24.4.07

Hamingjusamt ævikvöld


Dreif mig á pólitískan fund í kvöld og hlustaði á það sem fulltrúar allra flokka í framboði höfðu til málanna að leggja í velferðarmálunum. Ef trúa á öllu því sem þeir sögðu þá munu strax í sumar hækka allur lífeyrir til verulegra muna, og nánast enginn skattur vera greiddur af honum. Tengingin við laun/lífeyrir maka hverfa. Tryggingakerfið verður einfaldað svo allir skilji það. Skerðingum aflétt á flestum sviðum (eins og það sé ekki nóg að búa við líkamlega eða andlega skerðingu).

Ég mun fá vinnu við mitt hæfi án þess að lífeyrir skerðist. Stjórnvöld muna mótivera atvinnuveitendur svo þeir taki við öryrkjum í vinnu á sömu kjörum og "aðrir". Hægt verður að fá tannlæknaþjónustu á viðráðanlegu verði, gleraugu og heyrnartæki, allt greitt af almannatryggingakerfinu. Meira að segja verður hægt að fá niðurgreidda sálfræðiþjónusut. Börnin á biðlistanum hjá Bugl eiga góða daga í vændun, listanum verður eytt með því að færa alla þjónustuna á heilsugæslustöðvarnar þar sem verður topp þjónusta.
Nægur mannskapur fæst í umönnunarstörfin og aðbúnaður þeirra allur bættur til muna svo störfin verða eftirsótt. Ég mun fá alla þá persónulega aðstoð sem ég þarf heim til mín sérsniðna að mínum þörfum. Fötluðum verður tryggð menntun við hæfi upp öll skólastig. Ég mun ekki hætt að vera öryrki daginn sem ég verð 67 ára.
Og það merkilega við þetta allt saman þá mun líka ríkið græða á þessu öllu saman því þetta skilar sér allt aftur í vasa ríkisins í formi skatta af launatekjum sem verða þó ekki skattlagðar fyrr en eftir að 1.000.000 krónu markinu er náð á ári.
Á maður að trúa þessu öllu saman.......................................?

Engin ummæli: