18.3.05

Arkitektastofa Ólafs Þórissonar

Loksins loksins komið PÁSKAFRÍ frábær tilhugsun að geta sofið út og gert bara það sem manni dettur í hug þann daginn.

Í morgun var uppskeruhátið í skólanum þar sem við opnuðum tvo vefi sem bekkurinn var að gera. Ég var í hóp sem gerði vef um ímyndaða arkitektastofu. Við unnum hana þétt réðum okkur framkvæmdastjóra og skiptum liði hver og einn átti þátt í verkefninu eins og gerist í hönnunardeild í alvöru fyrirtæki.

Ég er mjög sátt við útkomuna á mínum vef Arkitektastofu Ólafs Þórissonar. Við fengum góða dóma og það sem gerðar voru athugasemdir við var allt hlutir sem við höfðum velt fyrir okkur og tekið ákvarðanir um sem við stöndum að sjálfsögðu við.

Minn hluti verksins fólst mestmegnis í textagerðinni og Fréttabréfinu sem ég gerði einnig vorum við öll í að fara yfir og koma með hugmyndir, athuga hvað mætti betur fara osfrv. Strákarnir sem ég vann með voru allir sem einn frábærir og duglegir þannig að þetta gekk mjög smurt. Endilega kíkið á vefinn og Fréttabréfið.

Hinn hópurinn gerði vef fyrir bílasölu og leystu það nokkuð vel set slóðina hér.

Annars er allt gott að frétta æfingin í gær á Kirsuberjagarðinum gekk mjög vel sýningin er orðin mjög slípuð og fín. Enn lausir miðar í kvöld kl. 20.00 miðapantanir í síma 552-9188. Næsta sýning er svo 1. apríl og sýningarplanið og nánari upplýsingar á heimasíðu Halaleikhópsins, sem af gefnu tilefni er ekki mitt verk.
Ekki missa af frábærri sýningu

Engin ummæli: