Ég sem hélt ég væri að sigla inn í náðuga daga en það hefur nú verið öðru nær. Á hverjum degi síðan skólanum lauk hafa hrúgast á mig alls kyns skemmtileg verkefni að leysa og svo er maður nú aðeins farinn að sinna fjölskyldunni smá.
Annars hef ég verið í hverju afmælinu á fætur öðru Gabríel varð 3 ára í síðustu viku og hélt uppá það með glæsibrag á sunnudaginn. Frosti átti afmæli þann sama dag varð 33 ára. Takk fyrir mig báðir tveir.
Ég er svo á leið í 60 ára afmæli hjá mági mínum Hjálmari Sigurðsyni. Til hamingju með daginn kæri mágur.
Annars hef ég verið að stússast ýmislegt í félagsmálunum. Fór á samráðsfund athvarfanna hjá Hugarafli á föstudaginn, kraftmikill hópur þar. Hitti Vini mína í Vin reglulega og er að stússa í undirbúningi fyrir kynningarfund fyrir Sjálfsbjörg lsf. á Grundarfirði svo fátt eitt sé talið.
Nú svo þarf víst að fara að huga að því að pakka niður búningum og propsi sem tilheyrir Kirsuberjagarðinum.
Og svo má víst ekki gleyma að sinna sjálfri sér sem ég hef verið mjög ódugleg við í vetur, drífa sig í klössun hjá sjúkraþjálfaranum og annað slíkt.
Nú er Trimmklúbburinn að fara að stað með göngurnar í laugardalnum og ætla ég að vera dugleg að mæta þar.
3.5.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli