19.8.06

Menningarlaus dagur

Menningardagurinn fór í allt annað en hefðbundna menningu. Flúði í Kópavoginn og undi mér vel. Allt var á fullu í undirbúningi fyrir morgundaginn. Árni og Einar voru á fullu að rífa gamla flotbryggjuendann og nýta timbrið til að gera bráðabirgða aðgengi að nýja húsinu.



Kjartan vann að breytingum á trébryggjunni nú er komin þessa fína skábraut beint út í vatnið. Þar koma svo flotbryggjukubbar á morgun ásamt fullt af allskyns bátum.



Annars er það afstætt hvað menning er ég vinn aðallega í Krikamenningu þessa dagana
og hlakka mikið til morgundagsins. Allir í sunnudagsheimsókn í Krikann!

Engin ummæli: