Merkilegt hvernig stress getur farið með mann. Ég er með allan hugann við Kirsuberjagarðinn þessa dagana. Leikmyndin verður í formi leiktjalda og ég hef verið að útrétta vegna þess. Ég hélt við værum í góðum málum búin að finna ódýr efni og skundaði að ganga endanlega frá pöntuninni. Þá kom í ljós að efnin voru ekki til í nægu magni. Upphófst þá mikil leit um Reykjavík, Kópavog, Hafnarfjörð og Hveragerði án mikils árangurs en sennilega leysist þetta vandamál nú fljótlega.
En það er merkilegt hvað stress getur haft mikil áhrif á líkamann og hugann. Í tvo daga hef ég verið með öran hjartslátt, sveitt og geðvond með afbrigðum allt út af einhverjum tuskum. Ég er svo mikil öfgamanneskja að ég á það til að verða heltekin af málefnum sem ég er að sinna og linni ekki látum fyrr en í fulla hnefana. Allt annað víkur. Bölvuð vitleysa en svona er ég bara og er að reyna að slappa af og sleppa tökum á þessum leiktjöldum í bili.
Næsta verkefni er svo að fá einhverjar fínar saumakonur til að sauma úr þeim 200 metrum sem þegar er búið að panta inn. Kannski einhver annar taki það að sér.
Ég hef þó líka verið að sinna skólanum. Var að klára banner og hnappa á nýju heimasíðuna set slóðin inn þegar ég verð lengra komin.
Svo er það hljóðtækninámskeiðið á morgun. Skil það nú ekkert of vel en það hlýtur að koma.
26.1.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli