17.1.05

Kraftaverkin gerast enn....



Eins og mætti kannski skilja á skrifum mínum um daginn þá er ég alls ekki búina að segja upp alveg húsmóðurstörfunum á heimilinu. Fékk ansi mörg skot um það. Merkilegt hvað þetta er sterkt í fólki enn árið 2005 að konan eigi að vera hlekkjuð við eldavélina og kallinn að fá allt fært í hægindastólinn. En svoleiðis hefur það ekki verið á mínu heimili. Jú ég ólst upp við þann stíl en mamma fór á Dale Carnegi námskeið 1974 og þá breyttist allt á þeim bæ. En þá var ég nú flutt frá henni og búin að krækja mér í nýja fjölskyldu sem kenndi mér all ítarlega öll húsverk og flest bústörf líka eiginlega þannig að ég kann þetta nú alveg. Það eru ekki allir svo heppnir að hafa átt tvenn pör af uppalendum.

Ég semsagt fór í húsmóðurleik um helgina. Náði í barnabarnið á föstudag og var með hana fram á sunnudag. Ömmuhelgi umm umm notalegt. Nema hvað Prinsessan mín rauk upp í hita þannig að ég gerðist hjúkka líka. En ég tók loks (segja sumir) niður jólatréð og og allt jólaskrautið og fékk ljúflinginn minn til að aðstoða mig við að fara með það allt niður í geymslu. Ég þori ekki að segja hvað það eru margir kassar, enda varð Ingimar á orði "Hvar var þetta allt saman mamma". Skildi reyndar seríuna eftir út á svölum og ætla að hafa hana þar út janúar að minnsta kosti.

Svo var farið að baka á sunnudagsmorgun og bjóða fólki í kaffi. Já mér finnst ég hafa verið mjög myndarleg húsmóðir þessa helgina alla vega. Enda frí sunnudag og mánudag frá Kirsuberjagarðinum. Eða hvað finnst ykkur.

Svo eru það aðalfréttirnar...........
Kíkið á http://www.blog.central.is/palinab/ Kraftaverki gerast enn árið 2005

Engin ummæli: