Í rólegheitunum í sumar hef ég setið löngum stundum upp í Krika og prjónað lopapeysur. Afrastur sumarsins er að birtast fullskapaður einn af öðrum. Fór með fyrstu peysuna til Sigrúnar í dag og hún smellpassaði.
Get ekki annað en verið rígmontin af peysunni og ekki síður dótturinni. Næsta peysa er að komast á lokastig og ein þegar pöntuð og sú fjórða að gerjast í heila mér. Já ég sem hélt ég hefði ekki lengur hendur í að prjóna svona en það tókst með smá hléum og hendurnar bara smá verri en venjulega en gleðin bætir það upp.
5.8.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Takk kærlega fyrir peysuna mamma, hún er æði og ég hef varla farið úr henni. KOSS
Skrifa ummæli