1.1.05

Missti af áramótunum en á vinkonu sem er HETJA

Eins og jólin voru nú yndisleg hefur tíminn síðan þá verið frekar dapurlegur hér á heimilinu. Á annan í jólum vaknaði sonurinn með gubbupest, niðurgang, beinverki og hausverk ofl. daginn eftir tók svo Öddi við og nóttina fyrir gamlársdag veikist ég svo. Strákarnir eru að ná heilsu og ég aðeins að skríða saman. Við gömlu partýanimölin misstum sem sagt af áramótastússinu. En ég er ekkert að kvarta verð þá vonandi orðin hress áður en Kirsuberjagarðsævintýrið hefst af fullum krafti.

Ég vil þakka öllum þeim fjölmörgu sem sendu okkur jólakort, sms, e-mail og ég veit ekki hvað. Maður er svo sannarlega heppin að svona margir muni eftir manni. Af öllum kveðjum ólöstuðum þótti mér vænst um kveðjurnar sem Gugga vinkona mín sendi mér fyrst frá flugvellinum í kaupmannahöfn og svo frá flugvellinum í Singapur þar sem hún er á leið til Súmötru til hjálparstarfa. Ef Guðbjörg Sveinsdóttir er ekki hetja þá veit ég ekki hvað. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hún fer hún var í jan sl. í Bam í Íran eftir jarðskjálftana þar á vegum Rauða krossins. Í maí til júlí 2003 fór hún til Írak og 1999 fór hún á vegum ÖSE til Kosovo og Makedóníu. Ég er svo stolt af henni að ég á bara ekki orð yfir það. Húrra fyrir Guggu.

Já svo hefur einn fjölskyldubloggari bæst í hópinn Bjarni tengdasonur minn hefur opnað Bjarnaland Til hamingju Bjarni að lokum vil ég benda á svar við fyrirspurn í kommentunum síðust vegna bannera á central.is

Að lokum Ingi Hans til hamingju með afmælið

Engin ummæli: