26.8.04

Þar lá maður í því

Blogg Já nú lágu Danir illa í því ég lenti í þeim hörmungum í skólanum að eitt af skilduverkunum í TEX er að halda úti bloggsíðu. Í sumar hefur gengið Bloggæði alls staðar í kringum mig sem ég hef haft lúmskt gaman að en ekki séð mig alveg fyrir mér sem Bloggara en nú er sem sagt komið að því að byrja að Blogga. Ekki hef ég hugmynd um hvað ég á að skrifa um en það hlýtur að koma þar sem ég er nú hugmyndarík svona yfir höfuð. Það sem mér er efst í huga núna á þessarri stundu er náttúrulega skólinn sem byrjaði á mánudaginn. Ég fékk hörmulega stundatöflu með fullt af götum flesta daga þannig að ég fer oft Ármúlann og Háleitisbrautina í vetur ef þið rekist á mig þar þá bara ekki hrekja mig af leið svo ég detti í þann pytt að gleyma að mæta aftur eftir gat. Annars ætti maður nú að skipuleggja einhvert heilsubótartengt í þessi göt en er ekki komin svo langt ennþá er að læra á stundatöfluna, finna skólastofur og bílastæði sem er frekar flókið mál þessa dagana. Auk þess að pússla bílferðum saman við aðra fjölskyldumeðlimi nú erum við 3 sem deilum bílnum 2 í skóla og svo einkabílstjórinn okkar. Sonur minn er sem sagt í Borgarholtsskóla og líka með götótta stundatöflu og auk þess ökklabrotinn svo hann fær þá frábæru þjónustu hér á heimilinu að vera skutlað hvert sem er. Ég þarf sem sagt að fara að stilla mig betur inn á strætóferðirnar. Jæja en lífið eftir að skólastandi líkur er líka að hefjast á fullu í kvöld er fundur í Halaleikhópnum þar sem ég hef haldið mig viðloðandi sl. ár. Þetta verður spennandi fundur þar sem á að hnýta á lausa enda í vetrarstarfinu. Velja endanlega vonandi nokkur stuttverk til að fara með á stuttverkahátið í október og velja leikara, leikstjóra og fl. í það. Svo er leiklistanámskeið líka framundan ofl ofl. á þeim vígstöðvum. Þannig að það er nóg að gera............

Engin ummæli: