26.4.07

Til hamingju með afmælið Gabríel Temitayo

Þessi fallegi drengur er 5 ára í dag 26. apríl. Til hamingju Gabríel minn. Alltaf þegar blessuð börnin bæta við árinu skilur maður ekkert hvað tíminn líður hratt. Gabríel er sonur Lovísu Lilju dóttur Villa bróður. Ætla að reyna að kíkja við hjá honum á laugardaginn en þá ætlar hann að hafa veislu.

Já það verður annasamur laugardagur og einn af þessum dögum sem maður vill helst geta klónað sig. Skemmtilegt að hafa mikið að gera en leiðinlegt að geta ekki sinnt öllu. Eyjólfur vinur minn er að sýna í Ráðhúsin hlakka til að kíkja á það.

Það var aðalfundur í Trimmklúbbnum Eddu áðan þar er 20 ára afmæli í uppsiglingu og sundleikfimin búin í vetur og göngurnar að hefjast, hlakka til að komast í göngurútínuna aftur.

Engin ummæli: