28.4.05

Úr bloggstaffi og orðin frjáls.........

Þá eru lokaverkefnin í höfn og komin í loftið. Þetta er búin að vera mikil törn og í mörg horn að líta. En allt hafðist þetta nú á endanum bara eftir smá hljóðtækniverkefni sem þarf ekki að skila fyrr en 5. maí.

Slóðirnar á verkefnavefinn er hér en þar eru uppi flest þau verkefni sem ég vann á önninni.

Lokaverkefnið stóra Leiklistarskólinn Skotta er svo hér en það er nú ekki allt sýnilegt þar sem stór hluti þess er PHP forritunarmál. Hér má svo sjá verkefnavefi samnemenda minna svona til gamans. Vert er að taka fram að ekki virkar allt forritunarmálið þar sem serverin í skólanum virkar ekki sem skildi en hafið orð mín fyrir því að kódinn er í lagi.

Mig langar til að þakka Ólafi Waage alveg sérstaklega fyrir veitta aðstoð í vetur. Hann er samnemandi minn sem tók að sér að kenna aukatíma í PHP í sjálfboðavinnu og studdi mig gegnum súrt og sætt í verkefnavinnunni. Takk Óli þú ert frábær.

Síðasta sýning á Kirsuberjagarðinum var sl. sunnudag, það var frábært að taka þátt í þeirri vinnu allri og elsku Kirsuberin mín takk fyrir samstarfið í vetur. Mikið er maður heppinn að fá tækifæri til að taka þátt í svona mikilvægu, krefjandi og skapandi starfi.

Að lokum vil ég þakka fjölskyldu minni fyrir þolinmæðina í vetur þar sem ég hef verið á þönum stanslaust í fjóra mánuði og lítt sinnt henni en lofa nú bót og betrun.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Elsku Ása innilegar þakkir fyrir samveruna í vetur. Takk fyrir síðast:-)
KV. Hanna:-)