30.11.06

Hláturmild stjórn

Ekki mikið að segja frá í dag var í allskyns sjálfboðavinnu og fundarstússi. Samráðshópur athvarfanna var í dag og mætingin mjög góð. Skemmtilegur hópur sem er að ná saman þar. Partur af Viðsýn átti svo örfund um áríðandi mál. Leysum það.

Hleraði að stjórnarfundurinn í Halanum í gær sem ég missti af hefði verið ansi skemmtilegur. Ármann kom með part af handritinu til að kynna stjórninni og mér skilst að þau hafi velst um af hlátri. Það lofar góðu fyrir skemmtileg vor og gott leiktímabil eftir áramót. Nú er bara að taka ákvörðun hvort maður vill vera með eða gera eitthvað allt annað. Ekki það að það sé nein spurning í mínum huga og þó. Stundum virðist grasið grænna hinumegin.

Allt stefni í mjög svo skemmtilega og annasama helgi hjá mér jólabingó með meiru hjá Sjálfsbjörg, Jólahlaðborð með öllum skemmtilegustu vinum mínun, Jólasmákökuteyti hjá Ollu, umm hlakka til svo leikhúsferð á sunnudagskvöldið. Þetta er það sem mér líkar að hafa fullt að gera þó skrokkurinn reyni af veikum mætti að mótmæla þá hlusta ég ekki núna takk.

Engin ummæli: