31.1.07

Kjaftaskurinn kominn á kreik á ný :-)

Haldiði að dóttirin sé ekki aftur komin fram á ritvöllinn eftir langt hlé, með þennan líka litla pistil. Endilega kíkið á síðuna hennar

Annars er allt gott að frétta héðan. Leiklistin er allsráðandi í lífinu þessa dagana, stífar æfingar flest kvöld og ýmiss undirbúningur og stjórnarstörf á fullu. Mörg eru handtökin og enn fleiri hugsin.

Handboltinn er að gera mig vitlausa, ég er svo mikill antisportisti að ég þoli ekki hvað hann hefur sett öll plön úr skorðum. En maður reynir að sína fíklunum þolinmæði og bítur á jaxlinn :-)

Fyrsti vísir af propslista er kominn á Halavefinn endilega kíkið á það og verið í bandi ef þið getið aðstoðað við að útvega þá hluti sem vantar. Annars er leikmyndin að rísa og byrjað að mála það sem komið er.

Mér er boðið í 80' partý á laugardaginn og klóra mér stíft í hausnum um það hvað ég eigi að fara í. Einhverjar hugmyndir? Ég er löngu búin að henda öllum flíkum svo gömlum enda hefði ég eflaust ekki passað í þær lengur :-) Hvað gerir maður í svona málum?????????

24.1.07

Og næstsætastur er......

Eða finnst ykkur það ekki? Náði þessari mynd af honum um daginn. Mér finnst hún eitthvað svo lýsa honum vel. Besta mynd af honum sem ég á held ég bara. Varð bara að deila henni með ykkur.
Annars er bara allt fínt að frétta héðan úr húsinu á Sléttunni. Halinn hefur að mestu hertekið okkur skötuhjúin og okkur leiðist það alls ekki :-)

Skrapp þó aðeins í saumaklúbb í gærkvöldi og saumaði nokkuð marga krossa í Drottinn blessi heimilið myndina. Hafði ekki orku í saumavélina.

Var í læknastússi í morgun og ekki orð um það meir.

Æfingar ganga framar vonum á nýja leikritinu okkar og nú er að fara á fullt leit að búningum og leikmunum. Þannig að ekki vera hissa þó hér komi fljótlega listi inn.

Annars ber það helst til tíðinda á þessum bæ antisportistanna að nú er horft á handbolta enda raskar hann öllum æfingaplönum þessa dagana. Meira að segja ég horfði á fyrri hálfleik í dag og tapaði mér alveg yfir þjóðsöngnum. Önnur eins misþyrming á honum ég bara varð mjög hneyksluð og eins og þið vitið vonandi flest þá kemur það ekki oft yfir mig. Hélt þetta mætti bara alls ekki. Skyldi Ólafur Ragnar ekki vita af þessu. ...................

21.1.07

Hekla mín er ljúfust allra


Veit ekki hvar ég væri stödd án hennar. Hún færði mér þetta ljóð í vikunni:


Amma mín er ljúf og góð

ég elska hana mikið

alltaf svo falleg og rjóð

og af hjarta mínu getur þurrkar rykið

Takk Hekla mín. Þetta var akkurat það sem ég þurfi að fá þessa vikuna.

19.1.07

ýmislegt í gangi

Ekki hefur verið mikið bloggað það sem af er ári. Ekki það að það hafi ekki verið nóg að gerast heldur bara meira framtaksleysi.

Æfingatímabilið í Halaleikhópnum fór af stað á fullu strax eftir áramót og fljótlega kom í ljós að mér var falið að vera aðstoðarleikstjóri surprise surprise hélt að allir væru löngu orðnir hundleiðir á stjórnseminni í mér. En Ármann bað um þetta og ég sem sagt sagði já.

Minn heittelskaði fékk hlutverk Dr. Bjarngeirs svo nú erum við hjónakornin meira og minna með hugann niðrí Hala ef við erum þá ekki þar.

Allt fór vel af stað og frekar hefðbundið, nokkrir byrjuðu og hættu við, það vantaði lengi leikara í ákv. hlutverk en þetta hafðist allt. Mér tókst að landa einum af bensínstöðinn sem hafði verið með mér á leiklistarnámskeiði hjá Helgu Völu. Svo nú lítur þetta allt vel út.

Stjórnin er full af reynsluboltum svo ég vona að nú lendi ekki allt í stressi síðustu vikurnar. Við erum að reyna að skipuleggja allt mjög vel, vonandi ekki þó um of :-)

Leikritið heitir sem sagt Batnandi maður og er frumsamið fyrir okkur af Ármanni Guðmundssyni sem leikstýrir okkur líka.

Þess á milli er ég búin að vera heltekin af skartgripagerð síðan í desember og finnst það bara gaman. Hér fæðast nýjir og nýjir eyrnalokkar næstum daglega og stundum hálsfestar er ekki komin á fullt skrið með þær enn.

Heilsan hefur ekki verið góð en reynt eftir fremsta megni að láta hana ekki stjórna hvernig lífinu er hagað.

Nú og ekki má gleyma félagsmálunum. Félgasmálanefnd Sjálfsbjargar er að hrinda af stað mjög spennandi verkefni sem ég vona að ég verði virkur þátttakandi í. Allt stefnir í ferðlög á þeim bæ.

Ferðafélagið Víðsýn er svo komið á fullt skrið, búið að ákveða að skreppa til London í lok maí og í hressingar og hvíldardvöl að Sólheimum í Grímsnesi í ágúst. Þar er allt að fara á fullt að undirbúa hið árlega fjáröflunarbingó sem verður þann 3. mars n.k. Munið að taka daginn frá :-)

Ekki má svo gleyma fjölskyldunni sem ég reyni að sinna líka, kjötsúpufjölskyldukvöld í kvöld.

Verð vonandi duglegri að blogga á næstunni.

17.1.07

Takk Takk Takk

Já takk fyrir öll skemmtilegu svörin sem komu við síðasta pistli Það var algert æði. En af gefnu tilefni þá er ég ekki í samfylkingunni !!!
Nokkrir höfðu samband og vildu commenta en kunnu það ekki svo hér koma leiðbeiningar:
Neðst undir hverjum pistli kemur nafnið mitt og tímasetningar á blogginu,
í næstu línu þar fyrir neðan kemur comment undirstrikað klikkið á það þá kemur upp það sem þegar hefur verið commentað á viðkomandi pistil neðstí í því er aftur undirstrikað post á comment klikkið á það, þá kemur gluggi sem með kassa hægra megin þar sem þið skrifið inn það sem þið viljið og endilega setjið nafnið ykkar í það líka Mjói kassinn fyrir ofan er ef þið viljið setja inn fyrirsögn. Fyrir neðan kassann er lína sem segir goggle bloggar / other / anonyminus
þar þarftu að velja milli ef þú er bloggari hjá blogspot eða gmail.com merkiðu í þá reyti en ef þú ert ekki bloggari í viðkomandi kerfum Hakarðu við other og þarf ekkert að hugsa um username og password heldur ferð bara beint í appelsínugula kassann sem á stendur publish your comment og klikkar á hann og það er nú allt of sumt. Þá ætti kommentin að vera komið á vefinn. Vonandi hafið þið gagn af þessu leiðbeiningum þvi það er svo gaman að fá öðru hverju comment. Líka svo maður hafi einhverja hugmynd um hverjir koma á þessa síðu.

12.1.07

Þekkir þú mig ?

Jæja þar sem mikill bloggdoði ríkir hér á bæ þessa dagana. Ætla ég að taka áskorun frá Arndísi og setja hér inn spurningarlista sem ég vona að þið nennið að svara, bara svona til gamans.

1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Ef þú þekktir mig ekki, og mættir mér eitthversstaðar, myndirðu halda að ég væri á föstu eða lausu?
4. Hversu vel telurðu þig þekkja mig?
5. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það.
6. Lýstu mér í einu orði.
7. Hvað er mest einkennandi við mig?
8. Hvaða búðir elska ég að fara í?
9. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
10. Þegar þú hugsar til mín hvaða fimm hlutir detta þér fyrst í hug?
11. Hvernig stelpa er ég, og í hvaða týpu flokkarðu mig?
12. Hvað minnir þig á mig?
13. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
14. Hversu vel þekkiru mig?
15. Hefur þig einhvern tímann langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
16. Ætlarðu að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?
17. Lokaorð til mín?

11.1.07

Fyllist depurð

Eins og ég hef nú gaman af öllu jólastússinu þetta árið þá fyllist ég depurð núna þegar ég er að reyna að taka niður jólaskrautið. Það er eitthvað óvenju erfitt þetta árið, samt vil ég ekki hafa það uppi lengur núna.

4.1.07

Stóra stundin er alveg að fara að renna upp

Loksins er 4. janúar runnin upp. Dagurinn sem ég er búin að hlakka svo til. Fyrsti samlestur á leikritinu sem hann Ármann hefur verið að skrifa fyrir okkur. Batnandi maður heitir það og fjallar um togarajaxl sem lendir í vinnuslysi og ákveður að nýta sér kerfið til fullnustu enda hafi öryrkjar það svo gott. Hann lendir í ýmsu og Hátúnsklíkan, Sporðdrekinn, Maskarinn, Kerfiskelling og boccia kemur við sögu. Nánari lýsing á leikritinu er að finna á www.halaleikhopurinn.is

Þetta leikrit leggst vel í mig allavega er ég búin að hlægja mikið af þeim pörtum af handriti sem ég hef þegar séð. Svo nú er bara að sjá til hvort maður fái einhver verkefni í kringum leikritið eða hvort maður er úti í kuldanum...........

Allavega vona ég að fjölmenni mæti á fyrsta samlesturinn sem byrjar kl. 20.00 í kvöld. Hlakka til að hitta alla Halana og kannski einhverja nýja. Enda eru allir velkomnir næg eru handtökin sem þarf að manna.

Gaman gaman sem sagt í dag.

3.1.07

Til hamingju með afmælið Ísak Orri og Svavar og Rebekka og Auður

já ekkert lát er á afmælunum þessa dagana. Í dag 3. jan. er Ísak Orri 11 ára, Ísak er sonur Jóa hennar Auðar, hennar Iddu heitinnar systir hans Ödda míns. Er þetta nokkuð langsótt. Hann er einn af þeim sem ég er alltaf að skreppa til Akureyrar að heimsækja. Nú er hann staddur á Kanaríeyjum ásamt stórfjölskyldunni. Til lukku með daginn Ísak minn.

Stórfjölskyldunni já Svavar mágur er þar líka en hann á afmæli á morgun. Til hamingju Svavar minn vonandi hafið þið það gott á Kanarí.

Rebekka Bjarnadóttir vinkona mín og ferðafélagi verður 60 ára þann 6. jan. nk. Við höfum ferðast mikið saman og leitast við að fá að vera saman í herbergi ef þess er nokkur kostur. Við erum líka saman í stjórn Víðsýnar og í sjálfboðaliðahóp RKÍ sem sér um kynningar á geðdeildum. Góð kona og merkileg. Hér er hún uppstríluð að fara í kvöldmat á fína hótelinu í Malaga í fyrravetur. Til hamingju með daginn Rebekka mín.


Auður uppeldissystir hans Ödda og frænka verður svo 50 ára þann 8. janúar nk. við vorum í svaka flottir fjölskylduveislu hjá henni á gamlárskvöld nú er hún á Kanarí. Hér er hún með yngsta barnabarnið í fanginu hann Almar Leó bróðir hans Ísaks. Til lukku Auður mín.


Jæja nóg af afmæliskveðjum þennan mánuðinn, sé til hvort ég nenni að setja inn áramótamyndirnar. Annars er að helst að frétta fyrir utan leikhúslífið að ég stútaði myndavélinni minni góðu á gamlársdag mér til mikillar hrellingar. Hún er búin að reynast mér vel og hefur verið mér einkar kær. Það á eftir að koma í ljós hvort það er hægt að lagfæra hana. Og hvort það borgar sig. .......