23.8.06

Haustið farið að nálgast

Já þá er verkefnum sumarsins að mestu lokið og fátt framundan eða mikið eftir hvernig á það er litið. Enginn skóli þetta haustið heldur bara hugguleg heit við kertaljós. Eða það vona ég.

Fór á 101 flakk í dag. Aðeins að kíkja á miðbæjarflóruna, komst að því að ég kann betur við mig í 103. Ekki það að dagurinn hefði ekki verið góður bara ysinn og þysinn í miðbænum og sóðaskapurinn. Á ekki að vera í gangi eitthvað hreinsunarátak, alla vega fannst mér miðbærinn skítugur í góða veðrinu.

Ætla á spennandi ráðstefnu sem Hugarafl stendur fyrir næstu tvo daga. Bylting í bata hlakka til.

Annars er ekki mikið títt héðan af bæ alla vega ekkert sem segja má frá að svo komnu máli ;-)

Engin ummæli: