22.5.05

Annasamir dagar í félagslífinu

Ég kom mjög vel út úr skólanum og er mjög ánægð með eina 7 eina 8 þrjár 9 og eina 10. Finnst það ansi gott miðað við aldur of fyrri störf ;-)

Þetta eru búnir að vera annasamir dagar í félagslífinu. Kláraði á föstudaginn að ganga frá síðustu búningunum úr Kirsuberjagarðinum.

Á fimmtudaginn horfðum við Halafélagar og vinir saman á forkeppni Eurovision á breiðtjaldi, góð stemming í hópnum en smá spæling með úrslitin, þar sem stemmingin var svo góð var ákveðið að horfa líka á fegurðarsamkeppni Íslands á breiðtjaldi kvöldið eftir og var það líka gaman þó ekki eins fjölmennt væri.

Á laugardaginn var svo aðalfundur hjá Halaleikhópnum þar sem urðu talsverðar mannahrókingar í stjórninni, allt gekk eins og í sögu nema reikningarnir sem ekki voru tilbúnir en þá er bara að hittast aftur næsta föstudag og klára það dæmi.

Laugardagskvöldið fór svo í þetta fína grillpartý og Eurovisiongláp. Mikil stemming fram eftir morgni og mikið stuð.

Ég vil óska nýrri stjórn Halaleikhópsins góðs gengis á komandi leikári og hlakka til samstarfs við þau.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með einkunnirnar, þetta er frábært:-) Ég hlakka til samstarfsins.