13.8.06

Haladagur og GayPride

Haladagurinn tókst ágætlega, fámennt og góðmennt var í aðgerðarlitlu veðri. Nokkur stuttverk voru leiklesin og svo var skellt í grill og gaman.



Hér eru Arnar, Örn og Guðríður að hlusta á leiklestur lumsk á svip



Palli, Helga og ég ræddum málin, búningageymslan varð heit í umræðunni.



Hekla leiklas lögfræðinginn og Daníel hlustar sposkur.



Tommi dundaði sér á bílnum ekki búin að ná sér almennilega eftir GayPrideskrúðgönguna.



Hér erum við skötuhjúin svo með Heklu tilbúin í að fylgjast með GayPridegöngunni niður laugaveginn, búin að koma okkur vel fyrir. Fleiri myndir úr göngunni má sjá HÉR.

Engin ummæli: