Enn tiltölulega rólegt hér á bæ. Smá fundarhöld í félagsmálanefndinni í hádeginu yfir kaffibolla.
Skellti mér svo í Vin þar var allt á ferð og flugi verið að tæma eldhúsið, fáum loks nýja innréttingu en það er eitthvað lekavandamál í gangi í eldhússkápunum sem vonandi verður komið í veg fyrir. Nú svo var Víðsýn á fullu að undirbúa ferðina til Köben og óska ég þeim góðrar ferðar. Þáði meira kaffi þar.
Þegar heim var komið fór ég í kaffi á neðri hæðina en þar býr Hjálmar mágur minn og fjölskylda sem ég hef ekki haft tíma til að sinna mikið síðan þau fluttu suður, bæti úr því.
Nú svo komu vinir og leikfélagar í heimsókn í röðum í kaffi, einn vantaði knús annan tölu. Von er á fleiri leikfélögum í spilamennsku í kvöld þannig að nóg rennur af kaffinu þennan daginn.
Er ekki sagt að kaffi hressi bæti og kæti eða var það malt?
6.5.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli