Hvernig er þetta hægt? Ég er sífellt að koma mér í verkefni upp fyrir haus. Varla búin með eitt þegar annað byrjar eða eins og núna allt í gangi í einu. Merkileg árátta að geta aldrei slakað á.
Ég gaf mér samt tíma fyrir prinsessuna mína um helgina, við áttum notalega stundir saman fórum í grasagarðinn og Krika og dúlluðum okkur heima, yndislegar stundir sem verða fleiri fljótlega. Heppin kona ég að eiga svona frábært barnabarn sem nennir að hanga með ömmu og afa og leiðist það ekki.
Hef annars verið að stússast í félagsmálunum og sinna heimilisverkum, sem sagt tekin við húsmóðurstarfinu. Hvort ég stend mig almennilega í því er svo annað mál.
En aðalverkefnið þessa dagana er MySQL námskeiðið sem er vægast sagt mjög erfitt og skánar lítið, held ég hafi aðeins tekið of stórt stökk í menntunarstússinu núna. En ég er nú ekki búin að gefast upp tek bara meira lýsi og bið til guðs nú þarf ég á englunum mínum að halda líka ;-)
Ekkert gengur að finna rétta símann þannig að enn er ég hálfsambandslaus við umheiminn enda hvort eð er með nefið fast við tölvuna að reyna að skilja kóda. Lítið hefur borið á tillögum enn kannski allir séu hættir að lesa bloggið mitt?
Jæja en ég hef heldur ekki mátt vera að því að lesa mikið blogg undafarið þannig að ég tek kannski bara törn við næsta tækifæri.
Annars er það helst í fréttum að læknirinn hringdi loksins í Ödda í dag og sagði þetta ekki líta allt of vel út, mikil þrengsli í mænugöngunum alveg stífluð neðst og ýmislegt ekki eins og það ætti að vera. Næsta skref er að bæklunarlæknirinn og taugalæknirinn fundi og finni leið til að láta kalli líða betur. Allavega er ljóst að það er uppskurður framundan. Hvernig og hvenær er enn óljóst en koma tímar koma ráð.
31.5.05
26.5.05
Púki á öxlinni og símaþarfagreining
Stundum held ég að ég sé alveg að tapa mér!!!
Var á tölvunámskeiðinu og mitt litla sjálfstraust pompaði alveg í botn. Litli púkinn inn í mér fór að hvísla í eyrað á mér þú kannt ekkert, getur ekki lært ert ömurleg osfrv. Mér sem sagt gekk illa í kvöld en er nú samt ekki búin að gefast upp. Baráttuandinn er enn til staðar. Lifi byltingin.
Það fyrsta sem var sagt við mig þegar ég mætti á svæðið í kvöld var þú er með blogg!!! Úbs hugsaði ég hvað var ég nú að skrifa?
Já þetta með bloggið sem byrjaði í ágúst 2004 sem smá partur af textameðferðar kúrs hefur aldeilis undið upp á sig. Hef orðið forfallinn bloggari þó ég sé búin að vera í svolítilli lægð undafarið þá á það sér sínar skýringar.
Merkilegur annars þessi smá púki sem stundum verður að risa og tekur öll völd kannist þið við hann?
Annars er síminn minn að gefa upp öndina og ég var að skoða síma og bera saman, hrikalega er erfitt að velja, nóg er úrvalið.
Byrjaði að þarfa greina, þarf að geta hringt og svarað, vera með klukku og titrara algert must. Góðu batteríi veit bara ekki hvað er gott og hvað ekki. Þarf að geta sent og móttekið sms með myndskilboðum held ég. Mikið meira ætti ekki að þurfa eða hvað? Þegar ég fór að skoða sá ég ýmislegt sem er í þessum græjum eins og myndavél, þarf hana ekki alveg viss, útvarp gæti verið gott að hafa ef eldgos brysti á náttúruhamfarafíkillinn ég. Svo er það tískufyrirbrigðið sem er ansi sniðugt Mp3 spilarinn gæti verið gott að hafa. Nú svo GSP staðsetningartæki,hvenær skildi ég þurfa þess þegar ég tapa mér í leiklistinni...........
Komst ekki að neinni niðurstöðu hafið þið einhverjar tillögur? Á meðan biðst ég bara afsökunar á öllum skiptunum sem slitnar þegar ég er að babla við ykkur kæru vinir og fjölskylda en síminn minn er orðinn 75% öryrki í stíl við........hálfa þjóðina ef marka má fjölmiðla. Það kom sem sagt að því að maður væri í tísku.
Var á tölvunámskeiðinu og mitt litla sjálfstraust pompaði alveg í botn. Litli púkinn inn í mér fór að hvísla í eyrað á mér þú kannt ekkert, getur ekki lært ert ömurleg osfrv. Mér sem sagt gekk illa í kvöld en er nú samt ekki búin að gefast upp. Baráttuandinn er enn til staðar. Lifi byltingin.
Það fyrsta sem var sagt við mig þegar ég mætti á svæðið í kvöld var þú er með blogg!!! Úbs hugsaði ég hvað var ég nú að skrifa?
Já þetta með bloggið sem byrjaði í ágúst 2004 sem smá partur af textameðferðar kúrs hefur aldeilis undið upp á sig. Hef orðið forfallinn bloggari þó ég sé búin að vera í svolítilli lægð undafarið þá á það sér sínar skýringar.
Merkilegur annars þessi smá púki sem stundum verður að risa og tekur öll völd kannist þið við hann?
Annars er síminn minn að gefa upp öndina og ég var að skoða síma og bera saman, hrikalega er erfitt að velja, nóg er úrvalið.
Byrjaði að þarfa greina, þarf að geta hringt og svarað, vera með klukku og titrara algert must. Góðu batteríi veit bara ekki hvað er gott og hvað ekki. Þarf að geta sent og móttekið sms með myndskilboðum held ég. Mikið meira ætti ekki að þurfa eða hvað? Þegar ég fór að skoða sá ég ýmislegt sem er í þessum græjum eins og myndavél, þarf hana ekki alveg viss, útvarp gæti verið gott að hafa ef eldgos brysti á náttúruhamfarafíkillinn ég. Svo er það tískufyrirbrigðið sem er ansi sniðugt Mp3 spilarinn gæti verið gott að hafa. Nú svo GSP staðsetningartæki,hvenær skildi ég þurfa þess þegar ég tapa mér í leiklistinni...........
Komst ekki að neinni niðurstöðu hafið þið einhverjar tillögur? Á meðan biðst ég bara afsökunar á öllum skiptunum sem slitnar þegar ég er að babla við ykkur kæru vinir og fjölskylda en síminn minn er orðinn 75% öryrki í stíl við........hálfa þjóðina ef marka má fjölmiðla. Það kom sem sagt að því að maður væri í tísku.
24.5.05
Margt fer öðruvísi en áætlað er
Já er það ekki það sem gefur lífinu gildi þegar lífið tekur óvæntar beygjur. Ekki það að það sé neitt sérstakt að gerast hjá mér er skólabróðir minn og vinur hann Kiddi 3 er á ferðalagi um Ameríku sem hann var búinn að plana svo vel og svo breyttust ýmsar forsendur en hann lætur það ekkert á sig fá og gaman að fylgjast með þeim félögum slóðin á ferðasöguna ofl er hér Set svo slóðina á tenglalistann.
Hef verið í ýmsu stússi varðandi fyrirhugaða ferð í Grundarfjörð og svona sitt lítið af hverju af verkefnum sem týnast inn á hverjum degi.
Annars er ég bara að njóta lífsins og tel dagana þar til opnar upp í Krika sumarparadísina miklu.
Í kvöld byrja ég svo á tölvunámskeiðinu og hlakka ég mikið til, skildi ég vera eina konan og 20 - 30 árum eldri en aðrir nemendur?
Gekk frá greiðslu á Leiklistarhátíðina í júní þannig að nóg er að hlakka til á þessum bæ.
Af mínum heittelskaða er svo það að frétta að hann er búinn að vera mjög slæmur undanfarið og er að fara á morgun í mílógrafíu vonandi finna læknarnir eitthvað sem þeir geta bætt.
Sonurinn kom mjög vel út úr skólanum með fyrsta flokks einkunnir og erum við hjónakornin ákaflega stolt af stráksa.
Dóttirin sótti um í Kennaraskólanum í fjarnám næsta vetur og krossum við nú bara puttana og vonum að hún komist inn enda á hún mjög auðvelt með að læra og tími til kominn að hún haldi því áfram. Sennilega eru þau líka að fá íbúð þessa dagana þannig að framtíðin ætti að vera björt.
Yndislegir krakkar sem við eigum og ekki má gleyma prinsessunni fyrst farið er að renna yfir fjölskyldumálin hún er bara á kafi í skóla "eins og amma" og svo að leika við vinkonur sínar alla daga. Hamingjusöm og sæl að mestu búin að ná sér eftir fallið á hjólinu en rög ennþá en það kemur
Hef verið í ýmsu stússi varðandi fyrirhugaða ferð í Grundarfjörð og svona sitt lítið af hverju af verkefnum sem týnast inn á hverjum degi.
Annars er ég bara að njóta lífsins og tel dagana þar til opnar upp í Krika sumarparadísina miklu.
Í kvöld byrja ég svo á tölvunámskeiðinu og hlakka ég mikið til, skildi ég vera eina konan og 20 - 30 árum eldri en aðrir nemendur?
Gekk frá greiðslu á Leiklistarhátíðina í júní þannig að nóg er að hlakka til á þessum bæ.
Af mínum heittelskaða er svo það að frétta að hann er búinn að vera mjög slæmur undanfarið og er að fara á morgun í mílógrafíu vonandi finna læknarnir eitthvað sem þeir geta bætt.
Sonurinn kom mjög vel út úr skólanum með fyrsta flokks einkunnir og erum við hjónakornin ákaflega stolt af stráksa.
Dóttirin sótti um í Kennaraskólanum í fjarnám næsta vetur og krossum við nú bara puttana og vonum að hún komist inn enda á hún mjög auðvelt með að læra og tími til kominn að hún haldi því áfram. Sennilega eru þau líka að fá íbúð þessa dagana þannig að framtíðin ætti að vera björt.
Yndislegir krakkar sem við eigum og ekki má gleyma prinsessunni fyrst farið er að renna yfir fjölskyldumálin hún er bara á kafi í skóla "eins og amma" og svo að leika við vinkonur sínar alla daga. Hamingjusöm og sæl að mestu búin að ná sér eftir fallið á hjólinu en rög ennþá en það kemur
22.5.05
Annasamir dagar í félagslífinu
Ég kom mjög vel út úr skólanum og er mjög ánægð með eina 7 eina 8 þrjár 9 og eina 10. Finnst það ansi gott miðað við aldur of fyrri störf ;-)
Þetta eru búnir að vera annasamir dagar í félagslífinu. Kláraði á föstudaginn að ganga frá síðustu búningunum úr Kirsuberjagarðinum.
Á fimmtudaginn horfðum við Halafélagar og vinir saman á forkeppni Eurovision á breiðtjaldi, góð stemming í hópnum en smá spæling með úrslitin, þar sem stemmingin var svo góð var ákveðið að horfa líka á fegurðarsamkeppni Íslands á breiðtjaldi kvöldið eftir og var það líka gaman þó ekki eins fjölmennt væri.
Á laugardaginn var svo aðalfundur hjá Halaleikhópnum þar sem urðu talsverðar mannahrókingar í stjórninni, allt gekk eins og í sögu nema reikningarnir sem ekki voru tilbúnir en þá er bara að hittast aftur næsta föstudag og klára það dæmi.
Laugardagskvöldið fór svo í þetta fína grillpartý og Eurovisiongláp. Mikil stemming fram eftir morgni og mikið stuð.
Ég vil óska nýrri stjórn Halaleikhópsins góðs gengis á komandi leikári og hlakka til samstarfs við þau.
Þetta eru búnir að vera annasamir dagar í félagslífinu. Kláraði á föstudaginn að ganga frá síðustu búningunum úr Kirsuberjagarðinum.
Á fimmtudaginn horfðum við Halafélagar og vinir saman á forkeppni Eurovision á breiðtjaldi, góð stemming í hópnum en smá spæling með úrslitin, þar sem stemmingin var svo góð var ákveðið að horfa líka á fegurðarsamkeppni Íslands á breiðtjaldi kvöldið eftir og var það líka gaman þó ekki eins fjölmennt væri.
Á laugardaginn var svo aðalfundur hjá Halaleikhópnum þar sem urðu talsverðar mannahrókingar í stjórninni, allt gekk eins og í sögu nema reikningarnir sem ekki voru tilbúnir en þá er bara að hittast aftur næsta föstudag og klára það dæmi.
Laugardagskvöldið fór svo í þetta fína grillpartý og Eurovisiongláp. Mikil stemming fram eftir morgni og mikið stuð.
Ég vil óska nýrri stjórn Halaleikhópsins góðs gengis á komandi leikári og hlakka til samstarfs við þau.
19.5.05
Skólafíknin að drepa mann
Sit hér upp í skóla og naga neglurnar var plötuð til að mæta klst of snemma. Einkunnirnar eru sem sagt að renna inn næsta klukkutímann. Mikil spenna í loftinu. Ekki það að ég haldi að ég hafi neitt að óttast.
Í kvöld verður svo horft á forkeppnina í Eurovision á breiðtjaldi í Halanum vonandi með sem flestum Hölum.
LaugardagsEurovison er aftur á móti flóknari mörg boð um Eurovisionpartý eru í hendi svo nú er úr vöndu að ráða en kemur í ljós.
Mér sýnist á öllu að Pálína sé búin að eiga til hamingju með prinsinn Pálína og ThorBjörn.
En þar sem ég er orðinn forfallinn skólafíkill er ég búinn að skrá mig í meiri skóla fer á námskeið í MySQL og Asp í Tölvuskólanum Þekkingu í næstu viku þannig að aðgerðarleysið er úti í bili enda nóg komið af svo góðu fyrir minn smekk.
Í kvöld verður svo horft á forkeppnina í Eurovision á breiðtjaldi í Halanum vonandi með sem flestum Hölum.
LaugardagsEurovison er aftur á móti flóknari mörg boð um Eurovisionpartý eru í hendi svo nú er úr vöndu að ráða en kemur í ljós.
Mér sýnist á öllu að Pálína sé búin að eiga til hamingju með prinsinn Pálína og ThorBjörn.
En þar sem ég er orðinn forfallinn skólafíkill er ég búinn að skrá mig í meiri skóla fer á námskeið í MySQL og Asp í Tölvuskólanum Þekkingu í næstu viku þannig að aðgerðarleysið er úti í bili enda nóg komið af svo góðu fyrir minn smekk.
16.5.05
Tóm leti og bókalestur
Jæja þá er þessari letihelgi að ljúka. Hafi ég verið á 100 í allan vetur var ég á 3 þessa helgina gerði akkurat ekki neitt.
Og þó las eins og eitt leikrit sem mér líst nokkuð vel á fyrir Halann.
Datt svo í bókina hans Sigmundar Ernis Rúnarssonar, Barn að eilífu, og skemmst frá því að segja að hún er mjög sérstök og góð lesning las hana í einum spreng hraðar en Da Vinsi lykilinn þá er nú mikið sagt. Mæli með að allir lesi þessa bók einstök saga sögð af mikilli einlægni saga sem snertir mann djúpt.
Og þó las eins og eitt leikrit sem mér líst nokkuð vel á fyrir Halann.
Datt svo í bókina hans Sigmundar Ernis Rúnarssonar, Barn að eilífu, og skemmst frá því að segja að hún er mjög sérstök og góð lesning las hana í einum spreng hraðar en Da Vinsi lykilinn þá er nú mikið sagt. Mæli með að allir lesi þessa bók einstök saga sögð af mikilli einlægni saga sem snertir mann djúpt.
11.5.05
Ellin færist yfir með tilheyrandi gleði
Enn er allt í rólegheitum hjá mér finn að ég er mjög þreytt eftir veturinn, skrokkurinn æmtir og skræmtir. En kraftaverkin gerast ég er farin að geta sofið fram undir hádegi man ekki eftir því áratugum saman. Kannski er þetta allt bara elli.
Eyddi gærdeginum með Heklu við ýmislegt stúss sem ekki má segja frá. Alltaf yndislegt að eiga svona prinsessu fyrir barnabarn. Og að eiga með henni leyndarmál er alger forréttindi.
Í gærkveldi helltust svo nokkrir Halar inn í kaffi og og svo fleiri Halar úr varð fín kvöldstund við spjall yfir kaffisopum. Mikið var spáð í hvort ætti að halda Eurovisionpartý eða ekki og auðvita ýmislegt annað tengt Halanum og og öryrkja umræðunni sem ekki verður farið nánar útí núna.
En nú í dag á minn heittelskaði eiginmaður afmæli. Til hamingju með daginn elskan mín.
Eyddi gærdeginum með Heklu við ýmislegt stúss sem ekki má segja frá. Alltaf yndislegt að eiga svona prinsessu fyrir barnabarn. Og að eiga með henni leyndarmál er alger forréttindi.
Í gærkveldi helltust svo nokkrir Halar inn í kaffi og og svo fleiri Halar úr varð fín kvöldstund við spjall yfir kaffisopum. Mikið var spáð í hvort ætti að halda Eurovisionpartý eða ekki og auðvita ýmislegt annað tengt Halanum og og öryrkja umræðunni sem ekki verður farið nánar útí núna.
En nú í dag á minn heittelskaði eiginmaður afmæli. Til hamingju með daginn elskan mín.
6.5.05
Rólegheita dagur og mikil kaffidrykkja
Enn tiltölulega rólegt hér á bæ. Smá fundarhöld í félagsmálanefndinni í hádeginu yfir kaffibolla.
Skellti mér svo í Vin þar var allt á ferð og flugi verið að tæma eldhúsið, fáum loks nýja innréttingu en það er eitthvað lekavandamál í gangi í eldhússkápunum sem vonandi verður komið í veg fyrir. Nú svo var Víðsýn á fullu að undirbúa ferðina til Köben og óska ég þeim góðrar ferðar. Þáði meira kaffi þar.
Þegar heim var komið fór ég í kaffi á neðri hæðina en þar býr Hjálmar mágur minn og fjölskylda sem ég hef ekki haft tíma til að sinna mikið síðan þau fluttu suður, bæti úr því.
Nú svo komu vinir og leikfélagar í heimsókn í röðum í kaffi, einn vantaði knús annan tölu. Von er á fleiri leikfélögum í spilamennsku í kvöld þannig að nóg rennur af kaffinu þennan daginn.
Er ekki sagt að kaffi hressi bæti og kæti eða var það malt?
Skellti mér svo í Vin þar var allt á ferð og flugi verið að tæma eldhúsið, fáum loks nýja innréttingu en það er eitthvað lekavandamál í gangi í eldhússkápunum sem vonandi verður komið í veg fyrir. Nú svo var Víðsýn á fullu að undirbúa ferðina til Köben og óska ég þeim góðrar ferðar. Þáði meira kaffi þar.
Þegar heim var komið fór ég í kaffi á neðri hæðina en þar býr Hjálmar mágur minn og fjölskylda sem ég hef ekki haft tíma til að sinna mikið síðan þau fluttu suður, bæti úr því.
Nú svo komu vinir og leikfélagar í heimsókn í röðum í kaffi, einn vantaði knús annan tölu. Von er á fleiri leikfélögum í spilamennsku í kvöld þannig að nóg rennur af kaffinu þennan daginn.
Er ekki sagt að kaffi hressi bæti og kæti eða var það malt?
5.5.05
Ýmislegt drífur á dagana
Skrítið þegar maður hættir einhverju um tíma hvað það er erfitt að byrja aftur. Kemst einhvern veginn ekki af stað með bloggið en reyni þó.
Gærdagurinn varð viðburðarríkur ég var að hamast við að slappa af en var alltaf kominn í að gera eitthvað ofvirknin að drepa mig stundum.
Seinnipartinn fór ég í Bingó hjá Víðsýn, sem var glæsilegt hjá þessu indæla ferðafélagi sem ég átti þátt í að koma á koppinn. Nú er verið að safna fyrir ferð til Noregs á norrænt geðhjálparmót. Haldið þið að ég hafi ekki unnið 1. vinning miða fyrir tvo í Þjóðleikhúsið og út að borða fyrir tvo á Carpe Diem. Æðislegt kvöld sem sagt í uppsiglingu fljótlega.
Um kvöldið var svo gengið hratt og örugglega til verks í búningaflokkun eftir Kirsuberjagarðinn. Allir höfðu verið duglegir að þvo og skiluðu þessu flestir með sóma. Upp kemur aftur á móti mikill söknuður þegar maður sér á eftir þessum fínu búningum ofan í kassana aftur með öllum þeim tilfinningum sem þeim fylgja.
Ég fór svo hlaðin propsi heim merkilegt hvað maður dregur alltaf mikið að propsi heiman frá sér kannski bý ég bara í leikmunageymslu.
Á leiðinn heim fékk ég sms Hekla á slysó hjartað tók kipp og maginn fór í hnút, náði strax símasambandi við Sigrúnu og fékk fréttir. Hekla hafði verið í hjólatúr á nýja hjólinu sínu þegar bremsurnar gáfu sig á versta stað þegar hún var að fara niður brekku. Endaði á steinvegg og guði sé lof hún var með hjálm sem bjargaði henni frá stórslysi en hjálmurinn er ónýtur.
Af Heklu er það að segja að hún er með kúlu á framhandleggsbeini, beinið er sem sagt bogið (ekki spyrja mig nánar skil þetta ekki sjálf) ekkert hættulegt en þarf að vera í gifsi á hægri í ½ mánuð, Með fjólubláa höku og hné, og tvöfaldar varir. Heimsótti skvísuna í dag og hún er mjög hress og dugleg sannfærði afa og ömmu um að þetta batni nú allt með tímanum.
Skelltum okkur svo í Scrabbl með margumtöluðum vinum fram eftir nóttu.
Í dag dreif ég svo í að klára hljóðtækniverkefnið með tilheyrandi vandamálum þetta er eitt af því sem ekki liggur vel fyrir mér en hafðist á endanum. Engin hljóðdæmi hér.
Gærdagurinn varð viðburðarríkur ég var að hamast við að slappa af en var alltaf kominn í að gera eitthvað ofvirknin að drepa mig stundum.
Seinnipartinn fór ég í Bingó hjá Víðsýn, sem var glæsilegt hjá þessu indæla ferðafélagi sem ég átti þátt í að koma á koppinn. Nú er verið að safna fyrir ferð til Noregs á norrænt geðhjálparmót. Haldið þið að ég hafi ekki unnið 1. vinning miða fyrir tvo í Þjóðleikhúsið og út að borða fyrir tvo á Carpe Diem. Æðislegt kvöld sem sagt í uppsiglingu fljótlega.
Um kvöldið var svo gengið hratt og örugglega til verks í búningaflokkun eftir Kirsuberjagarðinn. Allir höfðu verið duglegir að þvo og skiluðu þessu flestir með sóma. Upp kemur aftur á móti mikill söknuður þegar maður sér á eftir þessum fínu búningum ofan í kassana aftur með öllum þeim tilfinningum sem þeim fylgja.
Ég fór svo hlaðin propsi heim merkilegt hvað maður dregur alltaf mikið að propsi heiman frá sér kannski bý ég bara í leikmunageymslu.
Á leiðinn heim fékk ég sms Hekla á slysó hjartað tók kipp og maginn fór í hnút, náði strax símasambandi við Sigrúnu og fékk fréttir. Hekla hafði verið í hjólatúr á nýja hjólinu sínu þegar bremsurnar gáfu sig á versta stað þegar hún var að fara niður brekku. Endaði á steinvegg og guði sé lof hún var með hjálm sem bjargaði henni frá stórslysi en hjálmurinn er ónýtur.
Af Heklu er það að segja að hún er með kúlu á framhandleggsbeini, beinið er sem sagt bogið (ekki spyrja mig nánar skil þetta ekki sjálf) ekkert hættulegt en þarf að vera í gifsi á hægri í ½ mánuð, Með fjólubláa höku og hné, og tvöfaldar varir. Heimsótti skvísuna í dag og hún er mjög hress og dugleg sannfærði afa og ömmu um að þetta batni nú allt með tímanum.
Skelltum okkur svo í Scrabbl með margumtöluðum vinum fram eftir nóttu.
Í dag dreif ég svo í að klára hljóðtækniverkefnið með tilheyrandi vandamálum þetta er eitt af því sem ekki liggur vel fyrir mér en hafðist á endanum. Engin hljóðdæmi hér.
3.5.05
Áframhaldandi annir !!!
Ég sem hélt ég væri að sigla inn í náðuga daga en það hefur nú verið öðru nær. Á hverjum degi síðan skólanum lauk hafa hrúgast á mig alls kyns skemmtileg verkefni að leysa og svo er maður nú aðeins farinn að sinna fjölskyldunni smá.
Annars hef ég verið í hverju afmælinu á fætur öðru Gabríel varð 3 ára í síðustu viku og hélt uppá það með glæsibrag á sunnudaginn. Frosti átti afmæli þann sama dag varð 33 ára. Takk fyrir mig báðir tveir.
Ég er svo á leið í 60 ára afmæli hjá mági mínum Hjálmari Sigurðsyni. Til hamingju með daginn kæri mágur.
Annars hef ég verið að stússast ýmislegt í félagsmálunum. Fór á samráðsfund athvarfanna hjá Hugarafli á föstudaginn, kraftmikill hópur þar. Hitti Vini mína í Vin reglulega og er að stússa í undirbúningi fyrir kynningarfund fyrir Sjálfsbjörg lsf. á Grundarfirði svo fátt eitt sé talið.
Nú svo þarf víst að fara að huga að því að pakka niður búningum og propsi sem tilheyrir Kirsuberjagarðinum.
Og svo má víst ekki gleyma að sinna sjálfri sér sem ég hef verið mjög ódugleg við í vetur, drífa sig í klössun hjá sjúkraþjálfaranum og annað slíkt.
Nú er Trimmklúbburinn að fara að stað með göngurnar í laugardalnum og ætla ég að vera dugleg að mæta þar.
Annars hef ég verið í hverju afmælinu á fætur öðru Gabríel varð 3 ára í síðustu viku og hélt uppá það með glæsibrag á sunnudaginn. Frosti átti afmæli þann sama dag varð 33 ára. Takk fyrir mig báðir tveir.
Ég er svo á leið í 60 ára afmæli hjá mági mínum Hjálmari Sigurðsyni. Til hamingju með daginn kæri mágur.
Annars hef ég verið að stússast ýmislegt í félagsmálunum. Fór á samráðsfund athvarfanna hjá Hugarafli á föstudaginn, kraftmikill hópur þar. Hitti Vini mína í Vin reglulega og er að stússa í undirbúningi fyrir kynningarfund fyrir Sjálfsbjörg lsf. á Grundarfirði svo fátt eitt sé talið.
Nú svo þarf víst að fara að huga að því að pakka niður búningum og propsi sem tilheyrir Kirsuberjagarðinum.
Og svo má víst ekki gleyma að sinna sjálfri sér sem ég hef verið mjög ódugleg við í vetur, drífa sig í klössun hjá sjúkraþjálfaranum og annað slíkt.
Nú er Trimmklúbburinn að fara að stað með göngurnar í laugardalnum og ætla ég að vera dugleg að mæta þar.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)