2.1.05

Farsóttin breiðist hratt út

Nú er sonurinn búinn að taka bloggsóttina líka og verður spennandi að fylgjast með þeim skrifum. Held að hann sé ansi góður penni ef hann bara nennir að skrifa. Þegar hann var yngri kölluðum við hann oft heimspekinginn í fjölskyldunni og sendum hann á heimspekinámskeið til að mennta hann enn frekar í þeim fræðum. Og víst er hann það þó hann sé ekki mikið gefinn fyrir að tjá sig ólíkt öðrum fjöskyldumeðlimum. Kannski komst hann bara aldrei að hann er yngstur!!! Jæja en nú er hann sem sagt að byrja að blogga og ætti að fá nægt rými þar. Til Hamingju Ingimar Atli

Annars er heilsan öll að komast í lag enda ekki seinna vænna fyrir stóru átökin annaðkvöld þegar æfingar á Kirsuberjagarðinum eftir Anton Tsjekhov hefjast. Allir eru velkomnir æfingin hefst kl. 20.00 í Halaleikhúsinu Hátúni 12 í Rvík að norðanverðu. Halaleikhópurinn er opinn leikhópur sem hefur það að markmiði sínu að iðka leiklist fyrir alla. Nýjir félagar eru ávallt velkomnir. Það eru mörg handtökin sem þarf til að koma heilli leiksýningu í gang og verksviðin eru mörg auk leikaranna. Ef þú lesandi góður hefur gaman að vera með skemmtilegu fólki næstu mánuðina þá ertu hjartanlega velkominn.

Engin ummæli: