30.11.06
Hláturmild stjórn
Ekki mikið að segja frá í dag var í allskyns sjálfboðavinnu og fundarstússi. Samráðshópur athvarfanna var í dag og mætingin mjög góð. Skemmtilegur hópur sem er að ná saman þar. Partur af Viðsýn átti svo örfund um áríðandi mál. Leysum það.
Hleraði að stjórnarfundurinn í Halanum í gær sem ég missti af hefði verið ansi skemmtilegur. Ármann kom með part af handritinu til að kynna stjórninni og mér skilst að þau hafi velst um af hlátri. Það lofar góðu fyrir skemmtileg vor og gott leiktímabil eftir áramót. Nú er bara að taka ákvörðun hvort maður vill vera með eða gera eitthvað allt annað. Ekki það að það sé nein spurning í mínum huga og þó. Stundum virðist grasið grænna hinumegin.
Allt stefni í mjög svo skemmtilega og annasama helgi hjá mér jólabingó með meiru hjá Sjálfsbjörg, Jólahlaðborð með öllum skemmtilegustu vinum mínun, Jólasmákökuteyti hjá Ollu, umm hlakka til svo leikhúsferð á sunnudagskvöldið. Þetta er það sem mér líkar að hafa fullt að gera þó skrokkurinn reyni af veikum mætti að mótmæla þá hlusta ég ekki núna takk.
Hleraði að stjórnarfundurinn í Halanum í gær sem ég missti af hefði verið ansi skemmtilegur. Ármann kom með part af handritinu til að kynna stjórninni og mér skilst að þau hafi velst um af hlátri. Það lofar góðu fyrir skemmtileg vor og gott leiktímabil eftir áramót. Nú er bara að taka ákvörðun hvort maður vill vera með eða gera eitthvað allt annað. Ekki það að það sé nein spurning í mínum huga og þó. Stundum virðist grasið grænna hinumegin.
Allt stefni í mjög svo skemmtilega og annasama helgi hjá mér jólabingó með meiru hjá Sjálfsbjörg, Jólahlaðborð með öllum skemmtilegustu vinum mínun, Jólasmákökuteyti hjá Ollu, umm hlakka til svo leikhúsferð á sunnudagskvöldið. Þetta er það sem mér líkar að hafa fullt að gera þó skrokkurinn reyni af veikum mætti að mótmæla þá hlusta ég ekki núna takk.
29.11.06
Ingimar til hamingju með afmæli
Litla barnið mitt eins og ég kalla soninn í gríni er 26 ára í dag. Til Hamingu með daginn ástin mín. Mikið eru nú árin fljót að líða, kúturinn liggur í langri og strangri flensu en hefur vonandi list á góðum mat í kvöld. Já og Halli minn til hamingju með daginn í gær.
Dóttirin kom í gær og hjálpaði okkur við að setja upp jólaljós. Nýju fínu ljósin komin í stofugluggan, ákváðum að henda seríunni úr eldhúsglugganum hún var eitthvað léleg svo nú er það bara rúmfó í dag og endurnýja. Mikið var ég sæl með þetta. Já og Palli hillusamstæðuljósin fóru í rúst en dóttirin gat lagað þau án þess að sprengja öryggi :-)
Eitt og annað smálegt af jóladóti er að týnast upp með diggri aðstoð Heklu sem er ekki sátt við skreytingastefnuna fyrir jólin heima hjá sér. En fær útrás hér.
Hey svo er það nýjasta æðið. Fórum fjórar vinkonur á námskeið í skartgripagerð á mánudagskvöldið í Perlukafaranum. Ferlega gaman og merkilegt manni tókst að gera ansi flotta hluti, þó ég segi sjálf frá. Hið merkilega var að við gerðum allra hálsfesti og eyrnalokka en þetta var svo ólíkt hjá okkur að það var ekki findið. Held ég eigi eftir að dútla við þetta áfram. Gaman gaman.
Dóttirin kom í gær og hjálpaði okkur við að setja upp jólaljós. Nýju fínu ljósin komin í stofugluggan, ákváðum að henda seríunni úr eldhúsglugganum hún var eitthvað léleg svo nú er það bara rúmfó í dag og endurnýja. Mikið var ég sæl með þetta. Já og Palli hillusamstæðuljósin fóru í rúst en dóttirin gat lagað þau án þess að sprengja öryggi :-)
Eitt og annað smálegt af jóladóti er að týnast upp með diggri aðstoð Heklu sem er ekki sátt við skreytingastefnuna fyrir jólin heima hjá sér. En fær útrás hér.
Hey svo er það nýjasta æðið. Fórum fjórar vinkonur á námskeið í skartgripagerð á mánudagskvöldið í Perlukafaranum. Ferlega gaman og merkilegt manni tókst að gera ansi flotta hluti, þó ég segi sjálf frá. Hið merkilega var að við gerðum allra hálsfesti og eyrnalokka en þetta var svo ólíkt hjá okkur að það var ekki findið. Held ég eigi eftir að dútla við þetta áfram. Gaman gaman.
26.11.06
Búin með allt ?
Ég er búin að hitta nokkra undanfarna daga sem hæla sér af því að vera búin með allt fyrir jólin. Skil þetta alls ekki þó ég leggi mig alla fram.
Hvað er að vera búin með allt ? Jú sumir segja kaupa jólagjafirnar allar. Mér finnst ekki allt búið þá. Jú á mínu heimili tíðkast að pakka þeim inn og koma þeim af sér. Trúi ekki að fólk sé búið að því. Hvað með aðventukransinn er búið að búa hann til og brenna hann niður? Er fólk búið að senda jólakort trúi því ekki heldur. Er fólk búið að skúra skrúbba og bóna? Aumingja það þá verður grútskítugt hjá þeim á jólunum. Er fólk búið að fara á jólatónleika, baka, föndra, kaupa jólafötin, setja eða taka úr skónum, finna barnið í sér og svona mætti lengi telja. Skil ekki alveg þennan hugsunarhátt eða framsetningu.
Hvað með að njóta aðventunnar hverrar trúar sem maður svosem er þessarrar tilbreytingu í skammdegi Íslands. Njóta samverunnar með fjölskyldu og vinum. Njóta þess að gera þær jólahefðir sem tíðkast í hverri fjölskyldu. Njóta þess að vera til. Æ var bara að hugsa.......
Hvað er að vera búin með allt ? Jú sumir segja kaupa jólagjafirnar allar. Mér finnst ekki allt búið þá. Jú á mínu heimili tíðkast að pakka þeim inn og koma þeim af sér. Trúi ekki að fólk sé búið að því. Hvað með aðventukransinn er búið að búa hann til og brenna hann niður? Er fólk búið að senda jólakort trúi því ekki heldur. Er fólk búið að skúra skrúbba og bóna? Aumingja það þá verður grútskítugt hjá þeim á jólunum. Er fólk búið að fara á jólatónleika, baka, föndra, kaupa jólafötin, setja eða taka úr skónum, finna barnið í sér og svona mætti lengi telja. Skil ekki alveg þennan hugsunarhátt eða framsetningu.
Hvað með að njóta aðventunnar hverrar trúar sem maður svosem er þessarrar tilbreytingu í skammdegi Íslands. Njóta samverunnar með fjölskyldu og vinum. Njóta þess að gera þær jólahefðir sem tíðkast í hverri fjölskyldu. Njóta þess að vera til. Æ var bara að hugsa.......
Tókst að halda mér rólegri ;-)
Já það tókst nokkuð vel að slappa af þessa helgina. Tókum í gúrku í gærkveldi með labbakútunum þar til þumalputtinn gafst upp. Svaf svo út í morgun. Lá svo í sófanum fram eftir degi við blaðalestur og sjónvarpsflettingar. Þurfti reyndar að rífa mig upp um miðjan dag þar sem neyðarástand skapaðist á heimilinu enginn ostur til .......... Þar sem straujárnið gaf upp öndina í stíl við hin heimilistækin var farið í musteri mammons og verslað í einn poka eða svo. Nágrannarnir kíktu svo í kaffi og spjall. Já svona næstum tóm leti alla helgina og kósýheit.
Öddi fór svo í Bridge í kvöld og ég tók mig til og reif niður allar gardínur heimilisins. Á morgun verða svo gluggarnir þvegnir. Og þá fyrst byrjar gamanið og jólakassarnir verða opnaðir hver á fætur öðrum. Hlakka mikið til að setja upp nýju seríuna sem ég keypti eftir jól í fyrra á útsölu í stofugluggann. Vígði nýja straujárnið áðan, það virkar vel.
Bráðum koma blessuð jólin.....................
Öddi fór svo í Bridge í kvöld og ég tók mig til og reif niður allar gardínur heimilisins. Á morgun verða svo gluggarnir þvegnir. Og þá fyrst byrjar gamanið og jólakassarnir verða opnaðir hver á fætur öðrum. Hlakka mikið til að setja upp nýju seríuna sem ég keypti eftir jól í fyrra á útsölu í stofugluggann. Vígði nýja straujárnið áðan, það virkar vel.
Bráðum koma blessuð jólin.....................
25.11.06
Allt að róast
Jæja þá fer að róast hjá mér aftur eftir verkefni haustsins.
Föstudagurinn hófst með mikilli baráttustöðu fyrir utan ráðherrabústaðinn. Þar sem við komum saman meðan ríkisstjórnarfundur var og mótmæltum svikum menntamálaráðherra við Fjölmenntina á Túngötunni. Mikil stemming var og gaman, allir ráðherrar fengu afhenta ályktunina frá baráttufundinum á miðvikudag og útprent af mbl.is, þar sem menntamálaráðherra lofaði að tryggja málefninu nægt fjármagn. Við vorum nú að hugsa sum meðan við stóðum þarna fyrir utan undir eftirliti lögreglu að ekki þyrftum við nú meira fjármagn en sem næmi tveimur ráðherrabílum sem stóðu þarna svartir og gljáfægðir á meðan.
Skunduðum svo á Alþingi þar sem setjast átti á þingpalla meðan atkvæðagreiðsla um fjárlögin stæðu yfir. En lýðræðið er nú skrítið þar núna ekki má hleypa meir en 28 upp þar sem ekki eru fleiri sæti. Man nú vel þá tíð ekki fyrir margt löngu að maður stóð þarna í stöppu að fylgjast með. Kannski erum við orðin svo hættulegur flokkur öryrkjaskríllinn að ekki sé þorandi að leyfa okkur að sitja á þingpöllunum. Allavega var okkur úthýst.
Í gærkvöld var svo lokasýning á Þjóðarsálinni frábær sýning og skemmtilegt samstarf sem nú er lokið. Mikill tregi í gangi. Flott lokapartý með rauðu þema. Ég á eftir að sakna þess hóps þar er á hreinu.
Gallinn við leiklistarverkefni er að þau eru svo krefjandi yfirleitt að maður dettur oftast í tómarúm fyrst á eftir. Í þessu tilviki var þetta kannski ekki svo krefjandi fyrir mig en maður kynntist fullt af fólki sem maður á kannski ekki eftir að hitta svo mikið meir. Snökt snökt.
Í dag dreif ég mig svo á fund hjá Kvennahreyfingu ÖBÍ þar sem minn kæri prestur séra Auður Eir flutti erindi og kom færandi hendi. Alltaf mannbætandi að eiga stund með þeirri konu. Og öllum hinum sem komu.
Stebba kom svo í kaffi og við áttum saman notalegt spjall yfir kaffibolla og skipulögðum ýmislegt og skráðum okkur ma. á námskeið í skartgripagerð ásamt 2 öðrum vinkonum eigum bara eftir að segja þeim frá því :-)
Svo drifum við hjónakornin okkur upp í fjöllin og heimsóttum dóttur okkar og fjölskyldu þar sem okkur var boðið upp á dýrindis marenstertu og notalegheit.
Ætla nú að kveikja á kertum og hafa það kósi áfram það sem eftirlifir dags.
Föstudagurinn hófst með mikilli baráttustöðu fyrir utan ráðherrabústaðinn. Þar sem við komum saman meðan ríkisstjórnarfundur var og mótmæltum svikum menntamálaráðherra við Fjölmenntina á Túngötunni. Mikil stemming var og gaman, allir ráðherrar fengu afhenta ályktunina frá baráttufundinum á miðvikudag og útprent af mbl.is, þar sem menntamálaráðherra lofaði að tryggja málefninu nægt fjármagn. Við vorum nú að hugsa sum meðan við stóðum þarna fyrir utan undir eftirliti lögreglu að ekki þyrftum við nú meira fjármagn en sem næmi tveimur ráðherrabílum sem stóðu þarna svartir og gljáfægðir á meðan.
Skunduðum svo á Alþingi þar sem setjast átti á þingpalla meðan atkvæðagreiðsla um fjárlögin stæðu yfir. En lýðræðið er nú skrítið þar núna ekki má hleypa meir en 28 upp þar sem ekki eru fleiri sæti. Man nú vel þá tíð ekki fyrir margt löngu að maður stóð þarna í stöppu að fylgjast með. Kannski erum við orðin svo hættulegur flokkur öryrkjaskríllinn að ekki sé þorandi að leyfa okkur að sitja á þingpöllunum. Allavega var okkur úthýst.
Í gærkvöld var svo lokasýning á Þjóðarsálinni frábær sýning og skemmtilegt samstarf sem nú er lokið. Mikill tregi í gangi. Flott lokapartý með rauðu þema. Ég á eftir að sakna þess hóps þar er á hreinu.
Gallinn við leiklistarverkefni er að þau eru svo krefjandi yfirleitt að maður dettur oftast í tómarúm fyrst á eftir. Í þessu tilviki var þetta kannski ekki svo krefjandi fyrir mig en maður kynntist fullt af fólki sem maður á kannski ekki eftir að hitta svo mikið meir. Snökt snökt.
Í dag dreif ég mig svo á fund hjá Kvennahreyfingu ÖBÍ þar sem minn kæri prestur séra Auður Eir flutti erindi og kom færandi hendi. Alltaf mannbætandi að eiga stund með þeirri konu. Og öllum hinum sem komu.
Stebba kom svo í kaffi og við áttum saman notalegt spjall yfir kaffibolla og skipulögðum ýmislegt og skráðum okkur ma. á námskeið í skartgripagerð ásamt 2 öðrum vinkonum eigum bara eftir að segja þeim frá því :-)
Svo drifum við hjónakornin okkur upp í fjöllin og heimsóttum dóttur okkar og fjölskyldu þar sem okkur var boðið upp á dýrindis marenstertu og notalegheit.
Ætla nú að kveikja á kertum og hafa það kósi áfram það sem eftirlifir dags.
22.11.06
Útfríkun
Félagsamálafríkið í mér fríkaði út í dag algerlega. Sagði hér einhvern tímann að ég væri félagsmálafrík og held sú nafngift hafi sannað sig vel í dag.
Í morgun átti ég leynifund með vinkonu (ekki orð um það meir).
Kl. 1 fundur í Tryggingastofnum þar sem ég var sem fulltrúi Sjálfsbjargar. Samstarf um kynningarmál neglt niður. Stuttur góður og árangursríkur fundur sem líka ber með sér fleiri verkefni.
kl. 2. fundur í Vin með Guggu vegna heimsókna í sjálfshjálparhópa í Borgarnesi og Akranesi annaðkvöld. Alltaf jafn ljúft að vinna með henni og gefandi.
Kl. 4. Baráttufundur hjá Geðhjálp vegna Fjölmenntar þar sem allt stefnir í að þeim góða skóla verði lokað um áramót þrátt fyrir fögur loforð. Skipulögð mótmæli samþykkt ályktun ofl. Kröftugur og góður fundur þar sem mikill hiti var í fólki. Gæti skrifað langhund um skólann og hvað hann hefur gert fyrir mig, mína nánustu vini ofl. ofl. en ætla að sleppa því núna. Kannski seinna.
Kl. 6.15 var svo stjórnarfundur hjá Halaleikhópnum sem stóð í rúma 2 tíma....
Mikið að ræða og afgreiða. Enda mikið starf framundan.
Allavega þegar ég loks skreið heim var ég dauðþreytt.
Á morgun eru svo bara 2 fundir ;-)
Í morgun átti ég leynifund með vinkonu (ekki orð um það meir).
Kl. 1 fundur í Tryggingastofnum þar sem ég var sem fulltrúi Sjálfsbjargar. Samstarf um kynningarmál neglt niður. Stuttur góður og árangursríkur fundur sem líka ber með sér fleiri verkefni.
kl. 2. fundur í Vin með Guggu vegna heimsókna í sjálfshjálparhópa í Borgarnesi og Akranesi annaðkvöld. Alltaf jafn ljúft að vinna með henni og gefandi.
Kl. 4. Baráttufundur hjá Geðhjálp vegna Fjölmenntar þar sem allt stefnir í að þeim góða skóla verði lokað um áramót þrátt fyrir fögur loforð. Skipulögð mótmæli samþykkt ályktun ofl. Kröftugur og góður fundur þar sem mikill hiti var í fólki. Gæti skrifað langhund um skólann og hvað hann hefur gert fyrir mig, mína nánustu vini ofl. ofl. en ætla að sleppa því núna. Kannski seinna.
Kl. 6.15 var svo stjórnarfundur hjá Halaleikhópnum sem stóð í rúma 2 tíma....
Mikið að ræða og afgreiða. Enda mikið starf framundan.
Allavega þegar ég loks skreið heim var ég dauðþreytt.
Á morgun eru svo bara 2 fundir ;-)
Bullmolar
María sendi mér þessar yndislegu ambögur vildi bara deila þeim með ykkur.
Íslenskan er lifandi mál, ekki satt? ;-)
Það er ekki hundur í hettunni -(...það er ekki hundrað í hættunni...)
Það er ljóst hver ríður rækjum hér -(...það er ljóst hver ræður ríkjum hér.)
Þetta er ekki upp í kött á nesi -(...ekki upp í nös á ketti)
Mér er nú ekkert að landbúnaði...
Allt fór afsíðis sem gat farið afsíðis...
Þessi peysa er mjög lauslát...
Þau eiga þvílíka myllu, lifa eins og greifingjar og leika á alls eggi...
Hann sló tvær flugur í sama höfuðið...
Þarna hefði ég sko viljað vera dauð fluga á vegg...
Ég sá svo sætan strák að ég fór alveg fram hjá mér...
Ég var svo þreyttur að ég henti mér undir rúm...
Hann sat bara eftir með súrt eplið...
Og, nú, góðir farþegar, er einmitt fengitími melóna...
Ég hreinlega vissi ekki í hvorn fótinn ég átti að setjast...
Þar stóð hundurinn í kúnni... -(Þar lá hundurinn grafinn... Þar stóð hnífurinn í kúnni.)
Maður fer í bæinn til að sjá sig og sýna aðra...
Svo handflettir maður rjúpurnar...
Já, fólk núorðið er svo loðið á milli lappanna...
Hún nagaði sig í handakrikann
Mestu handfarir sem riðið hafa yfir Vestmannaeyjar
Flísarnar eru miklu varanlegri en allt annað
Falla á mann tvær grímur
Hellti upp á eina Pizzu Fauk saman við yfirmann sinn
Má ég millileggja þetta á reikninginn ykkar
Erfitt fyrir fólk með skammtímaþunglyndi
Ég var svo horuð að ég leit út eins og Sóríasissjúklingur
Það væri nú til að kóróna alveg mælinn
Eins og að skvetta eldi
Það gengur alltaf allt á afturendanum á henni
Sumir taka alltaf allan rjómann
Getum ekki horft hvort á aðra
Kannski þykknar í mér pundið
Þetta var svona orðatækifæri
Hún á náttúrulega að fá greitt fyrir afturgengið orlof
Skírður eftir höfuðið á honum
Flokkast undir kynferðislegt álag
Það er enginn millivegur á þér
Við verðum að leggja okkur í spor barnanna okkar
Fór í klippingu og lét rótfylla á sér hárið
Hjartað hamaðist í höfðinu á henni
Sérðu snjóhryllingana
Kemur seint eftir dúk og disk
Augun voru alveg risastór við hliðina á höfðinu
Við verðum að reka okkur vel á
Ég skal sko troða því niðrí hann
Reisa sér hurðarás yfir öxlina
Vissi ekki í hvort skrefið ég ætti að stíga
Vissi í hvora löppina ég átti að fara
Málið með vexti
Vitum aldrei okkar ævi fyrirfram
Stilla fólki uppfyrir vegg
Íslenskan er lifandi mál, ekki satt? ;-)
Það er ekki hundur í hettunni -(...það er ekki hundrað í hættunni...)
Það er ljóst hver ríður rækjum hér -(...það er ljóst hver ræður ríkjum hér.)
Þetta er ekki upp í kött á nesi -(...ekki upp í nös á ketti)
Mér er nú ekkert að landbúnaði...
Allt fór afsíðis sem gat farið afsíðis...
Þessi peysa er mjög lauslát...
Þau eiga þvílíka myllu, lifa eins og greifingjar og leika á alls eggi...
Hann sló tvær flugur í sama höfuðið...
Þarna hefði ég sko viljað vera dauð fluga á vegg...
Ég sá svo sætan strák að ég fór alveg fram hjá mér...
Ég var svo þreyttur að ég henti mér undir rúm...
Hann sat bara eftir með súrt eplið...
Og, nú, góðir farþegar, er einmitt fengitími melóna...
Ég hreinlega vissi ekki í hvorn fótinn ég átti að setjast...
Þar stóð hundurinn í kúnni... -(Þar lá hundurinn grafinn... Þar stóð hnífurinn í kúnni.)
Maður fer í bæinn til að sjá sig og sýna aðra...
Svo handflettir maður rjúpurnar...
Já, fólk núorðið er svo loðið á milli lappanna...
Hún nagaði sig í handakrikann
Mestu handfarir sem riðið hafa yfir Vestmannaeyjar
Flísarnar eru miklu varanlegri en allt annað
Falla á mann tvær grímur
Hellti upp á eina Pizzu Fauk saman við yfirmann sinn
Má ég millileggja þetta á reikninginn ykkar
Erfitt fyrir fólk með skammtímaþunglyndi
Ég var svo horuð að ég leit út eins og Sóríasissjúklingur
Það væri nú til að kóróna alveg mælinn
Eins og að skvetta eldi
Það gengur alltaf allt á afturendanum á henni
Sumir taka alltaf allan rjómann
Getum ekki horft hvort á aðra
Kannski þykknar í mér pundið
Þetta var svona orðatækifæri
Hún á náttúrulega að fá greitt fyrir afturgengið orlof
Skírður eftir höfuðið á honum
Flokkast undir kynferðislegt álag
Það er enginn millivegur á þér
Við verðum að leggja okkur í spor barnanna okkar
Fór í klippingu og lét rótfylla á sér hárið
Hjartað hamaðist í höfðinu á henni
Sérðu snjóhryllingana
Kemur seint eftir dúk og disk
Augun voru alveg risastór við hliðina á höfðinu
Við verðum að reka okkur vel á
Ég skal sko troða því niðrí hann
Reisa sér hurðarás yfir öxlina
Vissi ekki í hvort skrefið ég ætti að stíga
Vissi í hvora löppina ég átti að fara
Málið með vexti
Vitum aldrei okkar ævi fyrirfram
Stilla fólki uppfyrir vegg
20.11.06
Kjötsúpukvöld og rólegheit
Eftir angur síðustu viku ákvað ég að skella kjötsúpu í stærsta pottinn minn og bjóða fjölskyldunni í mat. Allir sem á landinu voru komu nema Gabríel sem var upptekinn annars staðar. Þetta var notaleg stundi sem maður gerir allt of lítið af.
Á sunnudaginn lá maður svo bara undir teppi í vonda veðrinu og hafði það kósý, föndraði smá en aðallega slöppuðum við hjónakornin á og var ekki vanþörf á.
Stebbi bróðir hringdi svo í gærkvöldi og áttum við langt spjall saman. Hvað er meira virði en góð fjölskylda. Alla vega er ég mjög ánægð með mína þó meiri partur hennar sé erlendis.
17.11.06
Ekki er séð fyrir endann á ævintýrinu
Fengum hringingu frá tryggingarfélaginu í dag. Bíllinn talinn ónýtur....................
Of dýrt að gera við hann.
Bílastyrkur ekki í boði fyrr en 1. mars kerfið er svo seint og óliðlegt arg.......
Þurfum stærri bíl og því dýrari en buddan leyfir sama hvað hún er undin.
Fórum og skoðuðum bílaliftur í dag.............
Kíkið á þetta . Jón bílabreytir mælir með þessu fyrir Örn eða Caddy life.........
Nú er mikið hugs hugs í gangi og rýkur úr kollunum á okkur.
Allar tillögur velþegnar.
Of dýrt að gera við hann.
Þeir bjóða smáaura fyrir elskuna mína og málið dautt.
Nú eru góð ráð dýr og vandfundin.Bílastyrkur ekki í boði fyrr en 1. mars kerfið er svo seint og óliðlegt arg.......
Þurfum stærri bíl og því dýrari en buddan leyfir sama hvað hún er undin.
Fórum og skoðuðum bílaliftur í dag.............
Kíkið á þetta . Jón bílabreytir mælir með þessu fyrir Örn eða Caddy life.........
Nú er mikið hugs hugs í gangi og rýkur úr kollunum á okkur.
Allar tillögur velþegnar.
16.11.06
Stiklur
Rakst á þetta á netinu vildi bara deila þessu með ykkur. Eitt af mörgum verkefnum sem ég er á kafi í.
Annars lítið að frétta ég er enn miður mín eftir áreksturinn. Skil þetta bara alls ekki.
Er dottin í jólaföndrið með misjöfnum árangri.
Leiklistarnámskeiðið búið.
Kafi líka í félagsmálum, fundir flesta daga eða vinna kringum það.
Gigtin í stuði, öll stirð og stíf með tilheyrandi verkjum og sársaukafullri meðferð.
4 sýningar eftir á Þjóðarsálinni svo ef einhver á eftir að sjá þessa skemmtilegu sýningu þá drífa sig og panta miða í síma 694-8900
Víðsýn fékk frábærar fréttir í dag svo við brosum allan hringinn. Traustur styrktaraðili skaut fótum undir okkur til lengri tíma :-)
Annars lítið að frétta ég er enn miður mín eftir áreksturinn. Skil þetta bara alls ekki.
Er dottin í jólaföndrið með misjöfnum árangri.
Leiklistarnámskeiðið búið.
Kafi líka í félagsmálum, fundir flesta daga eða vinna kringum það.
Gigtin í stuði, öll stirð og stíf með tilheyrandi verkjum og sársaukafullri meðferð.
4 sýningar eftir á Þjóðarsálinni svo ef einhver á eftir að sjá þessa skemmtilegu sýningu þá drífa sig og panta miða í síma 694-8900
Víðsýn fékk frábærar fréttir í dag svo við brosum allan hringinn. Traustur styrktaraðili skaut fótum undir okkur til lengri tíma :-)
13.11.06
Gott og slæmt
Já sumir dagar eru skrítnari en aðrir. Í dag var ég á frábæru námskeiði með Ron Coleman um þá sem heyra raddir og hvernig maður fæst við það. Afar merkilegur og fræðandi dagur og ekki síður skemmtilegur og gefur manni ýmsar góðar vonir.
Þurfti að rjúka í hádeginu á mjög mikilvægan fund og fór á hundraðinu niður í bæ. Komst þá að því að viðkomandi lá í veikindum ;-) Finnst nú að opinberar stofnanir geti nú látið mann vita. En allavega varð það til þess að ég fór og gat klárað námskeiðið.
Fór svo og sótti Heklu við skelltum okkur á kaffihús og fórum svo að sækja leikhúsmiða sem ég vann á leikhús.is á Sitji Guðs Englar í Þjóðleikhúsinu. Erum báðar fullar tilhlökkunar eftir að nota þá. Gaman gaman.
En gamanið átti eftir að kárna heldur betur. Skutlaðist eftir Ingimar og tók smá aukakrók fyrir hann, haldiði að ég hafi ekki lent aftan á öðrum bíl, skil þetta ekki enn, var ekki á mikilli ferð, með fulla athygli, engin hálka, en þegar bílinn fyrir framan mig og bílinn fyrir framan hann snarhemla þá var bara minn bíll ekki eins fljótur að stoppa og bomm.
Guði sé lof engin slys á fólki en bíllinn minn er mikið skemmdur að framan hinn lítið. Og ég í órétti. Ég er svo fúl að ég ætla ekki að reyna að lýsa því einu sinni. Sem betur fer er ég enn með hann í kaskó, en samt..................
Dreif mig samt í saumaklúbb í gær þar sem við þæfðum engla, ég reyndar líka jólasvein, kláraði ekki en náði geðinu aðeins upp. Set mynd inn þegar ég klára.
Þurfti að rjúka í hádeginu á mjög mikilvægan fund og fór á hundraðinu niður í bæ. Komst þá að því að viðkomandi lá í veikindum ;-) Finnst nú að opinberar stofnanir geti nú látið mann vita. En allavega varð það til þess að ég fór og gat klárað námskeiðið.
Fór svo og sótti Heklu við skelltum okkur á kaffihús og fórum svo að sækja leikhúsmiða sem ég vann á leikhús.is á Sitji Guðs Englar í Þjóðleikhúsinu. Erum báðar fullar tilhlökkunar eftir að nota þá. Gaman gaman.
En gamanið átti eftir að kárna heldur betur. Skutlaðist eftir Ingimar og tók smá aukakrók fyrir hann, haldiði að ég hafi ekki lent aftan á öðrum bíl, skil þetta ekki enn, var ekki á mikilli ferð, með fulla athygli, engin hálka, en þegar bílinn fyrir framan mig og bílinn fyrir framan hann snarhemla þá var bara minn bíll ekki eins fljótur að stoppa og bomm.
Guði sé lof engin slys á fólki en bíllinn minn er mikið skemmdur að framan hinn lítið. Og ég í órétti. Ég er svo fúl að ég ætla ekki að reyna að lýsa því einu sinni. Sem betur fer er ég enn með hann í kaskó, en samt..................
Dreif mig samt í saumaklúbb í gær þar sem við þæfðum engla, ég reyndar líka jólasvein, kláraði ekki en náði geðinu aðeins upp. Set mynd inn þegar ég klára.
9.11.06
8.11.06
Takk Hugarafl og Hekla snillingur
Í gær fór ég í yndislegan göngutúr út í óvissuna með samráðshóp úrræðanna eins og við köllum okkur. Það er hópur sem hittist mánaðarlega og fundar. Þetta er hópur sem samstendur af flestum þeim úrræðum utan stofnana sem eru í boði fyrir geðfatlaða.
Á síðasta fundi var ákveðið að prófa að stefna fólki saman í gönguferð. Hugarafl reið á vaðið og skipulagði fyrstu gönguna. Hist var á Hlemmi þar sem óvissuferðin hófst, kalt var í veðri en 12 vaskir göngumenn mættu til í slaginn.
Fyrst var gengið niðurá Snorrabraut þar sem listaverk Kjuregej Alexandra Argunova gerði á vegg kringum garðinn sinn. Síðan var kíkt í glugga á gallerí og haldið upp á Skólavörðuholtið gegnum húsasund. Sundhöllin og Heilsugæslustöðin skoðuð að utan. Og svo skelltum við okkur upp í turn á Hallgrímskirkju það var mjög gaman að rifja það upp. Síðan skoðuðum við garðinn hjá listasafni Einars Jónssonar. Þá gengum við niður Þingholtið eftir hinum ýmsu stígum og skoðuðum bakgarða og gömul hús. Ég gekk Válastíg í fyrsta sinn held ég örugglega. Enduðum svo í listakaffi á Listasafni Íslands.
Þessi ferð var einstaklega vel heppnuð og samstaðan og stemmingin einstök. Hugaraflsfólk fær mikið hrós frá mér og þakklæti fyrir þessa dagsstund.
Annars er lífið leiklist og félagsmál eða ég er að reyna að hafa það svoleiðis þessa dagana. En gigtarfjandinn vill líka stjórna einum of finnst mér. Spurningin er hvort okkar verður þrjóskari þessa dagana. Þoli ekki þegar völdin eru tekin af mér.
Næstum búin að gleyma að segja frá afrekum prinsessunnar, hún var að fá úrslit úr skólaprófunum fyrir helgi og eins og vanalega er ég að rifna úr stolti. Er annað hægt.
Íslenska: Verkefni 8,5, Vinna 9,5, Próf 9,5. Umsögn: Vinnur vel. Mætti vera vandvirkari. Hefur gott vald á stafsetningu.
Lestur: Lesskilningur 10.0 Lestur/framsögn 7,4. Umsögn: Lesskilningur mjög góður.
Stærðfræði: Verkefni 10,0, vinna 9,0, próf 9,5. Umsögn: Er mjög vinnusöm. Skilningur mjög góður.
Náttúrufræði: Vinna 9,5, próf 8,0.
Á síðasta fundi var ákveðið að prófa að stefna fólki saman í gönguferð. Hugarafl reið á vaðið og skipulagði fyrstu gönguna. Hist var á Hlemmi þar sem óvissuferðin hófst, kalt var í veðri en 12 vaskir göngumenn mættu til í slaginn.
Fyrst var gengið niðurá Snorrabraut þar sem listaverk Kjuregej Alexandra Argunova gerði á vegg kringum garðinn sinn. Síðan var kíkt í glugga á gallerí og haldið upp á Skólavörðuholtið gegnum húsasund. Sundhöllin og Heilsugæslustöðin skoðuð að utan. Og svo skelltum við okkur upp í turn á Hallgrímskirkju það var mjög gaman að rifja það upp. Síðan skoðuðum við garðinn hjá listasafni Einars Jónssonar. Þá gengum við niður Þingholtið eftir hinum ýmsu stígum og skoðuðum bakgarða og gömul hús. Ég gekk Válastíg í fyrsta sinn held ég örugglega. Enduðum svo í listakaffi á Listasafni Íslands.
Þessi ferð var einstaklega vel heppnuð og samstaðan og stemmingin einstök. Hugaraflsfólk fær mikið hrós frá mér og þakklæti fyrir þessa dagsstund.
Annars er lífið leiklist og félagsmál eða ég er að reyna að hafa það svoleiðis þessa dagana. En gigtarfjandinn vill líka stjórna einum of finnst mér. Spurningin er hvort okkar verður þrjóskari þessa dagana. Þoli ekki þegar völdin eru tekin af mér.
Næstum búin að gleyma að segja frá afrekum prinsessunnar, hún var að fá úrslit úr skólaprófunum fyrir helgi og eins og vanalega er ég að rifna úr stolti. Er annað hægt.
Íslenska: Verkefni 8,5, Vinna 9,5, Próf 9,5. Umsögn: Vinnur vel. Mætti vera vandvirkari. Hefur gott vald á stafsetningu.
Lestur: Lesskilningur 10.0 Lestur/framsögn 7,4. Umsögn: Lesskilningur mjög góður.
Stærðfræði: Verkefni 10,0, vinna 9,0, próf 9,5. Umsögn: Er mjög vinnusöm. Skilningur mjög góður.
Náttúrufræði: Vinna 9,5, próf 8,0.
2.11.06
Næturævintýri
Var að koma úr 40 ára afmæli hjá Samkór Kópavogs, frábærir tónleikar. Takk fyrir Olla mín.
Er annars hálf beygluð öll í dag. Fann fyrir ellinni einhvernveginn. Rifbeinin eru búin að vera í stuði síðustu daga og kvalirnar mig lifandi að drepa, en ég læt það svo sem ekkert aftra mér. Ég er mjög meðvituð um að leyfa ekki verkjum og vanlíðan ná tangarhaldi á lífi mínu. Þau eru búin að fá sinn tíma og nú er minn tími.
Veit ekki hvort þið skiljið hvað ég er að fara. En það er þannig að maður er líkami og sál og það er hægt að skilja að líðan á þessum tveimur sviðum, þó þau séu nátengd eins og ég veit best sjálf. Þegar ég á svona daga eins og undanfarið þá reyni ég að passa að hafa heilann svo upptekinn að líkaminn komist sem minnst að.
Æ hvaða bull er þetta ég get ekki einu sinni útskýrt það sjálf ;-)
En allavega þá var Hekla hjá okkur í gær og dag enda komin í viku vetrarfrí og múttan flogin til Köben, alltaf jafnindælt að hafa prinsessuna hjá sér. Nema í nótt hún var komin með hita í gærkvöldi og sofnaði snemma. Kl. 2 í nótt reis hún upp í rúminu með látum og vildi á fætur því hún gæti ekki sofið. Þetta er svo ólíkt minni sem er alltaf eins og hugur manns. Sú stutta var bara æst og sjóðheit. Mér tókst að lempa hana og knúsa hana í ró aftur og uppí rúm til okkar kom hún og sættist á að fara að sofa aftur. Eftir smábags með kodda og sængur sofnaði hún öfug í rúminu á milli okkar. Sem sagt höfuðið til fóta.
Ég var rétt að sofna aftur þegar hún byrjaði mikinn stríðsdans með fótunum sem voru rétt við andlitið á mér. Svoleiðis gekk það alla nóttina og svefn minn varð ekki mikill. Komst að því í morgun að ég væri gömul ;-( Er það nema von ég segi ekki annað.
Sú stutta er að hressast og ég líka ;-)
Er annars hálf beygluð öll í dag. Fann fyrir ellinni einhvernveginn. Rifbeinin eru búin að vera í stuði síðustu daga og kvalirnar mig lifandi að drepa, en ég læt það svo sem ekkert aftra mér. Ég er mjög meðvituð um að leyfa ekki verkjum og vanlíðan ná tangarhaldi á lífi mínu. Þau eru búin að fá sinn tíma og nú er minn tími.
Veit ekki hvort þið skiljið hvað ég er að fara. En það er þannig að maður er líkami og sál og það er hægt að skilja að líðan á þessum tveimur sviðum, þó þau séu nátengd eins og ég veit best sjálf. Þegar ég á svona daga eins og undanfarið þá reyni ég að passa að hafa heilann svo upptekinn að líkaminn komist sem minnst að.
Æ hvaða bull er þetta ég get ekki einu sinni útskýrt það sjálf ;-)
En allavega þá var Hekla hjá okkur í gær og dag enda komin í viku vetrarfrí og múttan flogin til Köben, alltaf jafnindælt að hafa prinsessuna hjá sér. Nema í nótt hún var komin með hita í gærkvöldi og sofnaði snemma. Kl. 2 í nótt reis hún upp í rúminu með látum og vildi á fætur því hún gæti ekki sofið. Þetta er svo ólíkt minni sem er alltaf eins og hugur manns. Sú stutta var bara æst og sjóðheit. Mér tókst að lempa hana og knúsa hana í ró aftur og uppí rúm til okkar kom hún og sættist á að fara að sofa aftur. Eftir smábags með kodda og sængur sofnaði hún öfug í rúminu á milli okkar. Sem sagt höfuðið til fóta.
Ég var rétt að sofna aftur þegar hún byrjaði mikinn stríðsdans með fótunum sem voru rétt við andlitið á mér. Svoleiðis gekk það alla nóttina og svefn minn varð ekki mikill. Komst að því í morgun að ég væri gömul ;-( Er það nema von ég segi ekki annað.
Sú stutta er að hressast og ég líka ;-)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)