17.6.06

Gleðilega Þjóðhátíð



Þessi skemmtileg mynd var tekin af okkur systkinunum Villa, Palla og mér 17. júní 1965. Á þeim árum vorum við alltaf dubbuð upp á sunnudögum og sett í þjóðlega búninga á 17. júní og svo skundað í bæinn.

Merkilegt hvernig við horfum öll upp í himinninn, þori að veðja að það hefur komið flugvél og flogið yfir. Enda bjuggum við í aðflugslínu á hæsta punkti. Sem skýrir svo af hverju ég vil flugvöllin burt úr borginni. Maður lifði við það sem barn að horfa á flugvélarnar nánast strjúka þakið og horfa á þær út um þakgluggann á morgnana áður en maður fór á fætur og var stundum ekki alveg sama.

Tókum þennan þjóðhátíðardag rólega. Vöknuðum reyndar snemma með Heklu og fórum í langan göngutúr í Fossvogskirkjugarðinn, það er að segja ég gekk, Hekla hjólaði og Örn var á Viktoríu. Visitereðum svo fjölskylduna í Kleifarselinu og stefnum á grill í kvöld og áframhaldandi rólegheit. Sleppum alveg að taka þátt í hefðbundnum hátíðarhöldum nema í gegnum fjölmiðla þetta árið.

Á morgun er svo stór dagur Haladagur í Krikanum svo eitthvað verðum við vonandi fjörugri þá. Vonandi mæta bara sem flestir.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Slepptirðu Grímunni?Ég sá Villa í sjónvarpinu en þú varst hvergi sjáanleg ;) Ég sleppti líka hátíðahöldum í dag.Sjáumst í Krika á morgun,kveðja María