Var að koma heim eftir frábært kvöld. Vorum að sýna næst síðustu sýningu á Batnandi manni fyrir frábæra áhorfendur. Sem voru þakklátir og glaðir sem vermir manni alltaf um hjartað. Það er nú þess vegna sem maður er að þessu.
En nú er síðasta tækifæri á morgun sunnudag 22. apríl kl. 17.00 til að sjá þessa stórskemmtilegu sýningu. Skora ég á þá sem ekki hafa enn komið að drífa sig nú, lofa góðri skemmtun. Sjá nánar á www.halaleikhopurinn.is
Ekki það að það setur að manni ákveðinn trega þegar sýningartímabilinu er að ljúka og séð fyrir endann á því. Maður er búin að leggja alla sína orku og sál í þetta verkefni og því viðbúið að ákveðið tómarúm myndist.
En ekki vantar verkefnin og enn vildi ég stundum geta verið á tveimur stöðum á sama tíma enda margt skemmtilegt framundan. List án landamæra hefst um næstu helgi og þar er ýmislegt skemmtilegt sem ég mun taka þátt í. Við förum með brot úr sýningunni og sýnum í Borgaleikhúsinu 30. apríl og líka brot úr Þjóðarsálinni það verður mikið gaman að hitta þann hóp aftur.
Svo eru nokkrir fundir hjá Sjálfsbjörg og ferðalög því tengt vestur og austur um land. Og svo norður líka. BÍL aðalfundur á Hallormstað sem alltaf er gaman að koma á og hitta það kraftmikla fólk.
Svo á að fara að koma sér á framfæri með skartgripina og vonandi selja smá uppí kostnað :-)
Nú og mér skilst að vinnan uppí Krika sé um það bil að hefjast, gaman verður að sjá hvað kemur út úr því, og hversu langt peningarnir duga.
Afmælisár Halaleikhópsins heldur svo áfram og fullt af skemmtilegum hugmyndum í gangi.
Já ég verð að segja það að ég er glöð í sinni í kvöld vonandi þið líka :-)
21.4.07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli