11.3.05

Elsku sófinn

Undarleg tilfinning helltist yfir mig eftir hádegi í dag. Í fyrsta skipta síðan 3. jan. sl. var ég ekki á neinum deadline með nein verkefni hvort sem er í Halaleikhópnum, skólanum, félagslífinu og á heimilinu mínu.

Ég leit á sófann minn fína og ákvað að máta hann þessa elsku, fyrst var ég eins og illa gerður hlutur, hamaðist við að leita í öllum skotum heilatetursins eftir verkefnum sem ég þyrfti að sinna núna. En komst að þeirri niðurstöðu að ég gat bara legið þarna óáreytt og án alls samviskubits.

Yndislegt líf. Lá lengi og hlustaði á Hund í Óskilum og Eyvöru Páls þar til ég kunni ekki við þessa leti lengur. Þarf víst að læra að snúa niður af mér aftur eftir annríki síðustu mánaða.

Framundan er svo helgarferð með saumaklúbbnum austur fyrir fjall þar sem við ætlum að skella okkur á ullarþæfingarnámskeið.

Nú svo er sýning á Kirsuberjagarðinum kl. 20.00 á sunnudagskvöldið miðasala í síma 552-9188 ef einhver á eftir að næla sér í miða

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ elsku besta systir

Já, það tekur soldinn tíma að ná sér niður á jörðina eftir svona átakatíma. Gott að þú ert byrjuð að máta sófann betur. Njóttu, þú átt það skilið.

Hvernig voru svo leikdómarnir? Bíð spenntur eftir að heyra eitthvað um þá.

Ástar og saknaðarkveðjur úr hitanum í Suður Afríku.

Villi og Guðmundur