19.4.07

Gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar öll sömul sem lesið þetta blogg og takk fyrir veturinn.
Mátti til að setja hér inn sumarmynd af mér síðan ég var 6 ára. Minningin segir mér að við höfum alltaf getað verið svona léttklædd öll sumur í bernsku. Þarna erum við Villi mjög líklega á Þingvöllum en þangað fórum við ansi oft í sunnudagsbíltúr á sumrin og svo í kaffi á Stokkseyri til ömmu Regínu.

Vonandi verður þetta sumar gott allavega byrjar veðrið á því að gefa góðan tón. Þó svo öll birtan þessa dagana fara hrikalega í mígrenið mitt þá jafnar það sig þegar á líður. Ég fékk þær fréttir í gær að vinnu uppí Krika utanhúss lyki 1. maí og hlakka ég mikið til að koma þangað aftur, þó ekki sé nú enn á planinu að vera þar allt sumarið eins og í fyrra. En kemur bara í ljós.

Njótið sumarsins á Íslandi fegursta landi heims :-) Þar sem veðrið hefur karakter. Njótið landsins og verum kát í sumar.

Engin ummæli: