31.12.05

Gleðilegt ár

GLEÐILEGT ÁR OG TAKK FYRIR ÞAÐ GAMLA

Áfram með leikinn

Bloggleikurinnheldur áfram þessir hafa sagt sína skoðun á mér og niðurstaðan er hér:

Hanna

1. Drífandi orkubolti, alltaf gott að fá knús frá Ásu Hildi.
2. Edlewiesse/Sound of music.
3. Diet kók.
4. Ogvodafone og Síminn minn.
5. Fyrsta minningin er frá mínum fyrsta aðalfundi í Halanum minnir að það hafi verið 2000. Við gengum í Halann.
6. Lax.
7. Eins og hjá Arndísi, ef það er eitthvað sem brennur á mér að vita varðandi Ásu þá spyr ég strax

Árni

1. Drífandi, orkumikill hógvær partýbolti.
2. White Christmas/Sound of music
3. Kirsuber
4. Internettengingin heima hjá mér...
5. Sjálfsbjörg í þoku, Halinn gerði línur MIKLU skýrari.
6. Örn... auðvitað.
7. Má Örn ekki fara að safna skeggi aftur?

Sigrún Ósk (dóttirin)

1. Þú hlærð alveg svakalega hátt
2. Sound of music, ekki spurning
3. hmmmmmm Ég veit ekki
4. Ég botna bara ekkert í þessu sem átti að meika sens bara fyrir mig og þig....
5. Ég man eftir að hafa verið skömmuð fyrir að borða graslauk í Langagerðinu.
6. Hrútur
7. Geturðu einhvern tíma verið í sömu peysunni 2 daga í röð?

María Jónsd

Ása Hildur:
1. Þú ert ákveðin, hreinskilin og góður hlustandi
2.My favourite things/Sound of music
3.Diet coke
4. Við gerum þetta saman þrátt fyrir....
5.Það tengist eitthvað Halanum...kannski fyrra leiklistarnámskeiðið hjá Guðjóni??
6.Mér dettur ekkert í hug....
7.Ég held ég þurfi ekki að spyrja þig að neinu...

Hef það ekki lengra í bil fríkaði út í langhund á halablogginu Þar kemur fram hvar hugurinn liggur þessa dagana. Eins og það sé eitthvað nýtt !!!

26.12.05

Góð jól

Þessi jól hafa verið yndisleg hjá mér og minni fjölskyldu. Palli bróðir og Frosti voru hjá okkur í mat á aðfangadagskvöld, við átum allar heimsins dásemdir og nutum þess í botn. Heyrðum í Villa frá Afríku og Sigrúnu Jónu frá Danmörk þau báðu að sjálfsögðu að heilsa öllum. Seinna um kvöldið fórum við svo til Sigrúnar og fjölskyldu þar sem við hittum Bjarna, Bryndísi og Heklu og tekið var upp fullt af pökkum. Allt mjög hefðbundið og notalegt.

Á jóladag var verið á náttfötunum fram eftir degi og svo farið seinnipartinn í jólaboð í Ödda fjölskyldu þar sem snætt var hangiket að þeirrar fjölskyldu sið og svo spilað fram eftir kveldi.

Í kvöld koma svo Palli og Frosti og ætla að elda fyrir okkur og Lovísu og fjölskyldu þá verður maður búinn að hitta alla fjölskylduna sem á landinu er þetta árið. Mér finnst þessir dagar alltaf mjög mikilvægir og yndislegir. En eins og ég hef áður sagt hefur mér ekki alltaf liðið vel þessa hátíðardaga en það er liðin tíð og jólabarnið í mér er í öndvegi þessa dagana.

Ég set svo myndir inn eftir kvöldið í kvöld en Palli er kominn með jólamyndir á þessar slóð.

HÉR fann ég svo skemmtilega mynd af okkur fjölskyldunni úr meðmælagöngunni 9. des. sl á vef ÖBÍ

24.12.05

Gleðileg jól


Kæru lesendur ég óska ykkur öllum Gleðilegra jóla og friðsældar á komandi ári um leið og ég þakka ykkur fyrir blogg-samveruna á árinu.

22.12.05

Já já er ekki best að fylgja bloggtískunni ;-)

Þú skráir þig s.s. í skoðanir og ég:

Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
Ég segi þér eitthvað sem meikar bara sens fyrir mig og þig.
Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.
Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á.
Ég spyr þig að einhverju sem ég hef lengi velt fyrir mér um þig.
Ef þú lest þetta þá verðurðu að setja þetta á bloggið þitt...

21.12.05

Ó já jólin eru komin...

Eða þannig líður mér núna. Í dag fórum við hjónin á litlu jólin í Vin. Áttum þar yndislegan dagspart þar sem borðað var hangiket með öllu tilheyrandi. Sungið, hlustað á upplestur og notið þess að vera saman í þessu vinalega athvarfi við Hverfisgötuna. Fjölmenni var í ár og að sjálfsögðu kom hin jólalega hljómsveit Bambínós og skemmti gestum á sinn einlæga hátt.

Myndirnar frá í dag eru HÉR

Hekla var að passa gömlu hjónin í gær og skellti sér í perluföndrið sem hefur verið árvisst með öllum börnum í þessari fjölskyldu. Þetta eru tveir af mínum uppáhaldsatburðum á aðventunni svo nú er ég tilbúin til að hleypa jólaboðskapnum inn í hjarta mitt þetta árið.

Á morgun á svo að pakka inn gjöfunum og fara yfir allt og gera loka innkaupalista sem ég held að geti nú ekki verið mikið annað en mjólk og salatblöð.

Vonandi gengur eins vel hjá ykkur öllum lesendur góðir.

18.12.05

Jólastuð að komast á alvarlegt stig



Enn ein annasöm vika að baki og fullt að gerast. Á mánudaginn fékk ég einkunnirnar mínar og var bara glöð með þær tvær áttur tvær níur og ein tía  er þar með útskrifuð sem Vefsmiður.



Tvær jarðafarir voru í vikunni það er alltaf erfitt en gangur lífsins segja þeir. Fór norður á Blönduós á laugardag og hitti þar fósturfjölskyldu mína alla á einu bretti. Það var ansi áhugavert og ákveðinn hjalli fyrir mig að yfirstíga. Þar sem ég sleit öllu sambandi við þau fyrir nokkrum árum. En er glöð með ferðina sem ég fór með Rögnu Guðrúnu sem líka var í sveitinn með mér og hefur heldur ekki komið norður í mörg ár.



Jólabíó var í Halanum í gærkvöldi og var mikil stemming í hópnum. Það mæta alltaf fleiri og fleiri. Í dag var svo undirbúningsfundur vegna Pókoks, ýmsar hugmyndir hafa fæðst í vikunni og verður gaman að vinna úr þeim.



Jólastússið er á fullu og jólatréð komið upp Hekla sá til þess. Stíllinn í skreytingunum þetta árið er allar sortir og allt of mikið ;-) Við eigum fjárhús með litlum styttum sem í eru María, Jósef, Jesúbarnið í jötu, engill, vitringar ofl. ofl. Þegar tekið var upp úr kassanum komu fjórir jesúar, sú stutta var nú ekki lítið hneyksluð. En í fyrra var það aðalstuðið að hafa jesú sem þríbura. Fljótt skipast veður í lofti þegar maður er bara 8 ára.

Hef verið ansi dugleg við saumavélina og ýmislegt klárað sem lengi hefur beðið.

15.12.05

Palli bróðir er 43 ára í dag

Til hamingju með daginn Palli minn



Palli er hér fremstur litli bróðirinn í hópnum Það er ég viss um að flugvél hefur flogið yfir í þann mund sem þessi mynd er tekin. Flugvöllurinn er ekkert nýtt vandamál hér í borginni.

13.12.05

Auglýsingahornið

Laugardaginn 17. desember klukkan 20:00

verður jólabíó í Halanum, Hátúni 12.
Þá verður sýnd klassíska jólamyndin ,,White Christmas" á stóru tjaldi! Eftir myndina verður eitthvað óvænt gert.

Enginn aðgangseyrir.

Jólaveitingar á staðnum

Allir velkomnir

11.12.05

Næg verkefni og mikið gaman

Enn stend ég upp á haus í ofvirkninni brjálað að gera annars er ekkert gaman !!!

Á föstudaginn fórum við hjónin með Heklu í meðmælagönguna frá Hallgrími niður á Austurvöll í skítsæmilegu veðri en blautu. Fjölmiðlar segja að það hafi verið um 400 manns í göngunni hef ekki hugmynd um það en það var mjög góð stemming og spjöldin virkuðu fínt. Örn fór í nýja hjólastólnum og kom hann bara vel út. Lagði ekki í að fara á Viktoríu vegna tvísýns veðurútlits. Fundurinn gekk líka mjög vel þrátt fyrir úrhelli. Hekla tók þátt í þessu stússi gamla settsins af mikilli einbeitingu en trúir því nú að hagur öryrkja fari batnandi fyrst Davíð ræður ekki lengur.



Á föstudagskvöldið skelltum við Hekla okkur svo á Jólaævintýri Hugleiks í Tjarnarbíói. Þar áttum við frábæra kvöldstund með þessum skemmtilega leikhóp. Við hrifumst báðar upp úr skónum. Mæli hiklaust með þessari sýningu fyrir fólk á öllum aldri. Keyftum líka geisladisk með lögum úr sýningunni sem er búinn að vera á fóninum síðan. Mikið gaman og þjóðleg stemming. Heklu fannst merkilegt hvað þau notuðu ljót orð og átti ekki orð yfir þennan dónalega orðaforða sumra leikara og á geisladisk líka. Fussum svei en hafði samt gaman af. Stundum á spennandi augnablikum var gripið í hendina á mér og haldið fast gegnum sumar draugasenur.

Sú stutt var svo hrifin þegar hún kom út að hún neitaði að fara lengra en út í bíl fyrr en hún væri búin að hringja í báða foreldra sína til að tjá þeim hrifningu sína. Já þetta er sko eins skemmtilegt og Harry Potter bara öðruvísi. Það er sko stórt hrós frá minni ömmustelpu. Henni fannst líka merkilegt að þau væru búin að stela grímunum frá Halaleikhópnum. En amma leiddi hana í allan sannleikann með grímurnar.

Undur og stórmerki gerðust á föstudagsmorguninn ég fékk nýja bakaraofn eftir 8 ára bið. Þolinmóð kona. Já góðir hlutir gerast hægt. Á laugardag var hann svo vígður með Pavlóvinni góðu. Og vitir menn hún tókst æðislega. Í dag sunnudag var svo skellt í Piparkökur og jólastemmingin í algleymingi. Sigrún Ósk kom og hjálpaði okkur við að fletja deigið út við erum orðin svoddans hró í höndunum. Þetta var yndisleg stund.

Annars mátti Hekla ekkert of mikið að vera að þessu hún þurfti jú að lesa Harry Potter. Hún liggur í henni nótt og dag og þrælast í gegnum þessar 740 bls. með hjálp en er farin að lesa heilmikið sjálf alveg dottin í bókaorminn eins og hún á kyn til. Við erum ansi stolt af henni enda er þessi bók ansi þung leslega séð og líka í kílóum mesta furða hvað prinsessan puðar. Meðan á bakstri Pavlovunnar stóð fannst Hekla inni í búri á stól að lesa. Hún sem veit ekkert skemmtilegra en baka.



Á laugardagskvöldið fór ég með Villa lýsing í Þjóðleikhúsið að sjá Halldór í Hollivúdd, þvílíkt flopp sýningin var ömurleg sagan var alls ekki að gera sig. Sviðsmynd og búningar voru flott en annað bull. Ekki fleiri orð um það.

Palli og Frosti komu í Pavlovu og Piparkökur í dag og var Palli þá gripinn í að setja upp hilluseríurnar ásamt Sigrúnu. Takk fyrir hjálpina bæði tvö :-)



Sigrún Jóna systir er 59 ára í dag og bjölluðum við í hana hún var hress og biður að heilsa öllum. Ég heyrði líka í Stebba bróðir og Villa um helgina og allir eru hressir og kátir og biðja að heilsa öllum.



En lífið er ekki tómt gaman, dauðinn stígur dans í kringum mig þessa dagana og það stefnir í mikla jarðafaraviku næstu dagana. Pálmi Ólafsson Holti lést í síðustu viku. Fyrir þá sem ekki þekkja sögu mína þá var hann eitt sinn það sem kallaðist fósturafi minn, sem sagt faðir fósturmóður minnar. Pálmi var fínn karl og reyndist mér alltaf mjög vel. Það veltur svo á því hvaða dag hann verður jarðaður hvort ég fer norður eða ekki. Því það á líka að jarða Helga Jósefsson lærimeistara minn í vikunni.

Ég tók þá ákvörðun fyrir nokkrum árum að slíta sambandi við þessa fjölskyldu að mestu vegna hluta sem ég réð ekki við þá. Nú er kominn tími til að horfast í augu við sjálfan sig og vona hið besta. Allavega býst éf við að fara ef það verður ekki sama dag og hin jarðaförin og veður og færð leyfa langferðir.

9.12.05

Gleymdi einu

Núna eru 15 dagar 17 klukkustundir 22 mínútur og 50 sekúndur til jóla ;-)

Erfiður viðsnúningur

Það gengur illa að slaka á eftir törnina. Ég æði úr einu í annað sem kemur sér stundum vel. Hef verið að gera ýmislegt hér heima sem setið hefur á hakanum, misskemmtileg. Þvoði eldhúsgluggann setti í hann seríu og jólagardínur. Rótaði í jólakössunum og drita skrauti hér og þar. Er komin með stóra borðið á mitt stofugólfið og þar er ég að bagsa ýmislegt, saumaði 3 koddaver, stytti buxur, stagbætti kagbættar uppáhaldsbuxur sonarins, föndra og er rétt í upphafsskrefunum í því. Er búin að fá loforð um nýjan bakaraofn fyrir jólin svo hver veit hverju ég tek uppá næst.

Í gær fór ég í sundleikfimina mína yndislegu. Þaðan beint í Halann og fékk kast þar við að mála á meðmælspjöldin fyrir gönguna á morgun. Það var ansi skemmtileg, skemmti mér svo vel að ég var næstum of sein á jólatónleika í Grensáskirkju í gærkvöldi, hafði engan tíma til að borða (já alveg satt).

Samkór Kópavogs og Reykjavíkur héldu sameiginlega tónleika það var notaleg stund, maður slappaði af og lét jólalögin síga inn í hjartað, frábært. Ekki skemmdi fyrir að mágkona mín elskuleg söng eins og engill í öðrum kórnum. Takk Olla fyrir gott kvöld.

Hekla ætlar með í gönguna og við ætlum svo í leikhús saman annaðkvöld þannig að ég sé nú ekki fram á neina slökun strax en það kemur. Vakna enn fyrir allar aldir en hamast við að snúa mér á hina, kann það varla lengur, hlýtur að koma með æfingunni.

6.12.05

Búin

Jæja þrátt fyrir ýmsa þröskulda síðustu dagana kláraði ég lokaverkefnin mín í dag og fór með þau í prentun í dag og skilaði af mér. Þá er þessum kafla lokið í lífi mínu og eitthvað annað tekur við. Þessi ár í skólanum hafa verið skemmtileg og gert heilmikið fyrir mig.

Þetta byrjaði allt með því að mætur maður stakk upp á því við mig að skella mér í smá íslensku upprifjun sem ég fór í í Fjölmennt þegar það merka framtak fór í gang áður en ég vissi af var ég komin í fjarnámi við Fjölbrautaskólann við Ármúla. Áður en ég vissi af var ég komin í dagskóla og fyrr en varði var ég komin í fullan skóla í Vefsmíðanámi og kláraði það núna.

Maðurinn og lærimeistari minn sem kom mér af stað í þetta allt saman og var mín stoð og stytta frameftir þessu lést um aldur fram á föstudaginn var. Blessuð sé minning hans. Hann var mjög merkur maður og mikill hugsjónamaður með stórt hjarta. Guð hefur þurft á honum að halda í önnur verkefni eftir sitjum við með holu í hjartanu.

Dagurinn í dag var annasamur þrátt fyrir lok lotunnar. Fyrst var farið í Samveruna og súpuna hjá Sjálfsbjörg þar sem ég bauð fram krafta mína í það mæta verkefni.

Átakshópur öryrkja hittist svo seinnipartinn þar sem var verið að undirbúa meðmælagöngu og fund á föstudaginn þar sem á að afhenda alþingismönnum jólapakka. Skýrsluna góðu.

Í kvöld var svo saumaklúbbur hjá mér og talsvert saumað og mikið malað. Notalegt þar sem ég hef sökum anna ekki getað mætt mikið í vetur. En þetta stendur allt til bóta.

Nú bíða jólagardínurnar eftir mér. Í fyrsta sinn í mínum langa búskap eru þær ekki komnar upp enn. Tek bara jólaflippið vel út alla vikuna vonandi.

Það stefnir svo í mikla leikhúshelgi hjá mér. Við Hekla ætlum að sjá Jólaævintýri Hugleiks í Tjarnarbíói. Og svo verður fyrsti leikstjórafundurinn á laugardaginn sem við ætlum að enda á leikhúsferð og sjá Halldór í Hollivúdd.

En á morgun miðvikudag á að hittast kl. 17.00 í Halanum og mála spjöld fyrir gönguna á föstudag. Vonandi mæta allir sem vettlingi geta valdið.

Auglýsingahornið

Fundur í Átakshóp Öryrkja í dag kl. 16:00
fundarstaður: Hátún 10, jarðhæð, fundarsalur Öryrkjabandalags Íslands.

Efni: Dreifing auglýsinga fyrir meðmælagönguna sem áætluð er 9. des. nk. o.fl.

3.12.05

Mælirinn fullur

Núna finn ég að það er komið nóg af álagi. Loksins. Ég þurfti að hringja stutt símtal í náinn ættingja til að fá smá upplýsingar. Ekki stóð vel á hjá þeim sem ég hringdi í, meðan á samtalinu stóð þá fann ég hvernig ég minnkað og minnkaði inni í mér og þegar viðkomandi var kominn á hæsta tóninn, já eiginlega öskraði á mig í símann var mér allri lokið og þegar símtalinu lauk var ég öll í molum og hágrét.

Þetta er ekki góð tilfinning en segir mér margt um mig sjálfa og ástandið sem ég er búin að bjóða mér uppá þetta haustið. Ekki leystist vandamálið sem varð til þess að símtalið átti sér stað en það verður bara að hafa það. Ekki geri ég aðra tilraun í þá áttina í bráð. En fer í að reyna að púsla sjálfri mér saman áður en allt fer í alvarlegt óefni.

Ég er nú í síðustu verkefnunum í skólanum með tilheyrandi pressu, búin með gagnagrunninn og næstum með annað plakatið sem mér reyndar vantar smá aðstoð við og hitt er að fæðast í huganum held ég. Eftir þessa reynslu af sjálfri mér held ég að ég segi svo stopp við meira skóladóti og sleppi alveg enskuprófinu enda kemur það ekki til með að skifta neinu máli í loka uppgjörinu fór bara í hana til að þjálfa mig í henni.

Annars er jólaskapið stutt undan og ég nýt þess á ferð minni um bæinn að fylgjast með jólaskreytingum hér og þar. Þegar seinna plakatinu líkur þá fer ég á fullt og næ í glaða og hamingjusama jólabarnið sem er inni í mér.

Þegar þessi orð eru skrifuð eru 21 daga, 4 klukkustundir, 19 Mínútur og 22 Sekúndur til jóla.

2.12.05

Auglýsingahornið

Alþjóðadagur fatlaðra 3. desember !!!

Haldið verður upp á alþjóðadag fatlaðra í Alþingishúsinu milli kl. 14 og 15.
Þar verður forseta Alþingis, Sólveigu Pétursdóttur, afhend hressleikaverðlaun ungliðahreyfingar Sjálfbjargar, Ný-ungar, í viðurkenningarskyni fyrir bætt aðgengi í Alþingishúsinu og Skála Alþingis. Af þessu tilefni verður athöfn í efrideildarsal Alþingishússins.

Þá verður ennfremur athöfn í Skála Alþingis þar sem Tinna Gunnlaugsdóttur, þjóðleikhússtjóri, tekur við hvatningarverðlaunum Sjálfbjargar í viðurkenningarskyni fyrir áætlanir um bætt aðgengi í leikhúsinu. Ragnar Gunnar Þórhallsson, formaður Sjálfsbjargar, og Guðmundur Magnússon, leikari og formaður starfsnefndar Sjálfsbjargar um ferlimál, munu segja nokkur orð.

Félagsmálaráðherra, Árni Magnússon, og umhverfisráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir, munu síðan opna formlega vefsíðu fyrir handbókina „Aðgengi fyrir alla“. Með þessari vefsíðu er stigið fyrsta skrefið í átt að vef sem ætlað er að þjóna jafnt hönnuðum, aðilum í byggingargeiranum, eftirlitsaðilum, hagsmunahópum og öðrum sem fjalla um aðgengismál.

Sínum samstöðu og mætum sem flest

1.12.05

Sitt lítið af hverju

Skólinn er búinn það er mætingarskildan. Enn eru 3 verkefni ókláruð og svo er það stóra spurningin hvort maður eigi að hætta sér í enskuprófið.........
Heilmikill söknuður fylgir þessu þó þar sem ég er að útskrifast sem Veftæknir um jólin. En það taka önnur verkefni við.

Allavega ligg ég nú dag og nótt yfir gagnagrunnsverkefni sem á að skilast fyrir helgi. Gengu allt á afturfótunum. En mjakast þó hægt fari.

Dreif mig á morgunverðarfund hjá Öbí í morgun vegna útkomu skýrslu Stefáns Ólafssonar um örorku og velferð á Íslandi. Athyglisverðar upplýsingar sem þar komu fram um stöðu öryrkja á Íslandi, hvet ykkur til að lesa hana hún er HÉR í PDF skjali og frétt um hana HÉR og HÉR og HÉR og HÉR og eflaust mikið víðar. Vonandi getur þessi góða skýrsla orðið okkur gott vopn í stríðinu við stjórnvöld í þessu velmektarlandi.

Annars er allt gott að frétta héðan af Sléttuveginum. Sigrún Jóna systir var hjá mér í viku og þá var staðan tekin á stórfjölskyldunni það var ansi notalegt. Hér hafa verið fjölskylduboð á hverjum degi nánast svo maður fer vel kýldur inn í jólastandið.

Aðventukransinn er kominn upp og meira á leiðinn þegar verkefnavinnu lýkur. Ég þarf að gera tvö kvikmyndaplaköt fyrir mánudaginn og hef alls engar hugmyndir hvað þá meir alveg galtóm. Ef ykkur dettur eitthvað skemmtilegt í hug megið þið endilega luma hugmyndum til mín.

29.11.05

Ingimar Atli 25 ára

Sonur minn er 25 ára í dag. Til hamingju með daginn Ingimar Atli. Mikið er tíminn fljótur að líða. Aldarfjórðungur liðinn eins og skot. Þetta var mjög erfiður dagur þegar hann kom í heiminn nokkuð fyrir tímann og olli örum hjartslætti víða. Lengi dags vissi ég ekki hvort hann var lífs eða liðinn það voru skelfilegir klukkutímar en loks komst samband við vökudeild og snáðinn kom von bráðar til mín.

Lýsi þessari dramatísku atburðarrás kannski betur seinna en tímaleysið er að drepa mig enn einu sinni. Set örugglega myndir inn af prinsinum mínum við fyrsta tækifæri. Þetta er frábær piltur sem kemur alltaf niður standandi á fótunum sama hvað dynur á. Aðeins rólegri en mamman en yndislegur sonur.

28.11.05

Meiri leikir

Tengdasonur minn var að stríða mér með klukki ekki veit ég nú alveg hvað á að gera við það, vantar leiðbeiningar, en hermi bara:

núverandi tími: 17:18
núverandi föt: svörtu uppáhaldsbuxurnar, ljós stuttermabolur, GRÁA flíspeysan :-)
núverandi skap: Ágætt
núverandi hár: Úfið og úr sér vaxið
núverandi pirringur: Verkjapirringur og verkefnaskilakvíði
núverandi lykt: Úff þori ekki að taka stöðuna á því
hlutur sem að þú ættir að vera að gera núna: Vinna gagnagrunn
núverandi skartgripir: Hálsmen, úr, 2 hringir.
núverandi áhyggjur: Hugmyndaleysi um kvikmyndaplaköt sem þarf að vinna og skila.
núverandi löngun: Góðan pastarrétt.
núverandi ósk: að ég væri búin með öll verkefnin og enskuprófið.
núverandi farði: Enginn
núverandi eftirsjá: Hafa verið að slóra undanfarið og einbeita mér ekki að verkefnunum
núverandi vonbrigði: Spik
núverandi skemmtun: Bloggið
núverandi ást: Örn hver annar
núverandi staður: Heima í vinnuherberginu
núverandi bíómynd: Sound of music
núverandi íþrótt: sundleikfimi
núverandi tónlist: Þögnin er alltaf best en jólalögin sækja stíft á.
núverandi blótsyrði: Andskoti
núverandi msn manneskjur: Leyndó
núverandi desktop mynd: blár með gíraffamynd
núverandi áætlanir fyrir kvöldið: Halda áfram við að smíða gagnagrunn
núverandi dót á veggnum: myndir eftir Heklu og Palla, nokkur headsett , medalíur, reglustikur, hornstikur, saumastika, bakklóra, ýmsir minjagripir, hilla full af drasli.

Jæja þá er að klukka 3 aðila. Kiddi 3, Jón Þór, Labbakútarnir.

22.11.05

Eitt orð / Mörg orð

Skemmtilegur leikur er í gangi á mailinu. Ég sendi fullt af vinum mínum og öðrum sem þekkja mig minna beiðni um að senda mér eitt orð sem lýsti mér. Og fékk fullt af svörum sem mér fannst athyglisverð:


STÓRKOSTLEG:-)
Óútreiknanlegadugleg
Trygg
Glaðlynd
Viðkvæm
ÆÐISLEG
Huh?
Traust
Uppörvandi
Hörkudugleg
Brosmild
Hláturmild
Indæl
ákveðinvelgefin


Merkilegt hvað maður finnur alltaf neikvæð orð um sjálfan sig en dettur ekki í hug öll þessi jákvæðu orð sem vinir mínir sendu mér.

Endilega bætið fleirum við í kommnentin

20.11.05

Myndirnar komnar á netið

Myndirnar frá Köben og Malaga eru komnar á netið. Þar sem þær eru svo margar setti ég þær í vefalbúm Vinja myndirnar HÉR og Tívolí myndirnar HÉR

Svíf um í sæluvímu

Já það var gaman í kvöld ég alveg svíf á sæluskýi. Sound of Music var sýnd í Halanum og mæting bara mjög góð. Þessi mynd er alveg snilld og margir margir vasaklútar enda heyrðust snökt víða um salin á hápunktum myndarinnar. Ef þessi mynd kitlar ekki rómantísku taugarnar í fólki þá veit ég ekki hvað. Alger dásemd. Takk bíónefnd fyrir að velja þessa mynd í kvöld.

Í dag sett ég svo í jólagírinn. Já ég veit að það er bara 19. nóv. en ég var bara í stuði til þess og lét það eftir mér. Elsku börnin mín voru líka við hendina og hjálpuðu mömmu gömlu við þetta. Nokkrir jólakassar voru sóttir í geymsluna og jólaserían sett á svalirnar. Er þó ekki búin að kveikja á henni enn það verður mjög bráðlega vantar bara 2 perur ;-) Svo var hin klassíska þrenning sett í stofugluggann og kveikt á henni. En það eru tveir gylltir englar og gyllt jólatré á milli þeirra. Þrískiptur gluggi sko. Krakkarnir reyndu nú að telja mig ofan af því segja þetta gamaldags og þurfi að fara að uppdata. En þó ég sé nýjungagjörn er ég það ekki þegar kemur að jólaskrauti. Þar eru svo miklar tilfinningar við þetta gamla góða dót. Kannski bæti ég fleiri ljósum í gluggan þegar nær líður jólum en þetta gamla fær að vera. Takk Sigrún Ósk og Ingimar Atli fyrir hjálpina.

Hvað finnst ykkur er þetta of snemmt og þarf maður að fylgja einhverri tísku í jólaskrauti?

Lengi vel hlakkað mér ekki til jólanna þau voru bara kvíðavaldandi en eftir að ég tók þau í sátt aftur og fann jólabarnið í sjálfri mér þá vil ég gera eins mikið úr þessu og mér finnst hvert ár og er þakklát fyrir það.

Svo verður líka tóm sæla á morgun. Leiklistarnámskeið og svo kemur Sigrún Jóna systir og stórfjölskyldan ætlar öll að koma hingað annað kvöld og snæða saman gamaldags lambahrygg sem Palli og Frosti ætla að elda fyrir okkur. Mér finnst ég vera svo heppin í lífinu þessa dagana að ég bara svíf á sæluskýi og nýt þess í botn.

18.11.05

Auglýsingahornið

Kvikmyndakvöld

Laugardaginn 19. Nóvember klukkan 20:00 mun Halinn sýna myndina ,,Sound of Music"

Klukkan 22:00 munum við svo sýna myndina ,,Life is Beautiful" með Roberto Benigni.

Athugið að þeir sem mæta munu ákveða hvaða myndir verða sýndar á næsta bíókveldi. Þar á eftir...

Aðgangseyrir: Gott skap og jákvætt hugarfar.

Staður: Halinn, Hátúni 12.

Er hugmyndin að nota sömu aðferð og síðast. Að fólk muni leggja í snakk... púkk, sem ALLIR geta snætt....

Drykki verður hver og einn að koma með sjálfur.

Hlakka til að sjá sem flesta!



Já já ákvað að láta auglýsingu flakka og svei mér þá ef ekki er von á fleirum. Það er mikið athyglisvert að gerast núna út um allt.

Sound of music er uppáhaldsmyndin mín hef ekki enn séð neina sem slær þeim töfrum út sem gripu mig í Gamla bíó þegar ég fór að sjá hana fyrst sem peð með mömmu. Eina skiptið sem ég veit til að mamma hafi farið í bíó sem er samt örugglega rangt hjá mér.

Fjölskyldan stríðir mér látlaust á þessari mynd en sama er mér. Staðföst stúlka þegar kemur að bíómyndum. Mamma ferðaðist svo seinna á þær slóðir sem myndir var tekin uppá og talaði mikið um það. Blessuð sé minning hennar.

Svo söng Öddi þetta Eidelwisinn fyrir mig í tilhugalífinu...USS....

Hér er verið að undirbúa komu Sigrúnar Jónu systir á sunnudaginn, auk alls annars.

16.11.05

Kallinn kominn heim

Örn kom heim í dag eftir vel heppnaða aðgerð. Heilsast þokkalega enn sem komið er. Ekki var hann nú hrifin af aðbúnaðinum sem sjúklingar fá. Læknar og hjúkrunarfólk er til fyrirmyndar og standa sig mjög vel. En eitthvað er ekki í lagi með umönnunaraðilana. Flestir af erlendu bergi brotnir sem er jú allt í sóma en verra er að þau voru ekki talandi á íslensku. Fólk sem var þó að sinna sjúklingum skildu ekki þegar beðið var um vatnsglas eða mjólk út í kaffið og annað slíkt. Þetta er nú ekki í lagi. Það verður að borga þessi störf miklu betur svo hægt sé að fá íslensku mælandi fólk í þessi mikilvægu störf. Það er nógu erfitt að vera hundveikur á spítala og þurfa að glíma við allt sem veikindunum fylgir, þó maður sé ekki líka að glíma við tungumálaörðugleika. Fuss og svei.

En að skemmtilegri málum ég var að koma heim af leiklistarnámskeiði hjá Halaleikhópnum þar sem ég skemmti mér alltaf jafnvel. Í kvöld dönsuðum við Guðný Alda um sviðið í sæluvímu. Fyrir mér er leiklistin eilíf uppspretta gleði og orku til að takast á við hversdaginn. Maður gleymir verkjum og angri og skemmtir sér konunglega. Það eru alger forréttindi að geta leikið sér 48 ára gamall með fullorðnu fólki af öllu tagi. Mæli með leiklistarnámskeiði fyrir alla.

15.11.05

Húrra fyrir Sigursteini Másyni

Ég vil bara vekja athygli á góðri grein í Mogganum í dag (Þriðjudag) eftir Sigurstein Máson nýkosinn formann ÖBÍ um slæman aðbúnað íbúa í Hátúni 10. Þetta er mál sem lengi hefur brunnið á mér en nú loks kemur maður sem hefur kjark til að koma fram og opna umræðu um þetta mál. Ég segi bara Húrra endilega kíkið í Moggan í dag. Stundum hefur manni fundist maður verið að berja hausnum við stein undanfarin ár við að reyna fá eitthvað aðgert svo nú kviknaði stór von í brjósti mínu um að Sigursteinn fylgi þessu máli fast eftir eins og hans er von og vísa.

Hneyksli

Íslenska heilbrigðiskerfið er nú ekki í lagi ég segi nú ekki meir.

Örn var lagður inn í morgun á Lansann og fer í kviðslitsaðgerð í dag. Smá aðgerð sem þarf að gera en til öryggis vildi skurðlæknirinn leggja hann inn sökum fötlunar hans. Öddi mætir í morgun og haldiði að honum hafi ekki verið plantað á setustofuna með sinn hjólastól, gerfifót ofl.

Mér finnst þetta til mikillar skammar fyrir íslensku þjóðina hvernig hlúð er að sjúklingum þessa lands.

14.11.05

Föstudagur

Föstudagur:
Enn eitt flug nú til Köben með Sterling. Nú var ég mjög dugleg að læra í þessu flugi enda komin með samviskubit yfir þessu velsældarlífi. Aftur komu rútur og skiluðu okkur á hótel án þess að við þyrftum að hugsa. Leið eins og kóngafólki.

Á hótelinu tók Sigrún Jóna systir mín á móti mér. Nú skildi ég við hópinn og við systur skelltum okkur í Jóla Tívolíið í Köben, áttum góða kvöldstund saman, borðuðum jóla fleskestek og ráfuðum um í öllu jóladótinu. Frábært.

Fór svo frekar snemma heim að sofa þar sem Sigrún þurfti að keyra aftur upp til Dianelund. Og ég þreytt svo þreytt að þegar hópurinn kom upp á hótel nennti ég partýanimalið ekki niður á barinn í lokapartý.

Föstudagur þá var aðeins sofið lengur. Áður en farið var í heimflugið fór ég í labbitúr um hverfið og lenti í búð sem var með föt sem pössuðu á mig ;-) Missti mig aðeins......

Meira lært í flugvélinni. Heimkoman var svo góð allt í lukkunnar velstandi. Börnin höfðu sinnt föður sínum, Hekla hafði verið meira og minna hjá honum í minn stað enda með flensu og vetrafrí í skólanum. Allir sælir og glaðir. Þessi ferð verður lengi í minnum höfð og er ég ákaflega þakklát þeim sem styrktu okkur til þessarrar lúxussferðar

Myndirnar koma svo seinna enn er verið að forgangsraða verkefnum en það verður ekki langt í þær.

Ekki ér ég nú viss um að tímaröðin sé nú alveg til að stóla á í þessum framhaldssögum en takið viljann fyrir verkið.

Fimmtudagur:

Jæja nú ákvað ég nú að slappa aðeins af og gera það sem á víst að gera á Spáni liggja í sólinni og .... Ekki beint mín deild að liggja kyrr. En fyrst fór ég ásamt skiptinemunum og nokkrum Vinjurum á ströndina sem var handan við hornið á hótelinu. Löbbuðum eftir allri ströndinni á Torremolinos í sandinum og ég steig í fyrsta skipti á æfinni í Miðjarðarhafið. Og í raun í fyrsta skipti á baðströnd ef Nauthólsvíkin er frádregin svo þar kom eitt prikið enn fyrir heimalinginn. Auðvitað var komið við á kaffihúsi og í sölubúðum sem voru eins og hráviði um allt.

Þá var farið í sundbolinn og út að þessari fínu en köldu sundlaug við Hótelið. Lá þar og þurfti frekar mikið að hafa fyrir því að liggja kyrr en alger dásemd og góð hvíld. Dreif mig svo í labbitúr eftir verslunargötunni með Elaine og Buggu þar sem við fórum á nammimarkað ofl.

Fór svo ein á labb meðfram hafnarsvæðinu og skemmti mér mjög vel þar til myrkrið skall á allt of hratt, þá sló hjartað örar en ég ratað alveg upp á hótel þar sem enn ein átveislan beið okkar nú var Spánskt þema í matnum og allskyns sérréttir í boði. Maður var aðeins farinn að kunna á þetta og hemja sig.

Enn fórum við bara á barinn og skemmtistaðinn niðri á hótelinu þar sem dansað var við spænska músík fram eftir nóttu. Nú kom að erfiðum parti á ferðinni að kveðja Lurdes aftur. En við helltum okkur bara í kokkteila aftur og sofnuðum sælar en með trega í hjarta síðasta kvöldið.

Annar hluti:

Miðvikudagur: Ekki var nú sofið lengi fram eftir, það var komin svolítil spenna yfir morgunverðar hlaðborðinu og svo þegar farið er í svona stutta ferð þarf að nýta tómann vel og ég er alltaf eins má ekki missa af neinu. Morgunverðurinn var alger dásemd úrval af öllu hugsanlegu á margra metra borðunum öllum. Nammi namm ég sem er svo svöng alltaf á morgnana. Þetta var annars frekar erfitt fyrir svona sælkera eins og mig að velja og hafna. Þetta minnti á matarhlaðborðin í ævintýrunum í kóngshöllunum í gamla daga.

Svo var planfundur þar sem ég ákvað að fara með hópnum í strætó inn til Malaga 40 mín leið það var mjög gaman og skemmtilegt að upplifa það að fara með þessum hóp aftur í strætó í útlöndum fyrir nokkrum árum fórum við til Svíþjóðar og í strætó þar, þá þurfti ég nánast hjálparmanneskju með mér í það vegna strætófælni. Þvílíkur munur á heilsufari. Tóm gleði.

Við skelltum okkur beint upp í 2 hæða Sightseen strætó í Malaga og fórum í útsýnisferð um borgina. Falleg borg. Þar sem tíminn var dýrmætur fór ég og fleiri af í miðri ferð og gengum í gamla bænum og skoðuðum okkur um.

Hápunktur ferðarinnar var svo kannski að sjá Pikassó safnið það var æðislegt. Tveggja ára safn með sýningu sem var svo vel gætt að manni var um og ó. Alger dásemd. Auðvitað var svo stoppað á kaffihúsum þar sem ýmsir götulistamenn létu sjá sig. Og ansi skemmtilegur skóburstari sem var ekki á því að strákarnir gætu látið sjá sig í rykugum skóm. Myndir seinna.

Þá var farið á Tapasbar þar sem við röðuðum í okkur réttunum hverjum á fætur öðrum með ljúfum drykk. Birtist þá ekki Alfonso skiftineminn okkar síðasti sem kom alla leið frá Madrít til að hitta okkur það voru miklir fagnaðarfundir. Hann dvaldi svo með okkur í sólahring.

Helmingur hópsins fór til Benalmadena til að hitta Lurdes skiptinema okkar frá því fyrir 3 árum sem var líka komin til að hitta okkur alla leið frá Barselóna. Dásamlegt.

Ég fór aftur á móti í Mall leiðangur með nokkrum kaupóðum íslendingum og einum skota. Skemmti mér vel við að ráfa milli búða í útlöndum en var orðin svolítið gengin upp að hnjám svo við splæstum í taxa enda kosta þeir kúk og kanil á Spáni.

Aftur beið okkar mikið hlaðborð ekki síðra en kvöldið áður og valið vandaðist all verulega. En það var frábært að hafa Alfonso og Lurdes sem ekki höfðu hist áður með okkur.

Á skemmtistaðnum var svo Flamingó kvöld þar sem hinir ýmsu kokkteilar voru smakkaðir.

Tóm sæla.

Fyrsti hluti ferðasögunnar:

Mánudagur: vaknaði um miðja nótt til að fljúga til Köben ömurlegir flugtímar skil ekkert í þessu. Jú auðvita þarf maður sinn tíma í fríhöfninni en come on allavega Nýtti tímann í fluginu með hljóðsnælduna og glósubókina því það er enskupróf á mánudaginn (í dag og gekk bara vel ;-)

Í Kóngsins köben beið okkar rúta sem flutti þennan skemmtilega hóp beint upp á hótel. Þetta er 20 manna hópur frá Vin, athvarfi fyrir geðfatlaða sem Rauði Kross Íslands rekur, gestir, sjálfboðaliðar og staff.

Ekki var nú stoppa lengi við á hótelinu heldur hoppað upp í næsta taxa og beint á Strikið. Um leið og áttum var náð fórum við inn á næstu krá og fengum okkur dansk smurbrauð og öl að sjálfsögðu. Síðan var Strikið arkað með viðkomu í hinum ýmsu búðum og kaffihúsum. H og M skoraði hæst eins og venjulega. Ekki verslaði ég þó neitt af viti. Lét Fanney alveg um það ;-)

Löbbuðum svo í Nýhöfninni í myrkrinu og nutum ljósadýrðarinnar og að vera saman í útlöndum. Þetta kvöld var borðað á hótelinu og svo skellt sér beint á barinn þar sem setið var að sumbli fram eftir kveldi.

Þriðjudagur, líka vaknað fyrir allar aldir og nánast beint út á Kastrup, flugum til Malaga þar sem var líka lært í flugvélinni þrátt fyrir syfju. Þar beið okkar líka rúta sem keyrði okkur til Benalmadena á Puerto Marina Benalmeda Riu hótelið 4 ½ stjörnu hótel. Þvílíkur lúxus þetta var eins og að vera um borð í Titanic. Held enginn okkar hafi áður upplifað annað eins.

Fyrst var fundur með hópnum þar sem farið var yfir stöðuna og málin rædd yfir léttum miðdegisverði. Svo var labbað um næsta nágrenni til að ná áttum. Mjög góð staðsetning 3 mín niður að höfn þar sem skemmtisnekkjur láu í bunkum. 70 metrar á ströndina sem reyndist tilheyra Torrimolinos sem var handan við hornið á okkar splunkunýja hóteli. Frábær staður, allt við hendina og stórmarkaður á hinu horninu ásamt fullt af litlum stöðum og göngugötu rétt ofar með enn fleiri túristabúðum. Við vorum komin í himnaríki og mikil kátína í liðinu. Áttum þó eftir að komast að aðal draumnum á hótelinu.

Allri mættu svo uppáklæddir í kvöldverð á hótelinu sem var innifalinn í gistingunni og þar duttu nú allar dauðar lýs úr okkur Vinjurum. Þvílíkt og annað eins var ekki einu sinni til í okkar villtustu draumum. Við fengum borð sem við héldum allan tímann sem við dvöldum á hótelinu.

Fyrst var haldið á forréttahlaðborð sem var örugglega 10 metra langt beggja vegna með öllu mögulegu á Nammi namm. Auk súpuborðs !!! Svo var annað eins aðalréttaborð heldur styttra þó en alveg magnað þar sem kokkar elduðu jafnóðum allan matinn þannig að allt var fersk og fínt. Svo var steikarhlaðborð og pitzaborð brauðborð og síðast en ekki síst magnað eftirrétta hlaðborð og íshorn að maður tali nú ekki um vínið. Þjónustan var frábær og allt perfekt.

Nema þar þurfti ég að takast á við eina fóbíu mína enn fuglafóbíuna það var lítill fugl sem hélt til að mestu uppá málverki nálægt borði mínu. Þeir sem mig þekkja vita að það getur lagt mig í gólfið að fugl flögri í kringum mig. En ég vann einn sigur þar tókst að halda andliti þrátt fyrir ótta og lét sem ekkert væri þó hjartað hamaðist.

Eitt er víst að ekki léttist maður í þessu ferðalagi þrátt fyrir mikið labb. Svo var farið í næsta sal þar sem var bar og skemmtistaður sem var með lifandi atriði á hverju kvöldi. Þetta kvöld var það töframaður sem tróð uppi. Hann tók gesti upp og Gugga lenti í því fyrir okkar hönd og stóð sig eins og hetja í blöðruatriði. Í lok sýningarinnar spurði hann hver ætti þessi fimm úr sem hann hélt á, þá hafði hann stolið úrum af öllum sem upp komu án þess að neinn tæki eftir því alveg magnaður.

Það voru sælir Vinjarar sem sofnuðu við Miðjarðarhafið þessa nótt.

12.11.05

Komin heim ;-)

Jæja loksins komin heim eftir frábæra og yndislega ferð með æðislegu fólki. Skellti mér beint úr fluginu á Næsta Bar þar sem Guðjón Sigvaldason var að opna myndverkasýningu. Flott sýning mæli með að skella sér þangað. Til hamingju Guðjón.

Allt var í lukkunar velstandi heima svo ég var ekki ómissandi eins og ég hélt það. Sem sagt góð heimkoma eftir góða ferð.

Ferðasaga seinna nú þarf að forgangsraða all herfilega.

10.11.05

Viva la Spanja

Hae hae
Skemmti mer konunglega her a Spani. Buin ad vera mikid ad gera og mikid gaman. Hopurinn er mjog godur og mikid stud i Vinjurunum. A morgun er tad Kobenhavn tar sem eg a stefnumot vid Sigrunu systir. Bid ad heils a Fron. Ferdasagan kemur seinna nu er eg a leid i kvoldmat her a hotelinu tad eru svo margir rettir ad jolahladbordin mega skammast sin :-)

7.11.05

Farin í heimshornaflakk ;-)

Jæja nú fáið þið frí frá mér í viku eða svo. Er lögst í heimshornaflakk og reikna með að nenna ekkert að fara á netkaffihús en hver veit.

Njótið lífsins á meðan. Ég mun gera það.

Kveðja Ása Hildur

ps. Jú heimilið er ekki skilið eftirlitslaust, betri helmingurinn verður eftir heima ásamt syninum, barnabarninu og jafnvel einhverjum fleirum. Fjölskyldustærðin er mjög afstæð þessa dagana þenst út suma daga. En það er gott fyrir kallinn, nóg að sýsla.

5.11.05

Á ég eða á ég ekki ?

Það kom komment frá gömlum vini sem býr í Noregi um að opinbera fleig ummæli móður minnar í trúlofunargeyminu mínu en Maggi sumt er ekki hæft til birtingar opinberlega af tillitsemi við aðra fjölskyldumeðlimi, nefnum engin nöfn.

Einnig biður Maggi um fleiri myndir helst eldgamlar það væri mjög gaman og lítið mál á meðal annars skemmtilegar myndir af honum. En Maggi minn ég ætla að bíða aðeins með það að taka ákvörðun um birtingu þeirra. Var að spá í hvers vegna þú bloggar ekki meira síðasta blogg þitt er að verða ársgamalt? Þar sem við þekktumst mest þegar þær reglur voru í gangi sem kváðu á ef þú gerir eitthvað geri ég eitthvað í staðinn. Þá er ég að spá í að birta fullt af gömlum myndum þegar þú ferð að uppfæra næstum ársgamalt blogg hjá þér. Ok eða hvað er maður genginn í barndóm aftur hvað finnst ykkur? Nú vil ég fá einhver komment takk.

Á meðan ætla ég að skella öllu upp í kæruleysi og skella mér á Sjálfbjargardjamm ;-)

2.11.05

Hjúkk hvað maður er vitlaus

Merkilegt hvað heilinn getur farið illa með mann stundum. Í dag fór ég í nefaðgerðina sem ég er búin að kvíða svo ferlega mikið fyrir í heil þrjú ár. Safnaði loks kjarki og dreif í þessu. Vitir menn þetta var ekkert mál. Ég sem er búin að engjast og pínast og grána yfir þessu. Smá staðdeyfing sem er verst og svo bara .... hlífi ykkur við nánari lýsingum hér en bara smá brunalykt. Búið 5 mínútur. Merkilegt. Nú er bara að sjá hvort kæfisvefninn og hóstinn lagist við þetta.

En svona vegna kommenta um spilin þá eru þau alveg gerð frá grunni af mér eins og kápan skil ekki þessu tortryggni.....

Þetta eru ekki rúnir og ekki rómverskir stafir heldur rússlenskt letur sem heitir Cenobyte. Reyndar þurfti ég að búa til Íslensku stafina sjálf.

Annars er fullt að gera eins og fyrri daginn þó þessi tvö stóru verkefni séu frá. Mér hefur gengið mjög vel að vinna í haginn í skólanum. Á föstudaginn eru svo nefndafundir hjá Sjálfsbjörg dagurinn fer sem sagt í fundarhöld en það verður örugglega ekkert nema gaman. Ég er svo mikið félagsmálafrík :-)

Á laugardag er svo fundur í kvennahreyfingu Öbí og svo um kvöldið Haustfagnaður Sjálfsbjargar á höfuðborgasvæðinu og Íþróttafélagi fatlaðra þar verður örugglega líka mikið stuð ef ég þekki mitt fólk rétt.

Nú svo styttist óðum í brottför af landinu þannig að í mörg horn er að snúast. Vonandi að flensan grípi mann ekki áður. Fólk er að leggjast í hrönnum í kringum mann. Hekla komin með 39 stiga hita í gærkvöldi eða 29 stig eins og hún sagði sjálf. Maður krossar bara puttana.

1.11.05

Þetta skot gekk

Stundum tekst manni að vinna hratt og allt í einu hokus pokus voru spilin bara tilbúin ;-)





























31.10.05

Timinn líður hratt

Tíminn æðir áfram og enginn tími hefur verið fyrir blogg. Nám og fjölskylda hefur fengið að vera í forgangi að mestu síðustu dagana.

Nú er farið að styttast í seinni endann á skólanum það er hálfgerður tregi sem grípur mig þegar ég hugsa um það. En allt tekur enda. Hver veit svo hvað manni dettur í hug að gera með vorinu.

Já með vorinu því ég ætla að helga Halaleikhópnum fyrstu mánuði næsta árs þar á að setja upp Pókók í leikstjórn Vilhjálms Hjálmarssonar og fæ ég þar að vera við hlið hans. Ég hlakka mikið til þessa verkefnis þó ég hafi ekki enn fundið tíma til að gera ýmislegt sem ég ætlaði að vera búin að framkvæma.

Ég lauk í fyrrakvöld stóru verkefni í fjölmiðlafræði sem ég hélt ég kæmist aldrei fyrir endann á enda var það stór ritgerð með myndum um nytjahönnun á 20 öld. Ekki svo lítið efni þar. En mikið var ég fegin þegar því lauk.

Nú er ég að gera spilastokk frá grunni má ekki stela myndum eða neinu verð að gera þau alveg. Komst á skrið í kvöld enda er þetta búið að malla í kollinum á mér meðan á ritgerðarsmíðinn stóð. Ætla að klára það fyrir helgi.

Svo er ég stungin af til útlanda. Var boðið til Köben og Malaga. Slæ öllu upp í kæruleysi og ætla að safna orku. Veitir ekki af eftir erfiða mánuði undanfarið.

Þarf reyndar að taka eitthvað af skólabókum með en bara smá, fer beint í enskupróf þegar ég kem til baka. En er búin að vinna í haginn í flestum öðrum fögum.

28.10.05

Tíminn líður hratt



Í dag eru 28 ár síðan við hjónin settum upp hringana á Rauðalæk 11 þar sem við bjuggum í kommúnu ásamt Gullu, Jóhönnu og Steina einn vetur. Það var ansi skrautleg sambúð enda allir í blóma lífsins. Aðal skemmtistaðurinn var Klúbburinn. Í tilefni trúlofunnarinnar var heilmikið partý og svo var foreldrum og ömmum boðið í kaffisamsæti þar sem þau hittust í fyrsta sinn. Þar féllu ýmsir gullmolar af vörum móður minnar sem enn eru í hávegum höfð. Nú eru allir gestir í því kaffiboði látnir nema við hjónakornin sem giftum okkur ári og einum degi seinna, þá búsett í Samtúni 6 og höfðum eignast frumburðinn sem var skýrð við það tækifæri.

Nei nei ég er ekkert alveg að tapa mér

Bara hef sett á mig Blogghömlur vegna anna við verkefnaskil í skólanum. Annars hefur mér oft dottið í hug að breyta þessu bloggi að hluta til í myndablogg. Hvað finnst ykkur? En einmitt núna ætlaði ég að setja inn þessa fínu mynd í tilefni dagsins þá gekk það ekki í fyrstu tilraun en reyni aftur seinna í dag myndin þarf í loftið. Svo nú er bara að bíða spennt eða spenntur eftir næstu innkomu hér

23.10.05

Skemmtileg mynd


Fékk þessa skemmtilegu mynd í tölvupósti um helgin og vildi deila henni með ykkur

21.10.05

Til hamingju með afmælið Labbi og Abraham

Arnar Ágúst Klemensson vinur minn á stórafmæli í dag. Konan hans hún Stefanía Björk er búin að skipuleggja mikla óvissuferð fyrir hann alla helgina. Þannig að nú er maður búinn að pakka niður skella öllu í kæruleysi og ætla að njóta helgarinnar einhversstaðar í óvissunni. En elsku Labbi minn hjartanlega til hamingju með afmælið.

Olusegun Abraham Fayomi tengdasonur Villa bróðir átti afmæli í gær til hamingju Abraham vonandi sjáumst við í vikunni.

19.10.05

Langhundur um ýmislegt

Ég hélt á tímabili í gær ég væri alveg að tapa glórunni. Allt of mikið að gera á alltof stuttum tíma. Mikið að hugsa, skipuleggja og taka ákvarðanir. Hringdi í Sigrúnu systir til að fá tímann hjá henni hvenær hún kæmi á fimmtudaginn. Ha sagði hún það er 20 nóvember................

Jæja en það leystust ýmsar skipulagsflækjur við það og Kirkjubæjarklaustur er úr sögunni þennan mánuðinn. Allt stefnir samt í mikið fjör og hullúmhæ en það er allt leyndó ennþá.

Nú er orðið ljóst að ég mun skreppa til Kaupmannahafnar og Malaga í nóvember fyrir tilstuðlan góðra manna ásamt vinum mínum í Vin. Hlakka mikið til þeirrar ferðar. Kvíði samt verkefnavinnunni sem óhjákvæmilega mun hrannast upp. En það leysist.

Skelli hér inn tveimur myndum af félögum í stjórnum Halaleikhópsins sem eru allir svo fínir og sætir hér.



Stebba, Arnar, Sigga, Hanna og Ásdís



Sóley, Þröstur, Jón, Örn og Kristín

Mér gekk frekar illa held ég í Hobbit prófinu í gær en bullaði tóma þvælu held ég.

VARÚÐ EKKI FYRIR VIÐKVÆMA:

Fórum svo til læknis í gær bæði hjónin út af þessum eilífa hósta sem er orðinn ekkert fyndinn lengur. Þetta eintak af doksa sem er víst mjög fær en hann kann akkúrat ekkert í mannlegum samskiptum. Snéri baki í okkur mesta allan tímann og var í tölvunni eða að tala prívatsímal í Gemsann. Uss og svei. Ég hata háls, nef og eyrnalækna. Fátt skelfir mig meira en þegar þeir taka upp á því að renna einhverju tæki gegnum nefið á manni og langt ofan í kok. Þessi tók upp á því líka við okkur bæði. Hryllileg lífsreynsla. Allavega þá heldur hann því fram fullum fetum að við séum í tísku núna og bæði með vélindabakflæði og sendi okkur heim nestuð með pillupakka. Hef einhvern veginn ekki trú á þessari greiningu en það kemur eflaust í ljós.

En ég er líka mjög stolt af sjálfri mér. Ég hef verið með þrengingar í nefi, sennilega síðan ég var 7 ára og nefbrotnaði fyrsta daginn minn í barnaskóla. Þessi sami doktor rálagði mér upp á spítala fyrir 3 árum að láta laga þetta og vitir menn ég sló til og fæ þetta lagað 2 nóv. Get ekki sagt að mér hlakki til en ef kæfisvefninn lagast og hóstinn hættir má leggja sitthvað á sig.

Fór í Þjóðarbókhlöðuna eftir skóla að leita uppi leikdóma um Pókók í gömlum blöðum. Sem betur fer...... Annars hefði ég verið á ferð um Háaleitisbrautina við Sléttuveginn þegar kranabóma af stærstu sort féll yfir götuna og alla leið yfir á bílastæði Borgarspítalans og lokaði henni. Það er þetta blessað byggingasvæði þar sem áður var þetta fína óræktartún. Mesta mildi var að ekki varð manntjón.



Hér hefur aftur á móti ríkt umsátursástand í allan dag. Hálft hverfið er yfirlýst hættusvæði og allir nágrannanir úti með myndavélar. Ekki veit ég hverni þeir ætla að koma ferlíkinu af götunni. Sendi Ödda út með myndavélina til að tolla í tískunni það skiftir víst máli ;-) Frekari upplýsingar á mbl.is og visir.is



Það er hægt að fá stærri mynd með því að smella á þær.

17.10.05

Fljúgandi þusundkallar

Í dag var dekurdagur bílsins þessarrar elsku sem við erum svo bundin sterkum tilfinninga böndum á þessu heimili. Hann átti það nú alveg inni eins og hann er nú búin að þjóna okkur vel í tæp 5 ár án þess að varla slá feilpúst. Jafnvel þegar hann fær ekkert viðhald í langan tíma nema smá bensínskvettu til að halda sér gangandi.
Stundum er hann beyglaður reyndar svolítið oft en alltaf stendur hann sína plikt þessi heiðursbíll.

Hann fór sem sagt í dekurbað í morgun, fékk fullan tank af bensíni og spáný loftbóludekk undir sig. Heldur var hann nú ánægður með sig þessi elska verst að hann drullaði sig allan út aftur á heimleiðinn klst seinna. Og þúsundkallarnir fuku hressilega úr veskinu en sé ekki eftir þeim peningum. Verð að geta treyst því að komast áfram í hálku og snjó eða hvaða veðri sem við Frónbúar þurfum að búa við á okkar indæla landi.

Fatta það að ég á enga almennilega mynd af Kiunni til að setja hér bæti kannski úr því fljótlega.

16.10.05

Lífið er kabarett

Ég hélt ég ætti rólegt haust fram undir jól en raunin er önnur. Mikið að gera á hinum ýmsu vígstöðvum bæði skemmtilegt og annað erfitt. Nú liggja stórar ákvarðanir í röðum í hausnum á mér eftir að verða teknar. Tilboð um hina ýmsu hluti dynja á mér og það verður að velja og hafna eða réttara sagt forgangsraða.

Það er þrautinni þyngra þessa kvöldstundina sem var alveg frátekin fyrir Hobbit, það er verkefni sem skila á á morgun og svo próf á þriðjudag. En heilinn á mér fleygist á milli hugsana á ég að gera þetta eða hitt. Munaðarnes, Kirkjubæjarklaustur, Kaupmannahöfn, Spánn, S-Afrika og Sléttuvegur. Úff en ljóst er að í vikunni þarf alla vega að endurnýja vegabréfið just in case.

Ætla að setja inn hér hina uppáhaldsbænina mína og hana ætla ég sérstaklega að tileinka þeim sem hringdi í mig seinnipartinn í dag og ég ætla líka að hafa hana ofarlega í huga.

Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því
sem ég get breytt
og vit til að greina
þar á milli.


Þessi bæn hefur komið mér yfir margan hjallan og fengið mig til að koma skipulagi á hugsanir mínar. Og gerir það örugglega líka núna.

Svo smá speki frá prinsessunni:

"Oj amma þú ert eins og karlmaður, með hár undir höndunum"

Þetta sagði þessa elska við mig í gærkvöldi þegar ég var að snyrta mig til og gera mig klára til að skella mér á Kabarett með vinum mínum í Vin. Eins og henni finnst nú gaman að komast í snyrtidótið mitt. Hún heldur því fram að konur séu sko alls ekki með hár undir höndunum aldrei hefur hún séð annað eins áður. Ekki er hún með hár undir höndunum og ekki mamma !!! Allavega nú er ég ekki lengur með hár undir höndunum þetta gekk víst ekki ;-) Einhver standard verður maður víst að halda, ekki má barnið þola meiri afbrigðilegheit í fjölskyldunni.

13.10.05

Rúm óskast

Í kvöld er í mér kvíði ég á að fara í læknisskoðun á morgun vegna endurnýjunar á örorkumatinu. Mér finnst þetta einhvern veginn alltaf jafn erfitt sem er svolítið skrítið einhver læknafóbía í gangi. Síðasta örorkumat mitt finnst hvergi í skjalasöfnum læknamafíunnar svo nú þarf að gera nýtt frá grunni með tilheyrandi skoðun Aaaarrrrg.............

Sigrún Jóna systir mín sem býr í Danmörk hringdi áðan og spurði hvort ég vildi ekki fá gest í viku. Ég hélt nú og hlakka mikið til að fá hana til mín nóg er fjarlægðin samt milli okkar systkinanna landfræðilega. En eitt vandamál þarf samt að leysa mig vantar aukarúm. Ef einhver á rúm til að lána mér í viku væri það vel þegið eða góða dýnu. Er einhver sem getur bjargað mér ?

Bakað skonsur í dag og vinirnir duttu inn einn af öðrum. Tókst samt ekkert vel hjá mér en þau tóku viljan fyrir verkið eins og sönnum vinum sæmir. Held að málið sé notkunarleysi á pönnukökupönnunni hún of oft notuð til að spæla egg sem er víst alveg bannað.

En hér er uppskrifin ef einhver hefur áhuga:

Skonsur

4 egg
1/2 bolli sykur
4 bollar hveiti
4 tsk lyftiduft
mjólk eftir þörfum


Pískið saman eggin og sykurinn, hrærið hveiti, lyftiduft og mjólk saman við. Deigið á að vera frekar þunnt. Steikt við vægan hita. Ath. uppskriftin er frekar stór oftast nóg að gera 1/2 uppskrift og má vel vera minni sykur annars bara smekksatriði.

Verði ykkur að góðu.

Úbbs fattaði það þegar ég pikka inn uppskriftina að ég setti ekki nægt magn af lyftidufti ;-(

11.10.05

Snjókorn falla

Var farin að syngja jólalögin áðan í bílnum og fattaði hvað það var stutt til jóla. Ég hætti mér upp í Grafarvog í kvöld í fyrsta saumaklúbb vetrarins. Já ég er í saumaklúbb merkilegt nokk og við saumum heilmikið í honum. Í kvöld var samt mest prjónað. Er að hanna merkilega flík sem á örugglega engan sinn líka. Allt til að þóknast Vikoríu. Kannski kemur mynd þegar verkinu er lokið. Allavega það féllu snjókorn í myrkrinu í efri byggðum í kvöld. Ætlum að hittast hálfsmánaðarlega til jóla.

Ég fékk miðannarmatið mitt í dag 3 A og 2 B og 100% mæting. Get ekki annað en verið ánægð með það. Fannst ansi merkilegt að fá 3 A því sú lenska er meðal kennara hér að gefa alls ekki A "því þá fara nemendur að slaka á" merkileg staðreynd.

Örn fékk nýja hjólastólinn sinn í gær og er hundóánægður með hann enn sem komið er. Þarf eflaust að stilla hann eitthvað.

Nú er ég búin að draga fram fjallaskóna og "gulu hættuna" svo það er hægt að fara í göngu í öllum veðrum.

Einhvernveginn sýnist mér allir vera að hætta að blogga í kringum mig. Skil ekkert í þessum faraldri. Nenni ekki að hreinsa strax út af linkalistanum. En það kemur að því.

MOM kennarinn er búinn að vera veikur svo ég er ekki farin að fá enn umsögn um Time síðuna bíð spennt.

10.10.05

Guðný Rut á afmæli í dag

Elsku Guðný Rut til hamingju með afmælið í dag. Oft hef ég verið á Akureyri þennan dag en ekki þetta árið.



Hér er mynd af Guðný með Jóa og synina við skírn Almars Leó 2003.

Í dag er alþjóðlegi Geðheilbrigðisdagurinn oft hefur maður verið í broddi fylkinga í þeim hátíðarhöldum en þetta árið tók ég ekki þátt í neinu og hálf skammast mín fyrir. Þegar manni líður vel er svo gott að gleyma hinu slæma en það fylgir manni samt hvert sem maður fer. Ég veit hvernig ég er í dag en ég veit ekki hvernig ég verð á morgun eða hvort það verður yfir höfuð nokkur dagur á morgun í mínu lífi.

Í dag ætla ég að vera dugleg að læra það er mín geðrækt þessa dagana.

8.10.05

Ok ok og coffin

Ok ok þetta er PhotoShop verkefni þar sem við áttum að taka mynd af okkur sjálf og PhotoShoppa hana og finna okkur eitthvert virt tímarit og gera forsíðu með öllum smáatriðum réttum, eins og letri stafabili stafahæð skuggum og allt eins og um tímaritið væri að ræða.

Ég valdi Time og forsíðan sem ég kóperaði er síða í sept. 2003, hægt er að sjá hana HÉR. Já já það eru stafsetningarvillur enda er þetta á ensku. Og ég er mjög léleg í ensku eins og alþjóð veit. Enginn prófaralesari tiltækur um miðja nótt þegar textinn small saman enda var hann fyrir mér algert aukaatriði það er það sem stóð í honum mikið aftur á móti lagt upp úr leturgerð of fleiru í kringum það.

En sambandi við enskuna þá var ég í skyndiprófi í vikunni fékk 4,3, meðaleinkunn var 6 er ekki alveg að ná sambandi við þetta tungumál. En strönglar enn og er ekki verst í bekknum mér til mikillar undrunar.

Ein skemmtileg saga sem fjölskylda mín heldur oft á lofti og passar að gleymist ekki er að þegar ég fékk Breiðbandið fyrst og fór að horfa á BBC (til að æfa mig í ensku).

Ég lá spennt í sófanum í fleiri klukkutíma að fylgjast með jarðaför Englandsdrottningar. Mér fannst þetta mjög merkilegt Bein útsending allan daginn af fólki sem beið í bifröð eftir að votta líkinu virðingu sína. Svo fer ég eitthvað að tala um þetta og vekja athygli annarra fjölskyldu meðlima á þessu og því hvað það væri skrítið að það væri alltaf verið að tala um að færa fólkinu kaffi í röðina meðan það biði. Ég sem hélt að Bretar drykkju te. Þá brast allt í hlátur á heimilinu og enn er hlegið að þessu.

Einhvern veginn hafði þetta farið vitlaust í mig en líkkista á ensku er víst coffin hvernig í ósköpunum átti ég að vita það saklaus sveitastelpan. Já svona er að vera ég.

En allavega ys og þys í allan dag læknastúss og útréttingar. Tókum eftir því hjónin hversu borgin okkar er sóðaleg. Þurftum að koma við á nokkuð mörgum stöðum og það var allstaðar bréfadrasl og allskyns umbúðir. Skyldu bæjarstarfsemenn vera komnir í vetrarfrí eða hvað. Eru kannski svona margir sem henda ruslu út um gluggan hjá sér eða hvað. Þetta þarf að laga. Munið hafa ruslupoka í bílnum fæst ókeypis í öllum lúgusjoppum.

Svo komu Labbakútarnir og vinir okkar í Skrabbl í kvöld áttum saman gæðastund.

Á morgum er svo mikið að gera félagsfundur í Halaleikhópnum þar sem kynna á verkefni vetrarins og fleira eins og sjá má á Halablogginu. Annað kvöld á svo að fara út að borða og huggulegheit. Sýnist svo stefna á partý eftir það hver veit !!!

Ekki má svo gleyma að læra í Hobbit allt um The Lonely mountain hvað sem það nú er?

En svona vegna prófarkalesturs þá veit ég vel að það eru líka vitleysur í íslenskunni hjá mér og tek alla ábyrgð á mig vegna þess. Skrifa meira af innlifun en færni og hef gaman af oftast nær og þá er tilganginum náð með hjá mér, fyrir mig. Ef það böggar ykkur þá bara hætta að kíkja við, ykkar mál (ein bitur):-)

6.10.05

Vill einhver skella sér með mér á String í kvöld

Ég vil vekja athygli á myndinni String sem er á kvikmyndahátiðinni og verður sýnd í kvöld í Háskólabíó kl. 8. Ég sá trailer af myndinni á leiklistahátíðinni í sumar og Bernd Ogrodnik að störfum hann einn sá albesti í heiminum og þetta er mynd sem hann gerir allar brúðurnar í. Mjög merkileg mynd sem ég ætla ekki láta fara framhjá mér og þigg alveg félagsskap ef einhver hefur áhuga. Ekki veit ég í hvaða sal þetta er eða hvernig aðgengi er en það kemur í ljós.

Stal smá bút af heimasíðu kvikmyndahátíðarinnar USS....

Strengir er óvenjuleg, dramatísk og spennandi fantasíumynd fyrir börn og fullorðna. Við fyrstu sýn virðist Strengir vera hefðbundin ævintýramynd, en er frábrugðin að því leyti að allar sögupersón-urnar eru strengjabrúður. Allir strengir eru sýnilegir og gegna mikilvægu hlutverki í sögunni, t.d. er strengjabrúða drepin með því að klippa á “höfuð” strenginn. Þetta er fyrsta myndin í fullri lengd sem er gerð um strengjabrúður, og var fjögur ár í vinnslu. Myndin er um konungssoninn Hal Tara sem leggur upp í ferðalag til að hefna dauða föður síns. Á leið sinni lærir hann margt um fólkið sitt og finnur ástina þar sem hann á síst von á henni. Sagan segir frá ótrúlegu ævintýri Hal Tara, hugrekkinu, hættunum sem bíða hans, ástinni, hatrinu, og örlögum hans. Strengir hefur verið tilnefnd til fjölda verðlauna og hlaut meðal annars verðlaun sem besta evrópska fantasíumyndin á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni á Spáni, 2004.

5.10.05

Görótt bílferð

Merkilegt hvernig vinklarnir verða stundum. Í dag fórum við hjónin í leiðangur ætlunin var að láta þvo bílinn og kaupa á hann vetrardekk.

Við vorum búin að gera mikla verðkönnun og vel skipulögð ferð var farin. Ætlunin var að kaupa loftbóludekk hjá Bílabúð Benna. Á leiðinni uppgötvuðum við að FÍB skýrteinið var týnt en það á að skila okkur 15% afslætti.

Þá var tekinn vinkill á leið okkar og verslunarleiðangurinn snerist allt í einu um rúmfatakaup. Eftir miklar leitir í tveimur stórum verslunum er ég ekki hissa á heilsufari þjóðarinnar. Öll rúmföt sem ég sá voru svo ljót að ég held að fólk hljóti að vera með martröð á hverri nóttu.

Allavega komum við heim með engin dekk, engin rúmföt, moldugan bíl, en með göngustafi og sundskó ;-)

4.10.05

Kúvending

Stundum er manni kippt niður á jörðina og við minnt á að enginn er ódauðlegur. Enginn veit hver lífsbrautin verður, hvað gerist á morgun eða hvort við lifum til morguns yfir höfuð.

Æ nei þetta er of háfleygt. En þó alveg satt. Í gær var mér kippt niður á jörðina þegar ég frétti af alvarlegum veikindum hjá nánum fjölskyldumeðlim. Margar hugsanir flugu í huga mér fram og til baka í allan gær, í alla nótt og allan dag. Hugsanir sem sannfæra mig alltaf betur og betur um hvað er mikilvægast í lífinu. Fjölskyldan og heilsan. Samt er ég oft upptekin af ýmsu og sinni ekki fjölskyldunni nema með höððum og glöppum. Hvað heilsuna varðar hef ég oft verið sjálfri mér vond. Samt veit ég betur.

En þegar aðstæður eru eins og núna er bara eitt sem ég get það er að biðja.


Vertu nú yfir og allt um hring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni


Þetta er uppáhaldsbænin mín þegar að þrengir, ég hugsa hana myndrænt og sendi englan mína í einni halarófu þangað sem þeirra er þörf. Nú eru þeir staddir í Sommerset West.

30.9.05

Ofurfyrirsætan

Ekki láta ykkur bregða þó forsíðumynd af mér sjáist í hillum bókabúða á næstunni. Mín bara orðin ofurfyrirsæta. Kem til mað að vera í forsíðuviðtali á Time í október. Hvers vegna er enn algert hernaðarleyndarmál.

Annars rólegur föstudagur lognið á undan storminum. Annað kvödl fer ég í Þjóðleikhúsið að sjá Edith Piaf. Hlakka mikið til allir sem hafa farið leggja mikið lof á þessa sýningu.

Um helgina er líka pungaprófið í leikstjórn eða réttara sagt fyrirlestrarhelgi hjá BÍL sem ég ætla að skella mér á ásamt fleiri Hölum. Spennandi.

Nú svo verður líka að læra eitthvað og djamma eitthvað og sinna fjölskyldunni eitthvað. Ligg annars í Hobbit fyrir enskuna. Og Photoshop fyrir MOMið.

29.9.05

Til hamingju með afmælið Guðmundur



Heimsins besti mágur er 45 ára í dag. Guðmundur Aðalsteinn Þorvarðarson er giftur Villa bróðir mínum. Hann kom inn í fjölskylduna á erfiðum tíma og einhvern veginn kom beint inn í hjarta mitt. Villi hefði ekki getað fundið betri maka og saman eru þeir nú fluttir til Greyton í S-Afríku.



Mikið sem maður saknar þeirra. Við Guðmundur náðum einstaklega vel saman og fórum reglulega saman á kaffihús og á trúnó, þar gekk nú ýmislegt á grátið og hlegið til skiptis. En alltaf jafn yndislegar stundir. Takk Guðmundur fyrir allar gæðastudirnar sem við áttum og eigum örugglega eftir að eiga þó smá hlé sé á í bili vegna landafræðilegra legu heimila okkar.

Ég hringdi í strákana í dag það var allt vitlaust að gera hjá þeim en Guðmundur var samt berfættur úti í garði að endurskapa tjörn. Alltaf að gera fallegt í krigum sig enda er það hans sérgrein. Þeir biðja kærlega að heilsa öllum.



Hér er Guðmundur með afastrákinn sinn hann Gabríel Temitayo



Guðmundur og Bára í einu af kveðjupartýunum áður en haldið var til S-Afríku



Hér er Guðmundur sannur Víkingur á GayPride eitt árið



Í öðru kveðjupartýinu mættu þeir í afrískum fötum kannski ganga þeir svona til fara alla daga hver veit nema þeir sú bara á lendaskýlum hvað veit maður



Svo fær mynd af Lúlú að fylgja með en Kristján á hana en hann er nú í Greyton hjá strákunum.

25.9.05

Ganga og PÓKÓK

Ég er búin að vera mjög dugleg að ganga undafarið, farið flesta daga með Erni og Labbakútunum einhvern hring um nágrennið. Í dag fór ég hringinn í Laugardalnum ásamt Sóley og Erni. Vonandi tekst mér að halda þessu eitthvað áfram þó hann sé nú að kólna ansi mikið.

En ég hef alls ekki verið nógu dugleg að hreyfa mig enda erfitt stundum þegar manni er illt hér og þar. Ég er í sundleikfimi með Trimmklúbbnum og svo stefni ég að því að fara að gegna honum Gústa mínum og fara í tækjasalinn þó mér finnist það með því leiðinlegra sem ég geri.

En það er ekki allt leiðinlegt nú er spennan að fara að vaxa í Halaleikhópnum. Það er búið að ráða leikstjóra Vilhjálm Hjálmarsson til að leikstýra okkur í vetur, hann ætlar að taka fyrir Pókók eftir Jökul Jakobsson og ég hef þegar fengið það hlutverk að vera aðstoðarleikstjóri mér til mikils heiðurs og gleði.

Ég er komin með handritið í hendurnar og það er mikið spáð og spekulerað. Stjórnin er að lesa handritið líka þannig að nú er fólk að stinga saman nefjum hér og þar og ekki rætt annað en Pókók.

Stjórnin var svo framsýn að ráða líka Ármann Guðmundsson til að skrifa leikrit fyrir leikárið þar á eftir í samvinnu við hópinn og vera líka með námskeið fyrir okkur í haust. Þannig að ég er alsæl og bjart framundan, næg verkefni og mikil gleði.

22.9.05

Sofnaði vel en vaknaði illa

Það er nú ekki alltaf himnaríki á jörð þó svo mætti kannski ætla af síðustu bloggum og þó....

Guðmundur, Villi og Stebbi hringdu í gærkveldi í mig og biðja kærlega á heilsa öllum á Íslandi sérstaklega Hölunum. Átti við þá gott og notarlegt spjall en þeir voru að fara með Stebba í flug til Noregs svo ég sofnað sæl og glöð.

Vaknaði svo eins og venjulega við vekjaraklukkuna kl. 7.00. En það vildi ekki betur til en svo að þegar ég settistu upp klár í daginn fór nefið á mér í æðiskast. Það fossaði skyndilega blóð úr báðum nösum of miklum krafti. Illa gekk að hemja rennslið sérstaklega öðru megin en tókst samt að gera mest af morgunverkunum á meðan. Henti svo kremtúpunni minni og klútnum sem ég pússa gleraugun í klósettið með blóðugum klósettpapír allt í volli.

En ótrúlegt en satt komst á réttum tíma í skólann en er búin að vera ferlega illt í nefinu sem ég þori ekki að snerta svo ekki skrúfist frá krananum aftur. Minnug þess að fyrir mörgum árum þurfti að brenna fyrir æð í nefinu og það var vvvooooonnnnnnnttttt.

Fyrsti tíminn var enska sem er mér sérlega erfið. Fengum prófið fékk 6,3 lægsta einkunn sem ég hef fengið í skólanum öll þessi ár. Mér sem fannst mér ganga svo vel. Svo áttum við að gera verkefni hlusta á CNN og svara spurningum úr fréttinni. Ég vægast sagt gat ekkert nánast svona 10% af svörunum. Alveg úti að aka í dag.

Svo var það Gagnasafnsfræðin þar vorum við að búa til gagnasafn sem innbar meðal annar myndir. Það gekk heldur illa sama hvað við reyndum ekki tókst að setja jpg. myndir inn. Allur tíminn fór að streða við það án árangurs.

Svo kom Java tími Ó Jesus það var skelfilegur tími ég var einhversstaðar úti á túni enda verið að forrita í Java hvernig á að finna staðalfrávik, fervik, meðaltal og fleira hástærðfræðilegt sem ég kann ekki einu sinni að nefna hvað þá forrita.

Úbs allt í steik, en nú er komið hádegi og frí til 1 þannig að nú ætla ég að fara að reyna að snúa þessum degi til betri vegar.

17.9.05

Himnaríki og meiri hauststemming

Á miðvikudagskvöldið buðu vinir mínir okkur hjónum í Hafnarfjarðar leikhúsið að sjá Himnaríki eftir Árna Ibsen. Þetta var hin besta kvöldskemmtun og mjög skemmtileg innsetning. Leikið var á tveimur sviðum og skipt um sæti í hléi. Leikritið fjallar um sumarbústaðaferð 6 ungmenna sem þekkjast mis mikið. Þetta er kómidía sem svo sem skilur ekkert eftir nema gleði yfir góðu kveldi sem er nú ekkert slæmt.

Leikurinn var allur mjög góður og umgerðin skemmtileg. Lengi verður munað eftir því þegar ein leikkonan tók sig til og ætlaði að pissa í heita pottinn en datt þá ofan í hann með tilheyrandi buslugangi. Svo hinumegin þegar sama leikkona pissaði í eldhúsvaskinn sem svo grænmetinu var skellt ofaní. Takk Stebba og Labbi fyrir góða kvöldstund.

Í dag kom svo Hekla til okkar og þá var nú notað góða veðrið og farið út í haustblíðuna. Hekla á hjólinu, Örn á Viktoríu og ég á tveimur jafnfljótum. Í stuttu máli sagt fórum við heldur lengra en grindin mín þoldi og er ég nú að súpa seiðið af því. Vorum 2 og hálfan tíma á labbi!!!

Við skemmtum okkur aftur á móti konunglega gengum, hjóluðum og keyrðum langleiðina út í Nauthólsvík eftir þessum fína göngustíg. Fórum svo inn í Fossvogskirkjugarð vestanverðan og gegnum hann allan og út að austanverðu. Myndavélin var að sjálfsögðu með í ferð enda litirnir allveg að æra mig af gleði, breytast dag frá degi þvílíkt himnaríki.

Í kirkjugarðinum er uppáhaldsstaður Heklu og Ödda hringtorg nokkuð sem þau elta hvort annað hring eftir hring og hlæja mikið. Við týndum fullt af laufblöðum í öllum regnbogans litum og nú stefnir í mikið föndur :-)



Fallegir litir



Litirnir taka stöðugum breytingum, vonandi kemur ekki rok strax og feykir þessari dásemd burt



Hekla og afi eru góð saman á heimleið úr þessum langa göngutúr nældi Hekla sér í ólina af myndavélatöskunni og krækti aftan í Viktoríu og í stýrið á hjólinu og lét afa draga sig upp mestu brekkuna við mikinn fögnuð.



Hrikalegir prakkarar saman.



Hjóla hring eftir hring eftir hring kringum þetta hringtorg í kirkjugarðinum.



Hekla var orðin lafmóð efir þetta ævintýri