22.11.06

Bullmolar

María sendi mér þessar yndislegu ambögur vildi bara deila þeim með ykkur.

Íslenskan er lifandi mál, ekki satt? ;-)
Það er ekki hundur í hettunni -(...það er ekki hundrað í hættunni...)
Það er ljóst hver ríður rækjum hér -(...það er ljóst hver ræður ríkjum hér.)
Þetta er ekki upp í kött á nesi -(...ekki upp í nös á ketti)
Mér er nú ekkert að landbúnaði...
Allt fór afsíðis sem gat farið afsíðis...
Þessi peysa er mjög lauslát...
Þau eiga þvílíka myllu, lifa eins og greifingjar og leika á alls eggi...
Hann sló tvær flugur í sama höfuðið...
Þarna hefði ég sko viljað vera dauð fluga á vegg...
Ég sá svo sætan strák að ég fór alveg fram hjá mér...
Ég var svo þreyttur að ég henti mér undir rúm...
Hann sat bara eftir með súrt eplið...
Og, nú, góðir farþegar, er einmitt fengitími melóna...
Ég hreinlega vissi ekki í hvorn fótinn ég átti að setjast...
Þar stóð hundurinn í kúnni... -(Þar lá hundurinn grafinn... Þar stóð hnífurinn í kúnni.)
Maður fer í bæinn til að sjá sig og sýna aðra...
Svo handflettir maður rjúpurnar...
Já, fólk núorðið er svo loðið á milli lappanna...
Hún nagaði sig í handakrikann
Mestu handfarir sem riðið hafa yfir Vestmannaeyjar
Flísarnar eru miklu varanlegri en allt annað
Falla á mann tvær grímur
Hellti upp á eina Pizzu Fauk saman við yfirmann sinn
Má ég millileggja þetta á reikninginn ykkar
Erfitt fyrir fólk með skammtímaþunglyndi
Ég var svo horuð að ég leit út eins og Sóríasissjúklingur
Það væri nú til að kóróna alveg mælinn
Eins og að skvetta eldi
Það gengur alltaf allt á afturendanum á henni
Sumir taka alltaf allan rjómann
Getum ekki horft hvort á aðra
Kannski þykknar í mér pundið
Þetta var svona orðatækifæri
Hún á náttúrulega að fá greitt fyrir afturgengið orlof
Skírður eftir höfuðið á honum
Flokkast undir kynferðislegt álag
Það er enginn millivegur á þér
Við verðum að leggja okkur í spor barnanna okkar
Fór í klippingu og lét rótfylla á sér hárið
Hjartað hamaðist í höfðinu á henni
Sérðu snjóhryllingana
Kemur seint eftir dúk og disk
Augun voru alveg risastór við hliðina á höfðinu
Við verðum að reka okkur vel á
Ég skal sko troða því niðrí hann
Reisa sér hurðarás yfir öxlina
Vissi ekki í hvort skrefið ég ætti að stíga
Vissi í hvora löppina ég átti að fara
Málið með vexti
Vitum aldrei okkar ævi fyrirfram
Stilla fólki uppfyrir vegg

Engin ummæli: