Já það tókst nokkuð vel að slappa af þessa helgina. Tókum í gúrku í gærkveldi með labbakútunum þar til þumalputtinn gafst upp. Svaf svo út í morgun. Lá svo í sófanum fram eftir degi við blaðalestur og sjónvarpsflettingar. Þurfti reyndar að rífa mig upp um miðjan dag þar sem neyðarástand skapaðist á heimilinu enginn ostur til .......... Þar sem straujárnið gaf upp öndina í stíl við hin heimilistækin var farið í musteri mammons og verslað í einn poka eða svo. Nágrannarnir kíktu svo í kaffi og spjall. Já svona næstum tóm leti alla helgina og kósýheit.
Öddi fór svo í Bridge í kvöld og ég tók mig til og reif niður allar gardínur heimilisins. Á morgun verða svo gluggarnir þvegnir. Og þá fyrst byrjar gamanið og jólakassarnir verða opnaðir hver á fætur öðrum. Hlakka mikið til að setja upp nýju seríuna sem ég keypti eftir jól í fyrra á útsölu í stofugluggann. Vígði nýja straujárnið áðan, það virkar vel.
Bráðum koma blessuð jólin.....................
26.11.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli