14.6.06

Góð og léleg þjónusta

Fór í dag með dóttur minni í búðarráp með það að markmiði að finna nýja stafræna myndavél. Við vorum búnar að googla í nokkra daga og komnar að ákveðinni niðurstöðu 3 - 4 vélar heitari en aðrar. Ákváðum að kíkja á gripina og fá að máta þær í lófa og sjá hvort sérfræðingarnir í þessum sérhæfðu búðum gætu ekki hjálpað okkur að gera upp á milli.

Byrjuðum í Ljósmyndavörum þar sem Fuji hefur alltaf verið hátt skrifað merki í okkar fjölskyldu og mikil og góð reynsla af þeim vélum. Vorum með tvær vélar í huga sérstaklega en opnar fyrir öllu. Lélegri þjónustu hef ég ekki fengið í sérvörubúð. Afgreiðslustúlkan vissi minna en ekki neitt um vélarnar og gat heldur ekki flett því upp sem við spurðum um. Að lokum kallaði hún í annan afgreiðslumann sem grúfði sig ákafur bak við tölvuskjá. Hann kom þó og svaraði fyrstu spurningunni og hvarf svo. Við vildum vita meira aftur var kallað í hann og hann svaraði með fílusvip og hvarf aftur um hæl. Svona gekk þetta í nokkur skifti. Við vorum nú ekki tilbúnar að láta koma svona fram við okkur þar sem þessar vélar 2 sem við höfðum mikinnn áhuga á voru mjög heitar hjá okkur.

Í síðasta skifti sem hann kom þá spurðum við hann hver væri raunverulegi munurinn á vélunum annar er 8000 kr verðmunur. Ekki fengum við nein svör við því en hann benti okkur þó fílulega á vefslóð sem við gætum slegið upp þegar heim kæmi ef við virkilega vildum vita þetta.

Þrátt fyrir þessa hrikalega lélegu þjónustu hjá Ljósmyndavörum áræddi ég að spyrja um verð á nýju batterí í gömlu góðu fuji vélina mína. Þá tók nú ekki betra við, þar sem ég var ekki með vélina vildi afgreiðslustúlkan fyrst að ég færi heim og næði í vélina til að sjá hvernig batterí væri í henni. Þá var mín nú orðin stúrin og bað hana vinsamlegast bara að flétta því upp, enda vélin frá þeim. Jú hafði það í gegn en þá þurfti 4 starfsmenn til að finna út úr því....... Segi ekki meir um þessa verslun en mæli alls ekki með henni þó ég mæli hiklaust með Fuji vélunum.

Fórum svo í Sjónvarpsmiðstöðina, Heimilistæki og bræðurna Ormson. Fengum fína þjónustu þó afgreiðslumennirnir væru misvel að sér þá voru þeir kurteisir og svöruðu flóknum spurningum okkar mæðgnanna eins vel og þeir gátu.

Komumst að því að vél sem var no. 2 hjá okkur í upphafi væri vænlegasti kosturinn. Miklar breytingar hafa verið á vélunum sl. ár og að mikið er lagt á sum nöfn í bransanum. Googluðum svo meir þegar heim kom og vélin sem var komin í 1 sæti er ódýrust í Elko svo þangað verður farið á morgun.

Merkilegt hún er eiginlega ódýrari þar en í fríhöfninni. Svo Palli þú sleppur við myndavélakaup á heimleiðinn frá Kína en mættir alveg kíkja eftir batterí í mína ;-)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ása mín taktu gleði þína á ný því við hjónakornin erum að skella okkur í bæinn á morgun (föstudag) að vísu til Stokkseyrarbakka en látum nú sjá okkur á Sléttunni einhvern daginn ég er nefnilega í 7 daga fríi. Sjáumst.

Nafnlaus sagði...

Sæl Ása - takk fyrir kommentið.Ég lofa að verða duglegri að muna eftir að kommenta hjá þér framvegis ;)
Þú ert líka frábær..Skemmtið ykkur rosa vel á Grímunnni :)
Kveðja María