Merkilegt í öllu góðviðrinu í sumar hvað margir eru tuðandi um slæmt veður. Það er eins og fólk átti sig ekki á því hvar það býr. Í sumar er búið að vera mjög milt veður en rakt. Lítið um kulda og rok og líka sól en að mínu mati hið fínasta veður að mestu miðað við hvar við erum stödd á hnettinum.
Margir samferðamenn mínir eru ekki á sömu skoðun finnst alveg sjálfsagt að eftir kl. 5 á daginn og allar helgar eigi að vera logn og glampandi sól. Annað er vont veður. Svei mér þá ef mér finnst sumir ekki bara heimskir. Þeim hinum sömu finnst eflaust það sama um mig en svona er þetta. Vildi bara aðeins tjá mig í sólinni.
24.7.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Alveg sammála Ása - um landann og veðrið - fólk gerir alltof miklar kröfur og gleymir alveg á hvað belti það býr - við eigum að muna að við eigum gott húsnæði, góð farartæki og tala ekki um góðar flíkur utanum kroppinn og búun í fallegu og friðelskandi landi. Og bara anskotinn hafi það verið ánægð. kv.Gulla
Mikið er ég ánægð að heyra hvað þú ert ánægð með veðrið.Það er kanski annað með fólk sem er alltaf í fríi en okkur hina sem erum útivinnandi og fáum nokkrar vikur á sumri þá er ansi leiðinlegt að fá bara bleytu.
Andskoti finnst mér þetta nú hrokafull athugasemd hjá þér frú anonymous. Það er ekki eins og menn/konur ákveði það að vera öryrkjar og alltaf í fríi eins og þú orðar það svo pent. Held að þau séu oft þung skrefin útaf vinnumarkaðnum og ekkert sem fólk óskar sér. Það að vera öryrki er ekki það sama og að vera alltaf í fríi, a.m.k. myndu foreldrar mínir fremur kjósa að vera á vinnumarkaði ef heilsan leyfði. Það eru bara ekki allir jafn lánsamir og ég og þú að hafa óskerta starfsorku. OG HANANÚ
Kv. Sigrún Ósk
Hver var að tala um öryrkja? Ég hefði frekar átt að segja heima í staðin fyrir fríi sorrý,það eru fleiri heima en öryrkjar tuð og útúrsnúningar ?. Svo biðst ég afsökunar á að hafa ekki skrifað nafnið mitt síðast.Kveðja Auður
Skrifa ummæli