4.6.06

Lífið er ljúft

Þessi helgi hefur verið alveg dásamleg. Hef getað gert það sem mér finnst best og notið þess í góðum félagsskap :-)

Kriki klikkar ekki frekar en fyrri daginn, sólin lét sjá sig og nefbroddurinn á mér er orðinn rauður.

Sá tvær leiksýningar það sem af er helginni og var næstum farin á þá þriðju í kvöld en henni var aflýst vegna veikinda hjá leikurum.

Sá áhugavarðustu áhugaleiksýninguna í gær í Kassanum. Já hissa var ég ekki það að sýningin væri ekki góð, jú jú en hún kannski höfðaði ekki til mín efnislega eins og ég er nú hrifin af öllu gömlu og góðu. En ég sá allavega 2 sýningar í vetur sem skara langt framúr verðlaunasýningunni í gæðum. En svona er nú mat manna misjafn. Leikararnir stóðu sig prýðislega flestir hverjir og tækniaðriði og öll umgerð var til mikillar fyrirmyndar. En eitthvað er það við leikstjórnarstílinn held ég sem gerði það að verkum að ekki skilaði sér textinn vel til áhorfendanna, ýktur sunnlenskur framburður þröngvað upp á annars skýrmælta leikara. Það var ekki alveg að virka og dró sýninguna mikið niður.

Kassinn jú þessi nýji salur Þjóðarleikhússinns alveg til skammar með aðgengið þar, fyrst verið var að taka í gegn og opna "nýjan" sal. Af hverju eru þá aðgengismálin látin sitja á hakanum. Þetta er alltaf sama sagan. En Þjóðleikhússtjóri stóð á tröppunum einmitt þegar mitt fólk skrönglaðist upp á hækjunum með bros og vör en stjórinn fór fannst mér hálf hjá sér. Ekki það að Tinna er búin að lyfta grettistaki í aðgengismálum í Þjóðleikhúsinu og á hún mikið hrós fyrir. Gaman var að sjá skömmustusvipinn á sumum þegar formaður vor og fleiri klöngruðust líka upp á 7 bekk í hanabjálkastiganum þau gersamlega áttu salinn eins og góðum leikurum sæmir.

Um miðjan dag í dag skelltum við María okkur svo á listahátið á Grand rokk þar sem Guðjón vinur okkar og fyrrum leikstjóri var að setja á svið barperu. Villi líka vinur og fyrrum leikstjóri og Gunnsó voru að leika í stykkinu ásamt fleira góðu fólki. Þetta var hin besta skemmtun og stóðu þau sig afbragðs vel. Skemmtilegt að stinga sér inn á sóðapöbb um miðjan dag í glaða sólskini á leiksýningu. Þetta var bara eins og maður væri á leiklistarhátíð. Leikruinn verkið og umgerðin var frábær og meira að segja jólasería ;-) skilja þeir sem þekkja. Mest á óvart kom mér samt hvað hann Villi minn ljósálfur gat sungið. Til hamingju kappar með fína sýningu.

Aðgengi á Grandrokk er ekki í lagi uppi en fínt niðri. Annað fannst mér merkilegt en er það nú samt ekki upplifunin af því að sjá fleiri tugi langdrukkinna miðaldra manna.......

Grilluðum svo í góðra vina hóp í Krikanum og slúttuðum góðum degi fyrir framan sjónvarpið eins og miðaldra fólki sæmir eða hvað ........

Engin ummæli: