26.5.05

Púki á öxlinni og símaþarfagreining

Stundum held ég að ég sé alveg að tapa mér!!!

Var á tölvunámskeiðinu og mitt litla sjálfstraust pompaði alveg í botn. Litli púkinn inn í mér fór að hvísla í eyrað á mér þú kannt ekkert, getur ekki lært ert ömurleg osfrv. Mér sem sagt gekk illa í kvöld en er nú samt ekki búin að gefast upp. Baráttuandinn er enn til staðar. Lifi byltingin.

Það fyrsta sem var sagt við mig þegar ég mætti á svæðið í kvöld var þú er með blogg!!! Úbs hugsaði ég hvað var ég nú að skrifa?

Já þetta með bloggið sem byrjaði í ágúst 2004 sem smá partur af textameðferðar kúrs hefur aldeilis undið upp á sig. Hef orðið forfallinn bloggari þó ég sé búin að vera í svolítilli lægð undafarið þá á það sér sínar skýringar.

Merkilegur annars þessi smá púki sem stundum verður að risa og tekur öll völd kannist þið við hann?

Annars er síminn minn að gefa upp öndina og ég var að skoða síma og bera saman, hrikalega er erfitt að velja, nóg er úrvalið.

Byrjaði að þarfa greina, þarf að geta hringt og svarað, vera með klukku og titrara algert must. Góðu batteríi veit bara ekki hvað er gott og hvað ekki. Þarf að geta sent og móttekið sms með myndskilboðum held ég. Mikið meira ætti ekki að þurfa eða hvað? Þegar ég fór að skoða sá ég ýmislegt sem er í þessum græjum eins og myndavél, þarf hana ekki alveg viss, útvarp gæti verið gott að hafa ef eldgos brysti á náttúruhamfarafíkillinn ég. Svo er það tískufyrirbrigðið sem er ansi sniðugt Mp3 spilarinn gæti verið gott að hafa. Nú svo GSP staðsetningartæki,hvenær skildi ég þurfa þess þegar ég tapa mér í leiklistinni...........

Komst ekki að neinni niðurstöðu hafið þið einhverjar tillögur? Á meðan biðst ég bara afsökunar á öllum skiptunum sem slitnar þegar ég er að babla við ykkur kæru vinir og fjölskylda en síminn minn er orðinn 75% öryrki í stíl við........hálfa þjóðina ef marka má fjölmiðla. Það kom sem sagt að því að maður væri í tísku.

1 ummæli:

Kjaftaskurinn sagði...

Það er náttúrulega alveg bráðnauðsynlegt að hafa GÓÐAN titrara á símanum...hneggg