Þegar ég vaknaði í morgun eftir frekar erfiða nótt fannst mér eins og ég hefði elst um mörg ár í einu. Gigtin hafði sem sagt ákveðið að hennar tími væri nú kominn en ég er nú ekki tilbúin að hleypa henni að. En mikið var allt eitthvað erfiðara í dag en í gær líkaminn allur stirður og verkir hér og þar ef ekki bara allsstaðar. Langaði helst að vera bara undir sæng og sofa en auðvita gekk það ekki, fór í skólann og sat fyrir framan tölvu í 5 tíma, bilun en ansi gaman. Hrundi svo í rúmið þegar heim var komið og dottaði þar í klst eða svo reif mig þá upp með ofurmannlegum krafti til að fara í sundleikfimina sem var að byrja eftir jólafrí. Hrikaleg var ég nú stirð það brakaði í öllum liðum með tilheyrandi verkjum og leið eins og ég væri orðin 85 ára eða svo. Þurfti svo að læra smá áður en ég hrundi aftur í rúmið yfir fréttunum. Dreif mig svo á æfingu í Halaleikhópnum það var aðeins léttar kannski kastið sé að ganga yfir allavega er ég komin heim aftur og í tölvuna en ekki rúmið. Merkilegt hvað maður getur oft verið hress síðla kvölds eða snemma nætur eftir hvernig á það er litið.
En sem sagt æfingar á Kirsuberjagarðinum eru komnar á fullt skrið og mikið fjör og galsi í mannskapnum. Í gærkvöldi kom það í ljós að í fyrsta þættinum er ansi mikið af kossum og knúsum að rússneskum hætti minnst tveir kossar í hverju faðmlagi. Það er alltaf skondið þegar byrjað er að æfa svoleiðis. Fólk er mismikið fyrir kossa og vill síður kyssa þennan eða hinn, sumir eru snertifælnir en allavega varð mikið gaman úr þessu öllu og alveg ljóst að við verðum öll vel kysst þegar þessu æfingatímabili líkur. Svo ef við Kirsuberin rjúkum á ykkur og kyssum í bak og fyrir þá er það bara til að halda okkur við milli æfinga. Verið bara þolinmóð við okkur.
12.1.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli