Eða þannig líður mér núna. Í dag fórum við hjónin á litlu jólin í Vin. Áttum þar yndislegan dagspart þar sem borðað var hangiket með öllu tilheyrandi. Sungið, hlustað á upplestur og notið þess að vera saman í þessu vinalega athvarfi við Hverfisgötuna. Fjölmenni var í ár og að sjálfsögðu kom hin jólalega hljómsveit Bambínós og skemmti gestum á sinn einlæga hátt.
Myndirnar frá í dag eru HÉR
Hekla var að passa gömlu hjónin í gær og skellti sér í perluföndrið sem hefur verið árvisst með öllum börnum í þessari fjölskyldu. Þetta eru tveir af mínum uppáhaldsatburðum á aðventunni svo nú er ég tilbúin til að hleypa jólaboðskapnum inn í hjarta mitt þetta árið.
Á morgun á svo að pakka inn gjöfunum og fara yfir allt og gera loka innkaupalista sem ég held að geti nú ekki verið mikið annað en mjólk og salatblöð.
Vonandi gengur eins vel hjá ykkur öllum lesendur góðir.
21.12.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli