Allt róleg enn á þessum vígstöðvum sit og prjóna lopapeysur af miklum móð eins og gömul kona. Var reyndar að vinna í allan dag og frekar þreytt þegar ég kom heim en prjónaði þó helling í kvöld. Já farin að prjóna heima líka enda komin í mynstrið. Skemmti mér vel.
Villi bróðir er að koma heim næstu daga. Hlakka óskaplega mikið til að hitta hann það er svo erfitt að hafa hann svona langt í burtu svona lengi. Reyndar er tilefni heimkomunnar ekki neitt skemmtiefni, hann er búinn að missa báða tengdaforeldra sína með stuttu milli og er að koma til að vera við jarðaför tengdapabba síns.
Vonandi getur hann stoppað aðeins og við átt gæðastundir saman. Guðmundur er búin að vera heima í síðan mamma hans dó, ég hef lítið getað hitt hann þar sem pabbi hans var svo veikur. En nú eru hjónin sem sagt saman aftur blessuð sé minning þeirra.
Helgin var róleg og góð vorum mest heima og skruppum aðeins í Krikann en stutt samt. Fórum svo í partý á sunnudagskvöldið til vinahjóna og þar voru nánast allir vinir okkar úr Halanum samankomnir. Gott kvöld og við skemmtum okkur vel. Takk fyrir okkur.
Á morgun fimmtudag er ég að hugsa um að skella mér á Mávinn í Elliðaárdalnum með leikfélaginu Sýnum. Hver nennir að koma með mér? Verkið fær fína umfjöllun á leiklistarvefnum.
Frétti af því að Stebbi bróðir væri hjá Sigrúnu Jónu í Danmörk hann sendi mér þessa símamynd af henni, þetta gat hann.
Góða skemmtun í Danmörk
Svo kannski nær eldri hluti systkinanna að hittast í Danmörk og unglingarnir á Íslandi þessa vikuna.
8.8.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli