Þessi jól hafa verið yndisleg hjá mér og minni fjölskyldu. Palli bróðir og Frosti voru hjá okkur í mat á aðfangadagskvöld, við átum allar heimsins dásemdir og nutum þess í botn. Heyrðum í Villa frá Afríku og Sigrúnu Jónu frá Danmörk þau báðu að sjálfsögðu að heilsa öllum. Seinna um kvöldið fórum við svo til Sigrúnar og fjölskyldu þar sem við hittum Bjarna, Bryndísi og Heklu og tekið var upp fullt af pökkum. Allt mjög hefðbundið og notalegt.
Á jóladag var verið á náttfötunum fram eftir degi og svo farið seinnipartinn í jólaboð í Ödda fjölskyldu þar sem snætt var hangiket að þeirrar fjölskyldu sið og svo spilað fram eftir kveldi.
Í kvöld koma svo Palli og Frosti og ætla að elda fyrir okkur og Lovísu og fjölskyldu þá verður maður búinn að hitta alla fjölskylduna sem á landinu er þetta árið. Mér finnst þessir dagar alltaf mjög mikilvægir og yndislegir. En eins og ég hef áður sagt hefur mér ekki alltaf liðið vel þessa hátíðardaga en það er liðin tíð og jólabarnið í mér er í öndvegi þessa dagana.
Ég set svo myndir inn eftir kvöldið í kvöld en Palli er kominn með jólamyndir á þessar slóð.
HÉR fann ég svo skemmtilega mynd af okkur fjölskyldunni úr meðmælagöngunni 9. des. sl á vef ÖBÍ
26.12.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli