11.5.05

Ellin færist yfir með tilheyrandi gleði

Enn er allt í rólegheitum hjá mér finn að ég er mjög þreytt eftir veturinn, skrokkurinn æmtir og skræmtir. En kraftaverkin gerast ég er farin að geta sofið fram undir hádegi man ekki eftir því áratugum saman. Kannski er þetta allt bara elli.

Eyddi gærdeginum með Heklu við ýmislegt stúss sem ekki má segja frá. Alltaf yndislegt að eiga svona prinsessu fyrir barnabarn. Og að eiga með henni leyndarmál er alger forréttindi.

Í gærkveldi helltust svo nokkrir Halar inn í kaffi og og svo fleiri Halar úr varð fín kvöldstund við spjall yfir kaffisopum. Mikið var spáð í hvort ætti að halda Eurovisionpartý eða ekki og auðvita ýmislegt annað tengt Halanum og og öryrkja umræðunni sem ekki verður farið nánar útí núna.

En nú í dag á minn heittelskaði eiginmaður afmæli. Til hamingju með daginn elskan mín.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með Kallinn!!!

Á.Sal og Arndís Hrund

Nafnlaus sagði...

Já til hamingju með karlinn.(-: