1.12.05

Sitt lítið af hverju

Skólinn er búinn það er mætingarskildan. Enn eru 3 verkefni ókláruð og svo er það stóra spurningin hvort maður eigi að hætta sér í enskuprófið.........
Heilmikill söknuður fylgir þessu þó þar sem ég er að útskrifast sem Veftæknir um jólin. En það taka önnur verkefni við.

Allavega ligg ég nú dag og nótt yfir gagnagrunnsverkefni sem á að skilast fyrir helgi. Gengu allt á afturfótunum. En mjakast þó hægt fari.

Dreif mig á morgunverðarfund hjá Öbí í morgun vegna útkomu skýrslu Stefáns Ólafssonar um örorku og velferð á Íslandi. Athyglisverðar upplýsingar sem þar komu fram um stöðu öryrkja á Íslandi, hvet ykkur til að lesa hana hún er HÉR í PDF skjali og frétt um hana HÉR og HÉR og HÉR og HÉR og eflaust mikið víðar. Vonandi getur þessi góða skýrsla orðið okkur gott vopn í stríðinu við stjórnvöld í þessu velmektarlandi.

Annars er allt gott að frétta héðan af Sléttuveginum. Sigrún Jóna systir var hjá mér í viku og þá var staðan tekin á stórfjölskyldunni það var ansi notalegt. Hér hafa verið fjölskylduboð á hverjum degi nánast svo maður fer vel kýldur inn í jólastandið.

Aðventukransinn er kominn upp og meira á leiðinn þegar verkefnavinnu lýkur. Ég þarf að gera tvö kvikmyndaplaköt fyrir mánudaginn og hef alls engar hugmyndir hvað þá meir alveg galtóm. Ef ykkur dettur eitthvað skemmtilegt í hug megið þið endilega luma hugmyndum til mín.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ása mín ég sé að það er brjálað að gera hjá þér - ég get verið með föndurklubbinn ef þú villt - lítið mál fyrir mig.
Farðu varlega. gulla