Sumir dagar eru verri en aðrir þessi var hálf niðursveiflulegur. Svaf illa í nótt, verkir hér og þar. Dagurinn þar af leiðandi hálfúldinn. Dreif mig samt í göngu með mínum heittelskaða og Viktoríu. Fékk svakalegt hælsæri svo gera þurfti út björgunarleiðangur eftir mér. Sem sagt tóm niðursveifla.
En hvað gerir maður þá ekki skellir sér í Krikann sem er allra meina bót í sandölum, ég en ekki Krikinn. Þar var allt á fullu í undirbúningi fyrir bátadaginn og ýmsar undarlegar sögur og skrítnar í gangi. Einn lýsti því þegar hann varð næstum dauður fyrr um daginn í ristilspeglun. Vinkona annars var illt í rassinum sem svo færðist upp í öxlina. Einn drakk næstum fullan heitan pott til að bjarga sjálfum sér frá drukknun meðan krakkaormar drógu hann hálfan uppúr honum á fótunum. Einn 8 ára var tekinn á flugvelli fyrir að vera með tyggjó í vasanum.
Já ég elska allt þetta lið sem hjálpaði mér upp úr niðursveiflunni í þetta sinnið.
Hvað verður næst þar sem verkefnaþurð með tilheyrandi fylgifiskum er í uppsiglingu á mínum bæ.
18.8.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli