Hvernig er þetta hægt? Ég er sífellt að koma mér í verkefni upp fyrir haus. Varla búin með eitt þegar annað byrjar eða eins og núna allt í gangi í einu. Merkileg árátta að geta aldrei slakað á.
Ég gaf mér samt tíma fyrir prinsessuna mína um helgina, við áttum notalega stundir saman fórum í grasagarðinn og Krika og dúlluðum okkur heima, yndislegar stundir sem verða fleiri fljótlega. Heppin kona ég að eiga svona frábært barnabarn sem nennir að hanga með ömmu og afa og leiðist það ekki.
Hef annars verið að stússast í félagsmálunum og sinna heimilisverkum, sem sagt tekin við húsmóðurstarfinu. Hvort ég stend mig almennilega í því er svo annað mál.
En aðalverkefnið þessa dagana er MySQL námskeiðið sem er vægast sagt mjög erfitt og skánar lítið, held ég hafi aðeins tekið of stórt stökk í menntunarstússinu núna. En ég er nú ekki búin að gefast upp tek bara meira lýsi og bið til guðs nú þarf ég á englunum mínum að halda líka ;-)
Ekkert gengur að finna rétta símann þannig að enn er ég hálfsambandslaus við umheiminn enda hvort eð er með nefið fast við tölvuna að reyna að skilja kóda. Lítið hefur borið á tillögum enn kannski allir séu hættir að lesa bloggið mitt?
Jæja en ég hef heldur ekki mátt vera að því að lesa mikið blogg undafarið þannig að ég tek kannski bara törn við næsta tækifæri.
Annars er það helst í fréttum að læknirinn hringdi loksins í Ödda í dag og sagði þetta ekki líta allt of vel út, mikil þrengsli í mænugöngunum alveg stífluð neðst og ýmislegt ekki eins og það ætti að vera. Næsta skref er að bæklunarlæknirinn og taugalæknirinn fundi og finni leið til að láta kalli líða betur. Allavega er ljóst að það er uppskurður framundan. Hvernig og hvenær er enn óljóst en koma tímar koma ráð.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli