24.5.05

Margt fer öðruvísi en áætlað er

Já er það ekki það sem gefur lífinu gildi þegar lífið tekur óvæntar beygjur. Ekki það að það sé neitt sérstakt að gerast hjá mér er skólabróðir minn og vinur hann Kiddi 3 er á ferðalagi um Ameríku sem hann var búinn að plana svo vel og svo breyttust ýmsar forsendur en hann lætur það ekkert á sig fá og gaman að fylgjast með þeim félögum slóðin á ferðasöguna ofl er hér Set svo slóðina á tenglalistann.

Hef verið í ýmsu stússi varðandi fyrirhugaða ferð í Grundarfjörð og svona sitt lítið af hverju af verkefnum sem týnast inn á hverjum degi.

Annars er ég bara að njóta lífsins og tel dagana þar til opnar upp í Krika sumarparadísina miklu.

Í kvöld byrja ég svo á tölvunámskeiðinu og hlakka ég mikið til, skildi ég vera eina konan og 20 - 30 árum eldri en aðrir nemendur?

Gekk frá greiðslu á Leiklistarhátíðina í júní þannig að nóg er að hlakka til á þessum bæ.

Af mínum heittelskaða er svo það að frétta að hann er búinn að vera mjög slæmur undanfarið og er að fara á morgun í mílógrafíu vonandi finna læknarnir eitthvað sem þeir geta bætt.

Sonurinn kom mjög vel út úr skólanum með fyrsta flokks einkunnir og erum við hjónakornin ákaflega stolt af stráksa.

Dóttirin sótti um í Kennaraskólanum í fjarnám næsta vetur og krossum við nú bara puttana og vonum að hún komist inn enda á hún mjög auðvelt með að læra og tími til kominn að hún haldi því áfram. Sennilega eru þau líka að fá íbúð þessa dagana þannig að framtíðin ætti að vera björt.

Yndislegir krakkar sem við eigum og ekki má gleyma prinsessunni fyrst farið er að renna yfir fjölskyldumálin hún er bara á kafi í skóla "eins og amma" og svo að leika við vinkonur sínar alla daga. Hamingjusöm og sæl að mestu búin að ná sér eftir fallið á hjólinu en rög ennþá en það kemur

Engin ummæli: