Ég er búin að hitta nokkra undanfarna daga sem hæla sér af því að vera búin með allt fyrir jólin. Skil þetta alls ekki þó ég leggi mig alla fram.
Hvað er að vera búin með allt ? Jú sumir segja kaupa jólagjafirnar allar. Mér finnst ekki allt búið þá. Jú á mínu heimili tíðkast að pakka þeim inn og koma þeim af sér. Trúi ekki að fólk sé búið að því. Hvað með aðventukransinn er búið að búa hann til og brenna hann niður? Er fólk búið að senda jólakort trúi því ekki heldur. Er fólk búið að skúra skrúbba og bóna? Aumingja það þá verður grútskítugt hjá þeim á jólunum. Er fólk búið að fara á jólatónleika, baka, föndra, kaupa jólafötin, setja eða taka úr skónum, finna barnið í sér og svona mætti lengi telja. Skil ekki alveg þennan hugsunarhátt eða framsetningu.
Hvað með að njóta aðventunnar hverrar trúar sem maður svosem er þessarrar tilbreytingu í skammdegi Íslands. Njóta samverunnar með fjölskyldu og vinum. Njóta þess að gera þær jólahefðir sem tíðkast í hverri fjölskyldu. Njóta þess að vera til. Æ var bara að hugsa.......
26.11.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Þú hringir bara ef þig vantar einhvern til að príla í gluggakistunni (-;
Átti að vera undirskrift.
kv. dóttirin
Takk kæra dóttir þú kemur bara strax eftir vinnu. Allt glugga og hillusamstæðupríl vel þegið.
Kassarnir eru komnir upp :-)
Sammála - búin að öllu ??- og ég skil ekki fólk sem getur skrifað á jólakortin í okt eða nóvember - sumt á maður bara að gera í desember þegar jólaandinn svífur yfir og allt um kring.
Til lukku með litla drenginn.kv.Gulla
Skrifa ummæli