Já sumir dagar eru skrítnari en aðrir. Í dag var ég á frábæru námskeiði með Ron Coleman um þá sem heyra raddir og hvernig maður fæst við það. Afar merkilegur og fræðandi dagur og ekki síður skemmtilegur og gefur manni ýmsar góðar vonir.
Þurfti að rjúka í hádeginu á mjög mikilvægan fund og fór á hundraðinu niður í bæ. Komst þá að því að viðkomandi lá í veikindum ;-) Finnst nú að opinberar stofnanir geti nú látið mann vita. En allavega varð það til þess að ég fór og gat klárað námskeiðið.
Fór svo og sótti Heklu við skelltum okkur á kaffihús og fórum svo að sækja leikhúsmiða sem ég vann á leikhús.is á Sitji Guðs Englar í Þjóðleikhúsinu. Erum báðar fullar tilhlökkunar eftir að nota þá. Gaman gaman.
En gamanið átti eftir að kárna heldur betur. Skutlaðist eftir Ingimar og tók smá aukakrók fyrir hann, haldiði að ég hafi ekki lent aftan á öðrum bíl, skil þetta ekki enn, var ekki á mikilli ferð, með fulla athygli, engin hálka, en þegar bílinn fyrir framan mig og bílinn fyrir framan hann snarhemla þá var bara minn bíll ekki eins fljótur að stoppa og bomm.
Guði sé lof engin slys á fólki en bíllinn minn er mikið skemmdur að framan hinn lítið. Og ég í órétti. Ég er svo fúl að ég ætla ekki að reyna að lýsa því einu sinni. Sem betur fer er ég enn með hann í kaskó, en samt..................
Dreif mig samt í saumaklúbb í gær þar sem við þæfðum engla, ég reyndar líka jólasvein, kláraði ekki en náði geðinu aðeins upp. Set mynd inn þegar ég klára.
13.11.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli