Skrítið þegar maður hættir einhverju um tíma hvað það er erfitt að byrja aftur. Kemst einhvern veginn ekki af stað með bloggið en reyni þó.
Gærdagurinn varð viðburðarríkur ég var að hamast við að slappa af en var alltaf kominn í að gera eitthvað ofvirknin að drepa mig stundum.
Seinnipartinn fór ég í Bingó hjá Víðsýn, sem var glæsilegt hjá þessu indæla ferðafélagi sem ég átti þátt í að koma á koppinn. Nú er verið að safna fyrir ferð til Noregs á norrænt geðhjálparmót. Haldið þið að ég hafi ekki unnið 1. vinning miða fyrir tvo í Þjóðleikhúsið og út að borða fyrir tvo á Carpe Diem. Æðislegt kvöld sem sagt í uppsiglingu fljótlega.
Um kvöldið var svo gengið hratt og örugglega til verks í búningaflokkun eftir Kirsuberjagarðinn. Allir höfðu verið duglegir að þvo og skiluðu þessu flestir með sóma. Upp kemur aftur á móti mikill söknuður þegar maður sér á eftir þessum fínu búningum ofan í kassana aftur með öllum þeim tilfinningum sem þeim fylgja.
Ég fór svo hlaðin propsi heim merkilegt hvað maður dregur alltaf mikið að propsi heiman frá sér kannski bý ég bara í leikmunageymslu.
Á leiðinn heim fékk ég sms Hekla á slysó hjartað tók kipp og maginn fór í hnút, náði strax símasambandi við Sigrúnu og fékk fréttir. Hekla hafði verið í hjólatúr á nýja hjólinu sínu þegar bremsurnar gáfu sig á versta stað þegar hún var að fara niður brekku. Endaði á steinvegg og guði sé lof hún var með hjálm sem bjargaði henni frá stórslysi en hjálmurinn er ónýtur.
Af Heklu er það að segja að hún er með kúlu á framhandleggsbeini, beinið er sem sagt bogið (ekki spyrja mig nánar skil þetta ekki sjálf) ekkert hættulegt en þarf að vera í gifsi á hægri í ½ mánuð, Með fjólubláa höku og hné, og tvöfaldar varir. Heimsótti skvísuna í dag og hún er mjög hress og dugleg sannfærði afa og ömmu um að þetta batni nú allt með tímanum.
Skelltum okkur svo í Scrabbl með margumtöluðum vinum fram eftir nóttu.
Í dag dreif ég svo í að klára hljóðtækniverkefnið með tilheyrandi vandamálum þetta er eitt af því sem ekki liggur vel fyrir mér en hafðist á endanum. Engin hljóðdæmi hér.
5.5.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli