27.1.05

Sjálfboðaliðar óskast

Lífið snýst um Kirsuberjagarðinn og skólann þessa dagana.

Ég er á fullu í Veftækninni og þar er mikið af áhugaverðu efni og bara gaman. Ætli maður sé ekki smá saman að breytast í tölvunörd........

Æfingar ganga vel á Kirsuberjagarðinum og mikið stuð oft á kvöldin hjá okkur í Halaleikhópnum. Ég fór og keypti 200 metra af efnum í dag í leiktjöld og nú á að nota helgina til að sníða og sauma. Vona bara að sem flestir kíki við á laugardaginn niður í Hala og vonandi einhver með saumavélar. Ef einhvern sem les þetta langar að vera með þá byrjum við kl. 14.00 á laugardaginn og verðum eitthvað fram eftir. Allri sem vettlingi valda velkomnir. Hátún 12 að norðanverðu.

Engin ummæli: