Fann þessa fallegu mynd af Kirsuberjatré á netinu.
Nú er jólastússið að renna af mér en er þó enn með allt jólaskrautið uppi. Skólinn er að komast á fullt skrið þessa vikuna og allt námsefni er svo nýtt fyrir mér að ég get ekki einu sinni útskýrt hvað ég er að læra. Það er lítil heimavinna enn þá, en fyrir vikulok á ég að tilnefna besta íslenska vefinn, besta fyrirtækjavefinn, besta afþreyingarvefinn, besti útlist - og viðmótsvefurinn og besti einstaklingsvefurinn. Ég á sem sagt að vafra um netið og leggja mat á þær heimasíður sem ég fer á. Ég hef nú ekki mikið vit á þessu en allar ábendingar eru vel þegnar frá ykkur kæru lesendur.
Kirsuberjagarðurinn er kominn á fullt skrið búið að skipa í flest öll hlutverk og tómt gaman, fyrsta Halapartý ársins var svo haldið með mjög skömmum fyrirvara á afmælisdegi Elvis Aron Prestleys og auðvitað bara spiluð Elvislög af nægu er að taka þar. Minnti mann svolítið á dánardag Presley en þann dag var ég í Klúbbnum sem þá stóð við Borgartún, þá gengu menn með sorgarborða á upphandleggnum og drekktu sorgum sínum yfir lögunum hans. En í Halapartýinu var að sjálfsögðu engin sorg bara tóm gleði og hamingja yfir að vera komin á fullt skrið aftur.
1 ummæli:
Bara nostalgía í gangi...Ert þú í einhverju hlutverki í leikritinu? Sá að pabbi var valinn í hlutverk. Bið að heilsa. Kv. Sigrún
Skrifa ummæli