnuherberginu mínu þegar ég fer í sjúkraþjálfun og sjálfboðavinnuna á morgun svo hann komist ekki í pappírshlaðana og allt dótið mitt.
Já verð víst að viðurkenna að mér er ferlega illa við að henda er safnari í mér. En kannski tek ég smá til á yfirborðinu til að friða kallinn.
Annars er Viktoría komin til heilsu fékk nýja rafgeyma í dag svo kannski fara þau bara saman út.
Kannski er orsökin sú að hann hefur verið tölvulaus síðan fyrir helgi.........
Ekki það að það séu ekki nægar tölvur á heimilinu en talva er ekki sama og talva :-)
28.6.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli